Morgunblaðið - 13.02.2014, Page 28

Morgunblaðið - 13.02.2014, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Bækur Gamlar bækur Gamlar bækur af ýmsum toga til sölu á netinu. Allar nánari upplýsingar á www.bokasala.wordpress.com Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Heimilistæki – Viðgerðaþjónusta fyrir öll merki. Við sækjum, við gerum við og við skilum. Seljum einnig notuð tæki. Uppl. í síma 587 5976 eða 845 5976. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Það virðist ógerlegt að kveðja manneskju, í blóma lífsins, sem hefur verið stór hluti af lífi þínu allt frá fæðingu. Inga var klett- urinn minn, fyrirmynd og uppal- andi og einnig mín besta vinkona. Yndislegri og sterkari konu var ekki hægt að finna. Við upplifðum mörg ævintýri saman, hvers- dagsleg og framandi, og eftir sitja endalausar broslegar minn- ingar um Ingu, minningar sem koma í veg fyrir að ég muni nokk- urn tíma gleyma henni. Það er ómetanlegt að vera besta frænk- an þín. Hlakka til að skála við þig ef við hittumst aftur. Þín María Björk. Ingibjörg Ásgeirsdóttir ✝ Ingibjörg Ás-geirsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 6. nóvember 1957. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 3. febrúar 2014. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Nes- kirkju 7. febrúar 2014. Ingibjörg Ás- geirsdóttir – Inga – lést um aldur fram eftir glímu við óvæginn sjúkdóm. Með henni er geng- in mæt kona og harmdauði öllum, sem hana þekktu. Um dauðans óvissa tíma segir Hall- grímur: Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Síst hefði mig órað fyrir að ég ætti eftir að standa yfir moldum hennar, sem nú er þó orðin raun- in á. Einhver sagði einhvern tíma, að Inga væri valkyrja. Það var því ekki óviðeigandi að val- kyrjan gengi til liðs við laganna verði, enda fór svo að Inga réðst til lögreglunnar að loknu námi í Lögregluskólanum. Þar starfaði hún óslitið meðan stætt var bæði hér á landi og erlendis á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í lögregl- unni iðkaði Inga skotfimi og tók þátt í skotkeppnum, hæfði allt er hún skaut til, rétt eins og Gunnar á Hlíðarenda forðum með bogan- um. Hún var væn kona og kurteis og vel að sér var sagt um Unni Marðardóttur. Það sama mætti segja um Ingu. Hún var fríð sýn- um, þekkileg og björt yfirlitum, hávaxin, hnarreist og vörpuleg og vel á sig komin. Hún var viðræðu- góð í besta lagi, orðheppin og fyndin, þegar sá gállinn var á henni. Inga var vinur vina sinna. Hún eignaðist ekki börn, en syst- urbörn hennar voru henni einkar kær, og lét hún þeim ekkert í mót og voru þau mjög elsk að henni, enda hét hún í þeirra munni bes- tafrænka. Inga hafði mikið yndi af tónlist, ekki síst óperum. Hún átti enda til tónlistarmanna, tón- skálda og skálda að telja. Langafi hennar er höfuðskáld Færeyja. Henni varð svosem ekki skota- skuld úr að bregða fyrir sig fær- eysku, ef svo bar undir. Þá var hún nánast jafnvíg á dönsku og íslensku. Fjöskylda hennar hafði búið í Danmörku um sex ára skeið. Heimili Ingu var hlýlegt og fagurt, fallegar myndir á veggj- um og allt innanstokks bar vott um smekkvísi húsráðanda. Höfð- ingi var hún heim að sækja, veitul í mat og drykk. Ingu er sárt saknað, ekki síst af eftirlifandi systkinum. Þau systkin voru með eindæmum samrýnd og áttu margar ánægju- stundir saman. Sjálfur á ég Ingu mikið að þakka fyrir alla góðsemi og þægð í minn garð. Systkinum hennar og öðrum syrgjendum sendi ég ríkar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Hvíli hún í friði. Eiríkur. Kveðja frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Ingibjörg Ásgeirsdóttir var farsæl í störfum sínum fyrir lög- regluna. Hún gekk til liðs við lög- regluna fyrir um þrjátíu árum og starfaði lengst af í Reykjavík. Þá var hún við friðargæslustörf á vegum Sameinuðu þjóðanna um tíma, bæði í Bosníu og Síerra Leóne. Öllum sínum verkefnum sinnti hún af alúð, áhuga og þekk- ingu og lagði sig fram um að sækja sér viðbótarmenntun og fræðslu. Hún lét ekki sitt eftir liggja í íþrótta- og félagsstörfum innan lögreglunnar, keppti