Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 H aukur Guðlaugsson, fyrrver- andi söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar og organisti, er 82 ára, lífsglaður og fer allra sinna ferða á hjóli. Hann gaf nýlega út enska útgáfu á kennslubók í organleik auk þess að endur- útgefa íslenska gerð bókarinnar sem kom út í þremur heftum, það fyrsta 1998. Hauk- ur hefur á liðnum áratugum verið óþreyt- andi við að kynna orgelleik fyrir þjóðinni, kennt hann og spilað, auk þess að semja kennslubækur um efnið og annað tengt kór- söng. Haukur er fyrst spurður um ætt og upp- runa og segir: „Ég ólst upp á Eyrarbakka og átti þar mjög skemmtilega og fallega æsku. Ég var þannig í eðli mínu að ég sofnaði snemma á kvöldin og fór snemma á fætur, fylgdist með kúnum koma austan götu og fór upp á mýri að tína blóm handa mömmu. Það voru 90 kýr á Eyrarbakka á þessum tíma, íbúar stunduðu margir smábúskap og faðir minn, Guðlaugur Páls- son, sem var kaupmaður á staðnum, fékk kartöflur, ull og gærur sem bændur lögðu inn og tóku síðan út vörur. Pabbi rak versl- unina í yfir sjötíu og sjö ár og varð 97 ára gamall. Hann vann fram á síðasta dag, gekk þá upp á loft og dó.“ Hvenær vaknaði áhugi þinn á tónlist? „Ég hafði mikla ánægju af tónlist sem snerti mig strax sem krakka. Eitt sinn var móðurbróðir minn, sem var kirkjuorganisti á staðnum, heima hjá foreldrum mínum og rætt var um tónlist. Það skrapp upp úr mér að mig langaði til að læra að spila á píanó. Ekki var það meira rætt. Þegar ég svo gekk austur götu daginn eftir stóð frændi minn fyrir utan hús sitt, kallaði í mig og spurði hvort mér væri alvara með því að vilja læra á píanó. Ég sagði að svo væri og hann fór að kenna mér. Síðan þró- uðust mál þannig að ég fór í Tónlistarskól- ann í Reykjavík og eftir að hafa lokið þar burtfararprófi í píanóleik árið 1951 flutti ég til Siglufjarðar og var þar skólastjóri Tón- listarskólans og stjórnaði Karlakórnum Vísi. Ég hafði reyndar ekkert lært í kórstjórn, en útvegaði mér ágæta kennslubók, sem hafði orðið til á námskeiði hjá doktor Ró- bert A. Ottóssyni, og æfði mig dyggilega allan veturinn. Það má segja að ég hafi lært kórstjórn eins og í bréfaskóla. En hugur minn stefndi í nám í orgelleik og árið 1955 fékk ég tækifæri til þess. Ég fór til Hamborgar og gerðist nemandi við Staatliche Hochschule für Musik. Ég var svo heppinn að vera nemandi Martins Günt- hers Förstemanns, sem var afburðakennari en blindur. Ég lærði hjá honum í fimm ár, frá 1955-1960. Bræður Förstemanns féllu í fyrra stríði en þar sem hann var blindur var ekki hægt að kalla hann til herþjón- ustu. Móðir hans kenndi honum tónverkin, las upp nóturnar og hann þurfti að fikra sig áfram með hvert einasta verk og læra það þannig utan að. Hann kunni nánast ut- an að öll verk sem við nemendurnir spil- uðum. Í Hamborg leigði ég herbergi hjá gamalli ekkju. Sonur hennar hafði týnst í stríðinu en hún bjóst alltaf við að hann myndi birt- ast einn daginn. Hann kom aldrei. Ég spurði hana hvort ég mætti leigja mér pí- anó og hafa hjá mér. Þá leiddi hún mig inn í stofuna og sýndi mér píanó, sem var pí- anó sonarins, og þar gat ég æft mig eins og ég vildi. Hún tók mér sem syni sínum. Smám saman fóru fleiri Íslendingar að leigja hjá þessari góðu konu og urðu alls þrjátíu og fimm áður en hún varð öll.“ Hvernig var einkalífið á þessum tíma? „Ég hafði kvænst á Siglufirði, Svölu Ein- arsdóttur, og við eignuðumst eina dóttur, Svanhildi Ingibjörgu, en ég fór einn til náms í Þýskalandi og þar með flosnaði þetta fyrra hjónaband upp. Dóttir okkar fór á Eyrarbakka til pabba og mömmu og ólst þar upp og var mikil stoð og stytta pabba þegar hann var orðinn ekkjumaður. Í Þýskalandi kynntist ég svo konunni minni, Grímhildi Bragadóttur, sem var að læra tannlækningar en varð síðar framhalds- skólakennari á Akranesi og bókasafnsfræð- ingur og starfaði meðal annars á Lands- bókasafninu. Við eigum tvo syni, Braga Leif og Guðlaug Inga. Það hefur alltaf verið gott samband hjá öllu þessu fólki. Þegar dóttir mín var fermd á Eyrarbakka var veisla hjá mömmu og pabba og þar voru fyrri konan mín með maka og Grímhildur kona mín. Þegar ein frænka mín fann hvað andrúms- loftið var gott í stofunni og allir voru vinir þá sagði hún: „Það er bara eins og ekkert hafi verið“ og bætti við: „Mikið eru þær fallegar báðar þessar konur þínar!