Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014
Áhrifamenn beita sér nú fyrir
því að auka samstarf ESB við
valdaklíku Pútíns. Jafn-
aðarmaðurinn Gerhard
Schröder, fyrrverandi kanslari
Þýskalands, er nú hálaunaður
starfsmaður Gazprom sem er
að meirihluta í rússneskri rík-
iseigu. Varðandi Úkraínu segir
hann best að gera viðtækan
viðskiptasamning ESB við
Rússlands, af sama toga og
Pútín bannaði Úkraínu að
gera. Gera mætti „samhliða“
álíka samning við Úkra-
ínu. Pútín hefði þá lík-
lega yfirumsjón á
hendi. Einhver
gæti þá sagt
að búið væri
að heiðra
skálkinn.
B
lóðbaðið hryllilega í
Kænugarði og orðastríð
Rússa og leiðtoga Vest-
urveldanna rifjaði upp
minningar um kalda
stríðið og uppreisnir í Tékkóslóv-
akíu, Ungverjalandi og Austur-
Þýskalandi í tíð kommúnista. En
bakgrunnur átakanna núna er ekki
hugmyndafræðilegur á sama hátt
og í kalda stríðinu þótt vissulega sé
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
ekki lýðræðissinni frekar en gömlu
kommúnistaleiðtogarnir. Núna
gætu afar mikilvæg viðskipti verið
í hættu, ekki síst með orku.
Almenningi í V-Evrópu og
Bandaríkjunum ofbýður hrotta-
skapur stuðningsmanna Rússa í
Úkraínu og að sjálfsögðu taka vest-
rænir valdamenn tillit til þeirra til-
finninga. Jafnframt hafa þeir ekk-
ert á móti því að lækka rostann í
Pútín, þeim þætti ekki verra að
andstæðingar hans hefðu betur í
Úkraínu. Í Kreml er reyndar full-
yrt að stjórnarandstæðingar á
Sjálfstæðistorginu í Kænugarði séu
gerðir út af vestrænum ríkis-
stjórnum sem er auðvitað firra.
Fólkið, sennilega meirihluti þjóð-
arinnar, vill einfaldlega fremur
tengsl við nútímann en einræðis-
herrana í Rússlandi.
En hversu langt á að ganga?
Margir eru hikandi við að bjóða
Úkraínu aðild að ESB. Reynslan af
því að fá inn Rúmeníu og Búlgaríu,
tvö önnur bláfátæk, fyrrverandi
kommúnistaríki, löðrandi í spill-
ingu, er slæm.
Rússar sjá nú möguleika á að
gera Úkraínu aftur að tryggu
áhrifasvæði sínu, jafnvel innlima
landið. Vígstaða Vesturveldanna í
slagnum um áhrif í Úkraínu er
mun veikari en Rússa, lítill áhugi
er hjá þorra kjósenda í vestri á að
fara í hart, egna rússneska björn-
inn. Og þótt bandarískir kjósendur
hafi samúð með Úkraínumönnum
hafa þeir fengið nóg af deilum og
átökum í öðrum heimsálfum.
Mikil viðskipti ESB og
Rússlands
Verði beitt harkalegum viðskipta-
refsingum gegn Pútín gæti hann
svarað með enn meiri hörku, reikn-
að dæmið þannig að hann hafi
betri spil á hendi. En Evrópusam-
bandið er nú stærsti viðskiptaaðili
Rússa. Liðlega þriðj-
ungur af öllu gasi
sem ESB flytur
inn kemur frá
Rússlandi
og 27% ol-
íunnar,
Rússar
selja einn-
ig sam-
bandinu meira af kolum og úrani
en nokkur önnur þjóð og þriðj-
ungur af öllu rafmagni sem ESB
kaupir að utan kemur þaðan. Hags-
munir Rússa eru geysimiklir: 88%
af olíusölu þeirra til útlanda er til
ESB, 70% af gasinu og 50% af kol-
unum.