til að mynda í skotfimi með góðum ár- angri og sinnti trúnaðarstörfum fyrir bæði innlend og erlend félög lögreglumanna. Ingibjörg tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi. Þrátt fyrir erfið veikindi óskaði hún eftir því að fá að sinna störfum sínum áfram og gerði það eins lengi og hún hafði krafta til. Fyrir hönd lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu sendi ég systk- inum hennar, öðrum ættingjum, vinum og samstarfsmönnum inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst – í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson) Þessar ljóðlínur borgarskálds- ins koma gjarna í hugann þá leið- ir skilja. Leiðir okkar Ingu lágu fyrst saman fyrir rúmum þrem áratugum, hún var þá að hefja störf hjá lögreglunni í Reykjavík. Hún var gædd þeim eiginleika að hafa þægilega nærveru og tókst með okkur ágætur kunnings- skapur frá fyrstu stundu. Leiðir okkar lágu misoft saman eftir því hvar við vorum að störfum hverju sinni. Árið 2001 urðum við svo sam- starfsmenn við landamæra- og útlendingaeftirlit að undanskild- um sex mánuðum sem Inga starf- aði á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone, en skiptumst reglulega á tölvupóstum þann tíma. Samstarfið þróaðist yfir í sterk vináttubönd bæði í leik og starfi. Inga lagði til fyrir 12 árum að við kæmum okkur upp mánaðar- legum rauðvínsútdrætti, hópur- inn samanstæði af sex einstak- lingum og yrði teningur látinn ráða kasti. Hún var kosinn forseti hópsins og hélt skrá yfir vinn- ingshlutföll. Hún sá um að minna á næsta útdrátt og mælti fyrir um þema mánaðarins, gat falist í framleiðslulandi eða þrúgum. Hópurinn hefur tekið breyting- um á þessum tíma og vorum við aðeins tvö eftir af stofnhópnum. Þó höfuðborgarsvæðið væri okkar aðalvinnusvæði áttum við starfstengd erindi út fyrir svæðið bæði innanlands og utan. Kaup- mannahöfn var í huga beggja nafli alheimsins, bæði staðkunn- ug og áttum við nokkur tækifæri á að eiga þar skemmtilegan seinnipart og voru þá heimsóttir þekktir gamlir veitingastaðir eins og Kanalcafeen og Hviids Vinstue. Inga var traustur og góður vinnufélagi og skemmtileg- ur ferðafélagi. Hennar er sárt saknað. Í desembermánuði 2012 greindist hjá Ingu sá sjúkdómur sem nú hefur lagt hana að velli. Hún tók tíðindunum með æðru- leysi, lét okkur ekki vita af því fyrr en í janúar því hún vildi ekki eyðileggja fyrir okkur jólahátíð- ina. Sú hugsun lýsir líklega best eiginleikum hennar. Hún bar ekki veikindin á torg og margir vissu ekki af þeim fyrr en eftir andlát hennar. Hún sagðist alltaf hafa það gott ef maður spurði hvernig heilsan væri. Hún lagðist ekki í veikindafrí heldur var að störfum allt til nýliðinna áramóta. Ég þekki ekki hvað við tekur þá jarðvist lýkur en óska drottn- ingunni okkar góðrar heimkomu í nýju umhverfi. Ég er þakklátur þeim forréttindum að hafa átt slíkan samferðamann og vin til margra ára og sendi ættingjum og vinum hugheilar samúðar- kveðjur, minning Ingu mun lifa með okkur. Jónas Magnússon rannsóknarlögreglumaður. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hún Inga kom á æskuheimili okkar með bekkjarsystur sinni sem var hún Auður systir og það sem þær brölluðu og töluðu og möluðu var alveg dásamlegt. Það voru ófáar stundirnar sem þær áttu í æsku, í og utan skóla, og ég svona á kantinum þegar þær voru heima. Einnig voru þær löngum stundum heima hjá Ingu og þess á milli í símanum. Þetta var vin- átta sem ég og fleiri sáum að var einstaklega fölskvalaus og ein- læg. Þegar Inga fór að læra á bíl var ekkert sjálfsagðara en að hún fengi æfingatíma á Voffana sem voru í bílaleigurekstri á heimili okkar og mikið var hún þakklát fyrir það. Hún kunni að njóta lífsins og ferðaðist mikið, sótti alls kyns menningarviðburði og var dugleg að hitta vinina. Fjölskylda henn- ar og hún héldu vel saman og voru okkur einstaklega kær og héldu tryggð í gegn um súrt og sætt og það hefur verið ómetan- legt að eiga þau að. Halldóra, Jón, Emily, Ásgeir, María Björk og aðrir aðstand- endur, við Eggert og fjölskylda samhryggjumst ykkur. