Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 51
23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 mjög mikið að kynnast þér enda þótt það verði bara bréfleiðis.“ Undir bréfið skrifar sextán ára gömul stúlka í Tókýó, Yoko Matsukuma. Bréfið er ritað á mjög góðri ensku sem Jóhanna segir helgast af því að Yoko hafi al- ist að stórum hluta upp í Bandaríkjunum, þar sem faðir hennar starfaði á vegum jap- önsku utanríkisþjónustunnar. Upp úr slitnaði í stríðinu Jóhanna og Yoko skiptust á bréfum í um tvö ár en þá slitnaði upp úr pennavinskapnum vegna styrjaldarinnar sem skollin var á í heiminum. Næstu árin varð Jóhönnu oft hugsað til þessarar vinkonu sinnar og velti fyrir sér hvað orðið hefði um hana. Spurð hvort hún hafi ekki haft áhyggjur af Yoko, sérstaklega á stríðsárunum, hristir Jó- hanna höfuðið. „Hún var svo spræk og já- kvæð að það var engin ástæða til að hafa áhyggjur af henni.“ Á ýmsu gekk þó í Tókýó og meðal annars var hús fjölskyldu Yoko brennt til grunna, líklega vegna tengsla hennar við Bandaríkin. Engum varð þó meint af. Hálfum fjórða áratug síðar kynntist Jó- hanna annarri japanskri konu, Tukoku Hi- rata, á norrænu heimilisiðnaðarþingi í Reykjavík. Bauð henni heim í kaffi og ræddi meðal annars um að hún hefði átt japanska pennavinkonu þegar hún var yngri. „Hvað heitir hún?“ spurði Hirata. „Yoko Matsukuma.“ „Ég veit hver hún er,“ sagði Hirata. „Hún er þekktur píanóleikari heima í Japan, ég hef séð hana í sjónvarpinu.“ Já, heimurinn er lítill. Úr varð að Hirata tók niður heimilisfang Jóhönnu og lofaði að koma því áleiðis til Yoko. Ekki brást Hirata, frekar en Nonni áður, og skömmu síðar barst Jóhönnu bréf frá Yoko. „Það kom á jólunum og gladdi mig meira en orð fá lýst.“ Hún brosir. Samband var komið á aftur. Prjónaði lopapeysur á Yoko Og nú rofnaði það ekki. Stöllurnar skiptust reglulega á bréfum og gjöfum næstu áratugi. Jóhanna hefur alla tíð verið iðin með prjón- ana og hefur sent vinkonu sinni að minnsta kosti þrjár lopapeysur og sitthvað fleira. Mest þótti Yoko til loðskónna koma. „Ég held ég fari bara ekki úr þeim,“ trúði hún Jóhönnu eitt sinn fyrir. Gjafmildin var gagnkvæm. Jóhanna sýnir mér margvíslega hluti sem borist hafa frá Japan. Ásta, dóttir hennar, rifjar upp forláta reiknivél sem gekk fyrir sólarorku. Kosta- gripur á sinni tíð. Að því kom að sjón Jóhönnu dapraðist og fyrir um áratug var hún hætt að geta lesið og skrifað. Hún gat þó ekki hugsað sér að glata sambandinu við Yoko og niðurstaðan varð sú að þær byrjuðu að hringjast á í stað- inn. „Það teygðist gjarnan á símtölunum og Yoko lauk þeim alltaf með því að biðja fyrir kæra kveðju til mannsins míns fyrir að leyfa mér að tala svona lengi í símann,“ segir Jó- hanna og hlær. Hún viðurkennir að sam- band þeirra hafi öðlast nýja vídd með sím- tölunum. Þess utan hélt Yoko áfram að senda bréf og kort sem ástvinir lásu fyrir Jóhönnu. Yoko er einbirni. Henni var ungri ætlað að verða píanóleikari og af þeim sökum fékk hún ekki að koma nálægt oddhvössum hlutum, svo sem skærum og hnífum. „Hún hefur örugglega aldrei mátt elda mat, aum- ingja konan,“ segir Jóhanna sposk á svip. Hætti skyndilega að svara Yoko starfaði sem píanókennari í Tókýó fram yfir áttrætt. Hún giftist en skildi og ræddi þau mál aldrei við Jóhönnu. Fyrir fá- einum árum missti hún einkadóttur sína, Midory, sem einnig var píanókennari, úr krabbameini en á tvö barnabörn, Mayuko og Ken. Árið 2009 hætti Yoko skyndilega að svara hringingum Jóhönnu og eftirgrennslan bar ekki árangur. Taldi Jóhanna þá alveg eins líklegt að þessi aldavinkona sín væri öll. Yoko hafði