Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 59
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Prikasamstæða er tölvuhugtak. (9) 5. Gull gaf ás á skíðum þótt hann væri drukkinn. (10) 9. Bátskel er í ástaratlotum. (6) 10. Limlestir bjálka. (6) 12. Verndi venju í ljóðinu. (6) 13. Veltum Gasa á leiktæki (8) 14. Bara til svipaðra. (6) 16. Gloppóttast missir tól fyrir reipi. (8) 17. Rask er hálf rökfastur en líka lyginn. (8) 18. Það sem er sannanlega ruglandi getur fundist undir vegi. (8) 19. Hlutar úr umsóknum fyrir óróa bari. (10) 21. Gramm elska með skynsemi og plöntu og heimskt birtist. (11) 24. Andarfrændi affermi stelandi. (8) 26. Gramsar stafur eftir rætlingi. (11) 28. Braust Rún einhvern veginn að tóft. (9) 31. Rúmfrekur með stór tré? (9) 33. Hefur menn til að biðja. (6) 34. Skil af einingar af því að þvælist fyrir prentbilunum. (12) 35. Við frægðina búi einhvern veginn á þjálfunarstað. (11) 36. Með, reyndar, ljóð hjá tré. (9) LÓÐRÉTT 1. Sök kvalara nær að fara í kaf. (6) 2. Hættir við þótt kraft hvetjir. (8) 3. Stutt spurning Ítala um vist endar í dvöl á stofnun. (11) 4. Æfð í matarlist getur fundið sérstaka fræðigrein. (13) 5. Íslaus þjálfi fyrir fjármunina. (6) 6. Ég er víst einn og berlega óekta skreyting. (11) 7. Sá sem fer aldrei niður er hamskeri. (11) 8. Villulaus braut er bætt. (8) 11. Læknir, lát auga við rið hjá húsi á Suðurlandi. (12) 15. En durg er alltaf hægt að búa til aftur. (9) 17. Sé hikandi farartæki með yfirmönnum. (6) 20. Varauppástungur felast í gorti. (4) 22. Notaðar uns flækist úr vindátt. (10) 23. Einn hópur fær norskan þorsk. Það er flókið. (9) 25. Staðlað viðmið ráði við Frakka. (8) 27. Erlent sjónvarp fer tvisvar inn með bandinu. (8) 28. Á næstunni hjá veiði. (6) 29. „Nóg kusk“ er stundum sagt í spilum. (4) 30. Tærum oft erfiðan. (6) 32. Drollar við hyl Araba. (5) Jan Timman og Max Euwe eruþeir stórmeistarar Hollendingasem lengst hafa náð. Euwe varð heimsmeistari árið 1935 og eftir því sem árin liðu dró hann úr þátttöku á skákmótum og varð að lokum forseti FIDE á miklu um- brotatímabili frá 1970-́78. Um svip- að leyti tók Timman við kyndlinum sem fremsti skákmaður Hollend- inga. Hann er nú 62 ára gamall og hin síðari ár hefur hann stundum skort úthald á sterkum mótum og hvergi hefur það komið betur fram en í hinni hörðu keppni A-flokks Wijk aan Zee-mótanna. Fyrir tveim árum var Timman ákaft fagnað í Wijk þegar hann tók sæti í B- stórmeistaraflokki og í ár lét hann sig hafa það að tefla þar aftur. Eft- ir þrjár umferðir var hann með einn vinning en þá var eins og birti til og hann vann hverja skákina á fætur annarri með stórskemmti- legri taflmennsku. Þegar þetta er ritað er hann í 3. sæti með 7 vinn- inga af 10 mögulegum, aðeins ½ vinningi á eftir efstu mönnum. Þetta þykja ekki minni tíðindi í Hollandi en úrslitin í A-flokki þar sem flest hefur farið eftir bókinni og Levon Aronjan er efstur. Reynslumiklir skákmenn hafa það oft fram yfir þá yngri að getið gripið til gamalla og „gleymdra“ leikja eins og í eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferð: Etienne Goudriann – Jan Timm- an Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. O-O b6 Leikur sem sést sjaldan nú orðið en var í vopnabúri Keres, Spasskí og Friðriks Ólafssonar. 8. cxd5 exd5 9. Re5 He8 Góð er einnig sú leið sem Friðrik valdi að leika 9. … Bxc3 10. bxc3 Ba6 sbr. skák hans við Matera á Reykjavíkurskákmótinu 1976. 10. Re2 c4 11. Bc2 Bd6 12. b3 Dc7 13. Bb2 b5 14. Hc1 Rbd7 15. f4 Rb6 Svartur leitar færa á drottning- arvængnum. Það kemur aldrei til álita að taka á e5. 16. De1 a5 17. Dh4 Be7 18. f5 b4 19. Hf3 c3 20. Hg3 Re4! 20. .. cxb2 leiðir til jafnteflis eftir 21. hxg7+ Kxg7 22, Dg5+ Kf8 23. Dh6+ o.s.frv. Timman vill meira. 21. Dh5 Hótar máti í tveim leikjum, 22. Dxf7+ og 23. Dxg7. Svartur getur varið f7-peði með ýmsum hætti, 21. … Bf6 lítur vel út en þá kemur 22. Bxe4 dxe4 23. Rg4! og hvítur vinn- ur. Annar möguleiki er 21. … Rd6 22. Hxg7+! Kxg7 23. f6+! Bxf6 24. Dxh7+ Kf8 25. Rg6+! fxg6 26. Dxc7 með vinningsstöðu. Timman hittir á besta leikinn. 21. … Bh4! 22. Bxe4 Bxg3 23. f6 h6! 24. Rxg3 Hxe5! Aftur besti leikurinn en 24. ... dxe4 kom einnig til greina. 25. dxe5 dxe4 26. Hf1 cxb2 27. fxg7 Kxg7! Hótunin var 28. Dxh6. Þetta er besti varnarleikurinn. 28. Dh4 Rd5 29. Rh5 Kf8 30. Rf6 Rxf6 31. exf6 Ha6 32. Dxe4 Lítt stoðar 32. Dxh6+ Ke8 og kóngurinn sleppur. 32. …Be6 33. Hd1 Ke8 34. Db1 De5 35. Dh7 Hd6 36. Hxd6 Dxe3+ 37. Kf1 Df4+ – og hvítur gafst upp. Jón Viktor og Einar Hjalti efstir á Skákþingi Reykjavíkur Þegar þrjár umferðir eru eftir af Skákþingi Reykjavíkur eru sig- urstranglegustu keppendurnir þeir Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson í efsta sæti með 5 ½ vinning af sex mögulegum. Allt getur gerst á lokasprettinum því þrír ungir skákmenn sækja hart að þeim. Dagur Ragnarsson, Örn Leó Jóhannsson og Þorvarður Ólafsson eru í 3. – 5. sæti með 5 vinninga. Í 6. – 8. sæti koma svo Davíð Kjart- ansson, Loftur Baldvinsson og Júl- íus Friðjónsson með 4 ½ v. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Jan Timman aftur til Wijk aan Zee Verðlaun eru veitt fyr- ir rétta lausn kross- gátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 25. janúar rennur út á hádegi 31. janúar. Vinningshafi krossgátunnar 18. janúar er Þórhallur Hermannsson, Mararbraut 3, 640 Húsavík. Hlýtur hann bókina Kamban – líf hans og störf í verðlaun. Forlagið gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.