Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 61
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Graeme Le Saux, fyrrverandi
leikmaður Chelsea og enska
landsliðsins, var lengi bendl-
aður við að vera samkyn-
hneigður. Ástæðan er fyrst og
fremst ferðalag sem hann fór í
með vini sínum 1996.
Le Saux er vel menntaður og
hefur áhuga á listum, antík-
munum og ferðalögum. Hann
er giftur æskuástinni sinni Mari-
önnu og á tvö börn en fór með
vini sínum í Chelsea eftir eitt
tímabilið í ferðalag um Evrópu í
húsbíl. Eftir þetta fóru sögur af
stað um að hann væri samkyn-
hneigður og þær eltu hann út
ferilinn. Hann varð fyrir hörðu
hommaníði frá stuðnings-
mönnum og leikmönnum.
Bresku blöðin fóru að skrifa
um hann og skömmu eftir birt-
ingu einnar greinar 1997 mætt-
ust Chelsea og Liverpool í
deildinni. Þar niðurlægði
Robbie Fowler, fyrrverandi leik-
maður Liverpool og samherji
hans í enska landsliðinu, hann
með því að beygja sig fyrir
framan hann og gefa í skyn að
hann væri samkynhneigður.
Fowler baðst afsökunar á
framkomu sinni eftir að Le
Saux gaf út ævisögu sína þar
sem hann lýsti því hversu hon-
um sárnaði framkoma Fowlers.
Le Saux er hluti af nýrri nefnd
enska knattspyrnusambandsins
þar sem á að reyna að uppræta
fordóma.
Fowler sýndi rassinn
HOMMANÍÐ Í GARÐ GRAEME LE SAUX
Fashanu var snemma álitinn einn allra efnilegasti leikmaður Bret-lands. Hann sló í gegn með Norwich og borgaði NottinghamForest eina milljón punda fyrir hann árið 1981 þegar hann var
aðeins 19 ára. Varð hann fyrsti þeldökki maðurinn til að rjúfa millj-
ónar punda múrinn. Hjá Forest var Nigel nokkur Clough við stjórnvöl-
inn. Sá var af eldgamla skól-
anum og ekkert sérlega
hlýtt til þeldökkra leik-
manna, hvað þá ef þeir voru
samkynhneigðir. Fashanu
vissi að hann var samkyn-
hneigður og fór á klúbba fyr-
ir samkynhneigt fólk í Nott-
ingham. Orðrómur um
kynhneigð hans fór að ber-
ast innan veggja félagsins og
það líkaði Clough illa. Í ævi-
sögu sinni segir Clough: „Ég
sagði eitt sinn við hann. Ef
maður vill brauð fer maður
til bakara, er það ekki? ef
maður vill kjöt fer maður til slátrara, er það ekki? Til hvers í fjand-
anum ertu að fara á þessa hommaklúbba?“ Eftir að Fashanu opinber-
aði samkynhneigð sína komu fjölmargir atvinnumenn í knattspyrnu í
viðtöl og sögðu að það væri ekkert pláss fyrir samkynhneigða í liðsí-
þróttum. Bróðir hans, John Fashanu afneitaði honum í einu viðtalinu
og áhorfendur í Englandi létu hann ekki í friði. Hann var risastórt skot-
mark og brotnaði eðlilega undan pressunni sem á hann var lögð. Hon-
um fannst brandararnir sem sagðir voru við hann í klefanum ekkert
fyndnir og viðbjóðurinn sem enskir áhorfendur sögðu við hann snertu
hverja taug. Mörkin urðu færri og ferillinn náði aldrei þeim hæðum
sem hann og aðrir höfðu búist við. Hinn þriðja maí 1998 fannst hann
látinn í bílskúr sem hann hafði brotist inn í. Hann hafði hengt sig, rúm-
lega ári eftir að hafa verið yfirheyrður vegna kynferðisbrots gegn ung-
lingi. Í sjálfsmorðsbréfinu sem hann skrifaði stóð meðal annars. „Ég
geri mér grein fyrir því að á ýmsan hátt er ég nú þegar sekur í augum
margra. Ég vil ekki kalla meiri skömm yfir vini mína og fjölskyldu.“
Vildi koma með jákvætt fordæmi
Í bókinni Stonewall 25 skrifaði Fashanu nokkrar línur um ástæðu þess
af hverju hann kom opinberlega út úr skápnum í viðtalinu við The
Sun. Hann bjó þá í Bandaríkjunum og spilaði knattspyrnu og hafði
kynnst 17 ára pilti í gegnum fótboltasamfélagið þar í landi. Pilturinn
hafði verið rekinn að heiman fyrir að vera samkynhneigður og varð
fyrir gríðarlegri áreitni í kjölfar opinberunar sinnar. Hann framdi síðar
sjálfsmorð og Fashanu vildi ekki að dauði hans yrði til einskis. „Mér
leið illa því hann þurfti ekki að deyja, mér fannst ég hafa brugðist hon-
um. Ég vildi gera eitthvað, reyna að koma í veg fyrir jafn tilgangs-
lausan dauða svo ég ákvað að setja fordæmi og koma út með þessu
viðtali.“
Fashanu sá fyrsti
Justin Fashanu þótti gríðarlegt efni sem
fótboltamaður en varð fyrir miklu aðkasti
vegna samkynhneigðar sinnar.
AFP