raunar varað hana við, svaraði enginn lengur í símann á heimili hennar væri hún sennilega fallin frá. Enginn í kringum hana talaði ensku og fyrir vikið var erfitt að gefa Jóhönnu upplýsingar. Kemur þá að þætti dótturdótturinnar, Jó- hönnu Kristínar, í sögunni. Hún axlaði pjönkur sínar síðastliðið haust og hélt sem leið lá í fjögurra mánaða reisu um Asíu ásamt vinkonu sinni, Nínu Margréti Bessa- dóttur. Fyrsti áfangastaðurinn var Tókýó og þótti Jóhönnu Kristínu upplagt að nota tækifærið og grennslast fyrir um afdrif vin- konu ömmu sinnar. Vinátta þeirra hefur alltaf heillað hana. Hún byrjaði á því að finna spjallsíðu á netinu, þar sem hún gerði grein fyrir kynn- um ömmu sinnar og Yoko Matsukuma og að hún hefði áhuga á að finna hana eða afkom- endur hennar í Tókýó. Viðbrögð voru mikil og fram gaf sig mað- ur, Yosuke Suzuki, sem bauðst til að hjálpa Jóhönnu Kristínu. Tveimur vikum síðar hafði hann samband með þau gleðitíðindi að Yoko væri enn á lífi og byggi nú á hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða í Tókýó. Jóhönnu Kristínu væri velkomið að heimsækja hana þar. Áttaði sig ekki á gestinum Við komuna á hjúkrunarheimilið tók Suzuki á móti Jóhönnu Kristínu og Nínu Margréti en þar var líka óvænt Mayuko, dótturdóttir Yoko. Haldið var sem leið lá inn á herbergi til Yoko og tók hún skælbrosandi á móti gest- unum án þess þó að átta sig á því hvað væri á seyði. „Mayoko reyndi að útskýra fyrir ömmu sinni hver ég væri en hún áttaði sig ekki á því. Er eiginlega komin út úr heim- inum. Það var samt dásamlegt að hitta þessa konu sem hefur verið ömmu minni svona góð vinkona í öll þessi ár,“ segir Jóhanna Krist- ín. Dregin voru fram myndaalbúm, þar sem gat að líta myndir af ömmu og afa Jóhönnu Kristínar. Þá var Yoko með á borðinu sínu hest sem Jóhanna eldri hafði sent henni en hann er tálgaður af Helga, syni hennar. Jó- hanna Kristín áttaði sig strax á tengingunni enda heilt stóð af slíkum hestum heima í stofu hjá ömmu hennar. Jóhanna Kristín færði Yoko forláta lopa- sokka sem amma hennar prjónaði en fékk í staðinn geislaplötu með leik Yoko og tímarit með umfjöllun um hana. Eftir heimsóknina á hjúkrunarheimilið bauð Mayoko hinum íslensku gestum heim í kaffi en hún býr í húsinu sem amma hennar bjó í áður. „Það var mjög gaman að hitta Mayoko en því miður gátum við ekki talað mikið saman, þar sem hún talar mjög litla ensku,“ segir Jóhanna Kristín. Vináttan gerði hana víðsýnni Þrátt fyrir vináttu í áratugi hafa Jóhanna Hjaltadóttir og Yoko Matsukuma aldrei hist. Í einu af síðustu símtölunum tjáði sú jap- anska vinkonu sinni að hún sæi mikið eftir því að hafa aldrei komið til Íslands. Sjálfri þótti Jóhönnu of langt að fara til Japans en hugleiddi það þó einu sinni. „Það var þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti og fór þangað í opinbera heimsókn. Ég þekki Vig- dísi en hef aldrei rætt um vináttu okkar Yoko við hana.“ Jóhanna er þakklát fyrir þessa góðu vin- áttu. „Vináttan við Yoko hefur gert mig víð- sýnni. Umfram allt höfum við þó skemmt okkur saman enda er Yoko bráðfyndin og með lífsglöðustu manneskjum sem ég hef kynnst. Við gátum talað um alla heima og geima.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessa gersemi geymir Jóhanna á góðum stað. Ljósrit af bréfi Jóns Sveinssonar, Nonna, frá 1937 og fyrsta bréfið frá Yoko Matsukuma frá 1938. Bréf Yoko er ekki skrifað á neitt hvunndagsbréfsefni. P IP A R \T B W A - S ÍA Sæktu um lykil núna á ob.isí tíunda hvert skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meirameð ÓB-lyklinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.