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Kristín Björnsdóttir. ✝ Hannes Hún-fjörð Pálmason fæddist á Akureyri 31. desember 1929. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 30. janúar 2014. Hann var sonur hjónanna Svein- bjargar Björns- dóttur, f. 1909, d. 1973, og Pálma Jónssonar. f. 1901, d. 1971. Bróðir Hannesar er Sig- urður, f. 12. september 1943. Maki hans er Ragna Árnadóttir. Hannes kvæntist árið 1958 Ágústu Þorbergsdóttur, f. 21. júlí 1936. Foreldrar Ágústu voru Soffía Gunnlaugsdóttir, f. 1903, d. 1986, og Þorbergur Arn- grímsson, f. 1893, d. 1971. Hann- es og Ágústa eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Pálmi, f. 10. febrúar 1954, maki Sigríður Sig- urhansdóttir. Pálmi á fjögur börn og Sigríður eitt barn. 2) Trausti, f. 15. júlí 1958, maki Anna Björg Gunn- arsdóttir. Þau eiga fjögur börn. 3) Haukur, f. 7. októ- ber 1960, maki Liz- beth Ruiz Boca- negra. Haukur á fjögur börn. 4) Elfa, f. 14. nóvember 1971, maki Jóhann Konráð Birgisson. Elfa á tvö börn og Jóhann tvö börn. Hannes hlaut múrarameistararéttindi árið 1954. Hannes og Ágústa bjuggu á Akureyri fram til ársins 1999 en þá fluttu þau til Reykjavíkur og þaðan til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa verið búsett sl. ár. Hannes og Ágústa eiga níu barnabarnabörn. Útför Hannesar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 7. febrúar 2014, í kyrrþey að ósk hins látna. Takk fyrir allt elsku pabbi Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skín inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Þín dóttir. Elfa Hannesdóttir Það er erfitt að lýsa því með orðum, elsku afi minn, hversu mikið mér þykir vænt um þig. Hvað annað er hægt? Þú varst einn sá allrabesti. Afi gamli sem ævinlega hafði eitthvað fyrir stafni og hafði alltaf tíma til að leyfa lítilli afastelpu að hjálpa til. Það eru forréttindi að kynnast fólki eins og þér og ömmu, hjartahlýjan og alúðin endur- speglast í öllum ykkar gjörðum og hjá ykkur átti maður alltaf öruggt skjól. Ég á þér margt að þakka, við áttum margar skemmtilegar stundir saman og þær mun ég geyma í hjarta mér um ókomna tíð. Oftar en ekki kom ég í heim- sókn í Ægisgötuna á sunnudög- um og átti þar góðar stundir með ykkur ömmu. Ævinlega var ég svo send heim með nesti í poka og oft fylgdu ilmandi rósir úr gróð- urhúsinu með, það þótti mér afar vænt um og enn í dag hugsa ég til þess tíma þegar ég skreyti heim- ili mitt með rósum. Ég minnist þín og gömlu tím- anna í Ægisgötunni með gleði í hjarta um leið og ég kveð þig með söknuði. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Berglind. Elsku afi minn. Ég myndi óska þess að það væri draumur að þú sért farinn en svona er lífið. Þó ég trúi ekki að þú sért farinn og að ég sé að skrifa minningargrein þá vona ég að þú sért kominn í draumaland- ið. Ég vona að þú sért að veiða með afa Bigga. Þú skildir svo margar minningar með okkar eins og þegar við vorum að spila Tomma og jenna spilið eða þegar við vorum í búðarleiknum um Ikea og svo margt margt fleira. En eitt veit ég og það er að þú myndir vilja að við munum bara halda áfram og lifa lífinu. En elsku afi minn þegar þú fórst tókstu bút úr hjarta mínu með þér. Ég vona að þú sért svo ham- ingjusamur að þú sért farinn úr þessum heimi sem hugur þinn var í. Elsku afi ég man svo svo mikið eftir öllum okkar minning- um og mun aldrei gleyma öllu sem þú kenndir mér og fræddir mig um. Ég fékk að eiga teppið þitt og ég sef með það á hverri nóttu. Þar fæ ég eitthvað öryggi eins og þú sért hjá mér og vakir yfir okkur. Elska þig alltof mikið og mun aldrei gleyma öllum þess- um minningum. Ég þarf að segja að mér finnst það óraunverulegt að þú sért farinn, ég bara trúi því ekki. Elsku afi Nú ertu farinn, já farinn frá mér. Þú sem varst mér eins og faðir. En nú er lífsklukkan þín farin á brott. En þó veit ég að þú vekur yfir okkur dag sem nótt. Þú skildir alla eftir með tár í augum sínum, já svona mikið og miklu miklu meira elskuðum við þig. Þín elskulega. Katla Steindórsdóttir. Hannes Pálmason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.