Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 57
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sandmaðurinn er fjórða spennubókin eftir Lars Kepler, en það er höfundarnafn hjónanna Alexöndru og Alex- anders Ahndoril. Bækur þeirra hjóna hafa notið mikilla vin- sælda hér á landi líkt og svo víða annars staðar. Bókin er nú í efsta sæti metsölulistans sem kemur ekki á óvart því Íslend- ingar eru sérlega sólgnir í spennusögur. Fárveikur ungur maður finnst á reiki í Stokkhólmi. Sjó ár eru síðan hann var lýstur lát- inn, löngu eftir að hann og syst- ir hans hurfu. Lögreglumað- urinn Joona Linna er sannfærður um að raðmorð- inginn Jurek Walter sé sá seki á málinu. Spenna á toppnum Það telst til tíðinda að rúmlega 160 ára gömul bók skuli komast á metsölulista, en þetta er raunin með bókina Twelve Years a Slave. Það er kvikmyndaút- gáfan af sögunni sem hefur endurvakið áhuga á þessari gömlu ævisögu, en eins og kunnugt er hefur kvikmynd leik- stjórans Sveve McQueens fengið mikið lof og er tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Bókin kom fyrst út árið 1853 og segir sögu Solomon Northup sem var frjáls maður en var rænt og hafður sem þræll í tólf ár. Bókin vakti mikla athygli við útkomu en féll síðan að mestu í gleymsku. Nú er áhuginn endurvakinn og bókin er lesin af áhuga víða um heim. Penguin-útgáfan af bókinni er nú vinsælasta bókin á metsölulista útgáfunnar og bókin er á metsölulista Waterstone í Bretlandi og á metsölulista New York Times þótt hún sé ekki þar á topp tíu listanum, eins og sjálfsævisagan The Wolf of Wall Street eftir svikahrappinn Jordan Belfort en Martin Scorsese gerði einmitt rómaða mynd sína eftir henni. GÖMUL OG SÖNN SAGA SLÆR Í GEGN Sönn saga manns sem var þræll í tólf ár slær nú í gegn 160 árum eftir að hún kom út. Hinn norski Jo Nesbø á fjölmarga aðdáendur hér á landi og bækur hans raða sér fimlega á metsölulista strax við útkomu. Ekki skrýtið því Nesbø er meðal bestu núlifandi glæpasagnahöf- unda heims en bækur hans hafa selst í um 20 milljónum eintaka. Aðdáendur glæpasagnahöf- undarins geta glaðst því tvær bækur hans koma út í íslenskri þýðingu í ár. Í lok febrúar kemur Afturgangan út, en hún er níunda Harry Hole bókin og í sumar kemur svo bók númer tvö í seríunni, Kakkalakkarnir. Það er bókaforlagið Uppheimar sem gefur bækurnar út, líkt og aðr- ar bækur Nesbø. Nesbø hefur alls skrifað tíu bækur um Harry Hole og óvíst er að þær verði fleiri. Hjá Uppheimum eru menn langt komnir með að gefa þær allar út á íslensku. Þess má svo geta að von er á nýrri bók eftir Nesbø á þessu ári sem á ensku nefnist Blood on Snow, en Nesbø skrifar þá bók undir höf- undarnafninu Tom Johansen. Framhaldsbók mun koma út árið eftir. Warner Brothers munu þegar hafa keypt kvikmyndaréttinn að bókunum. Von er á fleiri glæpasögum frá Uppheimum og þar á meðal má nefna bók eftir Lizu Marklund, en hún á sér afar staðfastan lesendahóp líkt og Nesbø. Það er því góður tími framundan hjá unnendum glæpasagna. NESBØ Á LEIÐINNI Tvær bækur Jo Nesbø koma út á íslensku þetta árið. Skáldsagan Kíra Argúnova eft- ir Ayn