Allar spár sérfræðinga ganga nú
út á að ESB verði á næstu áratug-
um enn frekar háð gasinu frá Rúss-
landi. Bandaríkjamenn nýta nú af
ákafa olíu og gas sem unnið er með
bergbroti, eru þegar orðnir sjálfum
sér nægir varðandi gas. En í Evr-
ópu er víða mikil vantrú á þessum
aðferðum. Stjórn Angelu Merkel
Þýskalandskanslara hyggst leggja
niður öll kjarnorkuver landsins en
ljóst er að orkuvinnsla með vindi
og sól verður mun dýrari en hefð-
bundin orkuvinnsla. Metnaðarfull
áform ESB um að draga stórlega
úr losun koldíoxíðs geta því aðeins
orðið að veruleika ef notað er meira
af gasi sem mengar mun minna en
orkugjafar eins og kol og olía.
Reynt er nú að koma á auknu
frelsi með orkusölu í ESB til að
draga úr afskiptum ríkisstjórna af
eigin orkumarkaði. Rússar hafa
verið ósáttir við tillögur sem gera
m.a. gasfyrirtæki þeirra, Gazprom,
skylt að leyfa keppinautum að nota
líka gasleiðslurnar. Þótt Rússar
hafi í deilum við ESB-ríkin um við-
skipti með olíu og gas oft hótað að
beina fremur sjónum til Kína hefur
lítið orðið úr þeim, ekki náðst
samningar um verð. Og vegna fjar-
lægðarinnar er mun ábatasamara
fyrir Rússa að selja gasið til Evr-
ópu.
Er heppilegt fyrir ESB að vera
svo háð Rússlandi sem reyndin er
að verða? Hvað sem hagkvæmni
líður óar mörgum við að hugsa til
þess hvernig Pútín beitti gassöl-
unni til að þvinga Úkraínumenn til
hlýðni bæði 2005 og aftur 2009.
Viðskiptin gætu orðið eins og
hlekkir á utanríkisstefnu ESB.
Peð í skák
um mikla
hagsmuni
ÚKRAÍNUMENN HAFA Á SÍÐARI ÖLDUM NÆR ALLTAF LOT-
IÐ STJÓRN RÚSSA. ÓVÍST ER HVORT FRELSI OG MANN-
RÉTTINDI ÚKRAÍNUMANNA VERÐI NÚ AÐ OFAN Á ÞEGAR
TEFLT ER UM VIÐSKIPTAHAGSMUNI STÓRVELDANNA.
PÚTÍN FAÐMAÐUR?
PútínSchröder
Sjálfstæðistorgið í Kænugarði er eins og vígvöllur eftir mannskæð átök síðustu daga. Til hægri er fáni Evrópusambands-
ins en margir Úkraínumenn hafa bundið vonir við að sambandið muni verða þeim skjól í slagnum við Rússa.
AFP
* Við munum halda áfram að vera háð samvinnuvið Rússland.Frank-Walter Steinmeyer, utanríkisráðherra Þýskalands.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
HEIMURINN
ÝRL
NEWYOR a,
Sameinuðu þjóðannstofnun
oðar Palestínumönnum,til aðst
mdi á miðvikudagfordæ
gjuárásspren sem gerð var á
fyrir flóttamenn í Sýrlandi.skóla
llu, þ. á m. fimm bör18 fé
DBRETLAN
LONDON stök teymiSér
einbelandamæravarða,
um flsér gegn ólögleg
með fólk, munu f
verða á flugvöllu
Er markmiðið ein
berjas
VENES
CARACA
Forseti
Venesúela,
Nicolas
Maduro,
hótaði í vi
unni að re a
fréttamenn CNN-sjó
úr landi. Sakaði hann
gegn sér í fréttum af
stjórnvöldum.
A
KA
rírÞ
talíbana
n félluAfganista
ásvik nni í á
em þeir ger
0 kmaldá skrifstofu stjó
ta-austan við höfu
nikosningar verð