“ Gefandi starf Þú lærðir ekki bara í Þýskalandi heldur líka á Ítalíu. „Já, eftir að ég kom frá námi í Þýska- landi flutti ég til Akraness með fjölskyldu minni og var skólstjóri þar, kenndi á píanó og orgel og var organisti og söngstjóri í Akraneskirkju og stjórnaði ennfremur karlakórnum Svönum til margra ára. Oft fór ég með nemendur út í kirkju og leyfði þeim að spila á kirkjuorgelið sem þeim fannst mjög spennandi, enda töfrandi hljóð- færi. Á þessum tíma dreymdi mig um að komast í framhaldsnám til hins fræga org- anista Fernandos Germanis í Róm, en það var eiginlega engin leið að komast í sam- band við hann. Svo kom nemandi hans til Akraness og hélt tónleika og ég sagði hon- um frá þessum draumi mínum. Hann var vinur Germanis og hafði samband við hann og ekki löngu seinna stóð ég með bréf í höndunum frá Germani. Það var eins og þessu væru stýrt, eins og mér hefur fundist með margt í lífi mínu. Síðan fórum við, konan mín og tveir synir, sá yngri sex mánaða og hinn sex ára, til Ítalíu. Germani tók mér afskaplega vel og ég kynntist nýj- um aðferðum í orgelleik og það sem ég lærði hjá honum hef ég notað ásamt ýmsu öðru í kennslubókum mínum í orgelleik.“ Umfangsmesta starf þitt var sem söng- málastjóri þjóðkirkjunnar í tuttugu og sjö ár. Segðu mér frá því starfi. „Það var mjög gefandi starf sem innihélt meðal annars skólastjórn Tónskóla þjóðkirk- unnar. Einnig annaðist ég útgáfu á ýmsu kennsluefni fyrir kóra og organista, alls um 70 hefti og bækur. Ég ferðaðist um landið og kynntist organistunum og aðstoðaði þá og kirkjukórana. Ég hélt yfir tuttugu nám- skeið í Skálholti fyrir organista og kór- félaga ásamt mörgum góðum kennurum. Þetta voru fjölsótt námskeið, eitt sinn fór fjöldinn upp í 400 og þá var ansi þröngt á þingi í Skálholti. Ég kynntist afskaplega elskulegu fólki sem hafði brennandi áhuga á tónlist. Í lok vikunámskeiðs héldum við venjulega veraldlega skemmtun á laug- ardegi og messuðum á sunnudegi. Ég reyndi að haga því þannig að allir hefðu eitthvert hlutverk í guðsþjónustu sunnu- dagsins, spiluðu lag í messunni eða undir söngnum, lékju forspil eða stjórnuðu kórn- um, sem var oft tvö til þrjú hundruð manns, það var alltaf hægt að finna eitt- hvað. Þetta hafði ég lært á Eyrarbakka því Guðmundur Daníelsson rithöfundur, sem þar kenndi, lét nemendur koma fram við skólaslit og þar fékk hver nemandi eitthvert hlutverk.“ Boðberar hreinnar gæsku Hvað er svona skemmtilegt við að spila á orgel? „Það er ýmislegt. Eitt af því er að það geta verið mikil blæbrigði í röddum orgels- Ég trúi á handleiðslu HAUKUR GUÐLAUGSSON, FYRRVERANDI SÖNGMÁLA- STJÓRI ÞJÓÐKIRKJUNNAR OG ORGANISTI, GAF NÝLEGA ÚT ENSKA ÚTGÁFU Á KENNSLUBÓK Í ORGANLEIK AUK ÞESS AÐ ENDURÚTGEFA ÍSLENSKA GERÐ BÓKARINNAR. Í VIÐ- TALI RÆÐIR HANN UM FALLEGU ÆSKUÁRIN Á EYRAR- BAKKA, MERKA KENNARA SÍNA OG TÖFRANA Í ORGEL- LEIKNUM. HANN SEGIR EINNIG FRÁ STARFI SÍNU SEM SÖNGMÁLASTJÓRI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Trúin hefur fylgt mér frá því ég var krakki.Þegar við tveir bræðurnir vorum sex og sjö árafengum við berkla, en bæði barnakennarinn og bak- arinn í þorpinu voru með smitandi berkla. Við bræðurnir þurftum aðeins að liggja í einar sex vikur þar til okkur batnaði. Ég man sérstaklega að þá settist móðir okkar, Ingibjörg Jónasdóttir, hjá okkur á kvöldin og lét okkur fara með bænir Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.