Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 9
23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
S
aga Jónsdóttir, sem var í
fyrsta leikarahópnum
þegar Leikfélag Akur-
eyrar varð atvinnu-
mannafélag fyrir fjöru-
tíu árum, stígur nú í fyrsta skipti í
níu ár á svið. Sunna Borg lék í
einni sýningu 2011 og annarri 2012
en hafði þar áður leikið í nærri ára-
tug. Þeim líður vel í Rýminu þar
sem Lísa og Lísa er sett upp; í
„svörtum kassa“ umkringdar áhorf-
endum sem horfa niður í stofuna á
heimili þeirra.
„Þetta er mjög mannlegt verk og
fallegt. Það er spilað á ýmsar til-
finningar og bæði hlegið og grátið,“
Saga.
Lísa og Lísa segja frá því í verk-
inu hvernig þær upp-
götvuðu eigin samkyn-
hneigð. Þær óttuðust að
missa vinnuna ef sam-
bandið yrði gert op-
inbert og fóru því leynt
með það í 28 ár þótt
þær byggju saman.
Verkið er írskt, eftir
Amy Conroy sem leikur
í því sjálf og hefur sýnt
víða um heim, m.a. á
Lókalhátíðinni í Reykjavík í fyrra.
Aðrir hafa hins vegar ekki sett
verkið upp fyrir en LA nú. Karl
Ágúst Úlfsson þýddi það og stað-
færði; Lísa og Lísa búa að þessu
sinni á Akureyri.
„Áhorfendur virðast mjög
ánægðir, nógu mikið er að minnsta
kosti hlegið,“ segir Sunna. „Og það
hefur komið mér svolítið á óvart að
karlar hafa ekki síður gaman af
sýningunni en konur.“
Saga tekur undir það og bætir
við: „Í gegnum tíðina hefur maður
orðið dálítið var við að þegar tvær
konur leika halda karlar stundum
að það sé ekki spennandi sýning;
einhvers konar kerlingakjaftæði!“
Raunin sé önnur nú.
„Karlarnir hafa á orði að þetta
sé bara alveg eins og hjá þeim og
konunni; þær rífist eins og þau og
margt annað sé sameiginlegt. Það
virðist koma þeim á óvart.“
Þær samsinna því að verkið geti
að þessu leyti verið mjög fróðlegt
og upplýsandi, auk þess að draga
úr fordómum. „Fólk sem hafði dá-
litla fordóma gagnvart samkyn-
hneigð en kom bara á sýninguna
fyrir mig sagðist hafa séð hlutina í
allt öðru ljósi en áður og hreinlega
verða að éta allt ofan í sig sem það
hefði haldið fram.“
„Við vorum svo heppnar að á æf-
ingaferlinu komu til okkar samkyn-
hneigðar konur og sátu fyrir svör-
um; við þekkjum samfélag þeirra
ekki nógu vel,“ segir Saga.
Fordómar voru lengi
miklir og eru enn fyrir
hendi að því er virðist,
en Saga segist telja að
það hafi hjálpað til við
að slá á fordóma hve
margt þjóðþekkt fólk í
samfélaginu sé samkyn-
hneigt; „Hörður Torfa-
son, Páll Óskar, Jó-
hanna Sigurðardóttir og
Jónína Leósdóttir, svo
dæmi séu tekin. Ég held að það,
hvernig þetta fólk kemur fram og
tjáir sig, hafi hjálpað mörgum sem
koma út úr skápnum.“
Þær segja alls ekki erfiðara fyrir
leikara að setja sig í spor samkyn-
hneigðra en annarra, eftir að hafa
kynnt sér málin. „Ég verð að við-
urkenna að það vafðist frekar fyrir
mér að konurnar í verkinu eiga
ekki að vera leikkonur; eru al-
gjörlega óvanar því að vera á sviði
og segja frá; það var erfiðara að
koma því til skila og eins því að
stokkið er fram og til baka í tíma.
En að kyssa Sögu var allt í fína
lagi. Ég hef aldrei kysst konu áður
á ævinni en það var ekki eins ógn-
vænlegt og ég hélt …“ segir Sunna
og hlær.
LÍSA OG LÍSA
Ekkert mál að
kyssa Sögu!
LEIKKONURNAR SAGA JÓNSDÓTTIR OG SUNNA BORG
LEIKA LÍSU OG LÍSU Í SAMNEFNDU VERKI HJÁ LEIKFÉLAGI
AKUREYRAR; KONUR SEM KOMU ÚT ÚR SKÁPNUM Á FULL-
ORÐINSALDRI EFTIR AÐ HAFA BÚIÐ SAMAN Í ÁRATUGI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Saga Geirdal Jónsdóttir (t.v.) og Sunna Borg far með hlutverk Lísu og Lísu hjá Leikfélagi Akureyrar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
* Karlarhafaekki síður
gaman af
sýningunni
en konur
Konudagur, fyrsti dagur góu, er um helgina
og á sunnudaginn skal fagna konunum í sínu
lífi. Gjafir til kvenna, góður matur, blóm og
morgunmatur í rúmið eru gjafir sem flestir
þekkja á þessum degi. Í kringum 1950 var
skrifað í blöðum að á þessum degi mætti
ekki neita konum um neitt, allra síst lít-
ilræði. Í Degi árið 1945 er því haldið til haga
að húsfreyjur ættu að fagna góu með því að
hoppa fáklæddar þrisvar kringum húsið og
heilsa mánuðinum með því að fara með
stöku um hann.
Á árum áður var afar mikilvægt að eig-
inmenn gleymdu ekki að kaupa blómin á
laugardegi því í kringum til dæmis miðja
síðustu öld voru blómabúðir ekki opnar á
sunnudögum. Á sama tíma þótti ekki síður
við hæfi að kaupa handa þeim svið og
hangikjöt. Í dag þykir mörgum konudag-
urinn tímaskekkja þar sem konan á jú ekki
að vera sú eina sem stritar á heimilinu og
eiga þennan eina frídag. En það má samt
margt gera til að gleðja til yndisauka í
hversdagsleikanum. Hér eru nokkrar ein-
faldar hugmyndir:
Skoðaðu hvort það sé sniðugra að kaupa
pottaplöntu í stað afskorinna blóma. Pot-
taplantan lifir lengur, er eign til framtíðar
og þær eru í tísku; sérstaklega gúmmí-
plöntur og burknar. Frúarlauf er einkar fal-
leg planta.
Lærðu að gera eitthvað sem þú hefur ekki
kunnað áður. Ef þú hefur aldrei bakað
brauð skaltu leggja á þig að finna góða upp-
skrift og leggja eitthvað nýtt af mörkum á
heimilinu. Til dæmis grófar morgunbollur
með osti og marmelaði.
Hvað finnst konunni í alvörunni
skemmtilegast að gera? Er það að fá
blóm eða kannski frekar hasarmynd og
popp eða útihlaup. Ekki kaupa blóm bara af
því að það á að kaupa blóm, finndu út hvað
myndi pottþétt falla í kramið.
Þrif eru vanmetin sem gleðigjafi. Þrífðu
allt hátt og lágt, í skjóli nætur ef þarf, og
kveiktu á ilmkerti í morgunsárið. Þetta er
ódýrt og gott ráð fyrir þá sem þurfa að
horfa í aurinn.
KONUDAGURINN
Dekur á degi kvenna
Blóm eru
klassísk gjöf
en það eru til
frumlegri gjaf-
ir, svo sem þrif
og bíóferð.