Rand kom út í kilju fyr- ir jólin. Þetta er stórgóð og minnisstæð örlagasaga Kíru, sem er sjálfstæð og hugrökk stúlka á umrótatímum eftir rússnesku byltinguna. Þeir sem eru ekki sanntrúaðir kommúnistar þurfa að lifa var- lega ætli þeir sér að komast af. Kannski aðgengilegasta skáldsaga Rand og mjög dramatískt verk sem hlýtur að hafa sterk áhrif á marga les- endur. Grimm örlaga- saga Kíru Örlagasögur frá Rússlandi og Spáni NÝLEGAR BÆKUR EKKI ER MIKIL ÚTGÁFA ÞESSAR VIKURNAR ENDA EKKI LANGT LIÐIÐ FRÁ JÓLUM. SANDMAÐURINN ER NÝJASTA SPENNUKILJAN OG SELST VEL. RÖDD Í DVALA OG KÍRA ARGÚNOVA ERU SKÁLDSÖGUR SEM LÝSA ÓBLÍÐUM ÖRLÖGUM EINSTAKLINGA UNDIR GRIMMÚÐUGRI HARÐ- STJÓRN. Rödd í dvala eftir Dulce Chacon er saga kvenna sem tóku þátt í borg- arastríðinu á Spáni á fjórða áratug síðustu aldar. Höfundur byggir sög- una á vitnisburði fjölda fólks sem sat í fangelsi í stjórnartíð Francos. Bókin varð metsölubók á Spáni og hlaut verðlaun sem bók ársins 2003. Kvikmynd hefur verið gerð eftir bókinni í leikstjórn Benito Zambrano. Spænsk metsölubók Hugsjónir, fjármál og pólitík – Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár – er eftir Árna H. Kristjánsson sagnfræðing. Í bókinni er saga sparisjóðsins rakin og ljósi varpað á samfélagið á hverjum tíma með efnahagsmál í for- grunni. Fjölmargar ljósmyndir, sem margar hafa ekki birst áður, styðja frásögnina. Ýmis fróðleiksatriði er að finna í skrám, töflum og myndritum. Saga sparisjóðsins í máli og myndum *Og vaninn er nokkur huggunef hann venst. Þórarinn Eldjárn BÓKSALA 16.-22. 2014 Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 HHhHLaurent Binet 3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 4 Árleysi aldaBjarki Karlsson 5 Almanak fyrir ísland 2014Þorsteinn Sæmundsson / Gunnlaugur Björnsson 6 Iceland small world small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 7 ÞorstiEsther Gerritsen 8 MánasteinnSjón 9 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 10 Södd og sátt án kolvetnaJane Faerber Vasabrotsbækur (skáldv.) 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 HHhHLaurent Binet 3 ÞorstiEsther Gerritsen 4 ÓlæsinginnJonas Jonasson 5 Korku sagaVilborg Davíðsdóttir 6 Hún er horfinGillian Flynn 7 Maður sem heitir OveFredrik Backman 8 InfernoDan Brown 9 Sem ég lá fyrir dauðanumWilliam Faulkner 10 Rosie verkefniðGraeme Simsion MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Enginn ræður sínum næturstað. Breski metsöluhöf- undurinn Peter James verður sér- stakur gestur Ice- land Noir 2014, en hátíðin verður hald- in 21. - 22. nóv- ember. Hann er höf- undur bókanna um lögreglumanninn Roy Grace í Brighton og hafa bæk- ur hans verið þýddar yfir á þrjátíu og sex tungumál, selst í fjórtan milljónum eintaka um heim allan og ítrekað náð efsta sæti metsölulista Sunday Times í Bretlandi. James er fyrrverandi formaður Crime Wri- ters‘ Association í Bretlandi og á dögunum var frumsýnt í Bretlandi leikrit byggt á bók hans, The Per- fect Murder. PETER JAMES KEMUR Á ICELAND NOIR Peter James er væntanlegur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.