Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 25
23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Ótrúlega margir heilsuræktendur sleppa því að teygja á vöðvumbæði fyrir og eftir líkamsrækt. Þá telja margir sig vera aðteygja með því að fara hratt í gegnum 30 teygjuæfingar á fimm mínútum. Ég þori að fullyrða þetta eftir óformlega rannsókn sem ég framkvæmdi í síðustu viku en þá tók ég mér það bessaleyfi að fylgjast með fólki á líkamsrækt- arstöðvum. Það lítur reyndar ekki vel út að full- orðin maður viðurkenni slíkar persónunjósnir en ég réttlæti háttalag mitt í þágu góðs málstaðar því teygjur virðast vera stórlega vanmetnar hér- lendis. Þrátt fyrir að ýmsir misvitrir vísindamenn hafi dregið gagnsemi teygjuæfinga í efa á síðast- liðnum árum held ég að allir sem hafa lagt stund á líkamsrækt viti hversu gagnlegar og góðar slík- ar teygjuæfingar eru í raun. Það þarf ekki annað en að fylgjast með háttalagi dýra til að átta sig á hvað teygjur eru flestum dýrum náttúrulegar og mannskepnan er þar engin undantekning. Talið er að teygjuæfingar bæti lið- og hreyfanleika, stuðli að bættri samhæfingu, bæti árangur við líkamsrækt og vinni gegn meiðslum. Af þessum sökum ætti enginn að vanmeta mátt teygjuæfinga og það á alls ekki að sleppa þeim. Mikilvægt er framkvæma teygjuæfingar rétt og vera meðvitaður um að fara stigvaxandi inn í hverja teygju. Það borgar sig ekki að rykkja og hamast á vöðvunum og sérstaklega ekki ef þeir eru kaldir. Teygjur verða mun áhrifaríkari ef þú gefur þér nægan tíma, t.d. 20 mínútur eftir æfingu og þumalputtareglan er að hver teygja taki um 30 sekúndur. Mestu máli skiptir þó að hlusta á lík- amann, draga djúpt andann og njóta þess að teygja á hverjum vöðva óháð strangri tímatöku. Þeir sem teygja í mesta lagi í 5 mínútur eftir æfingu eru í raun ekki að auka liðleikann heldur er líklegt að þeir séu í besta falli eingöngu að viðhalda þeim liðleika sem fyrir var. Mun æski- legra er að gefa sér lengri tíma, fara í djúpslökun og nota þennan tíma til að slaka vel á eftir erfiðan vinnudag eða æfingu. Teygjuæfingar eru góðar fyrir alla og þú þarft ekki að vera inni á sér- stöku teygjusvæði á líkamsræktarstöð til að leggja stund á slíkar æfing- ar. Þær er hægt að framkvæma hvar sem er og hvenær sem er, lyk- ilatriðið er að gefa sér tíma, anda djúpt og njóta. Allt of margir virðast vanmeta gildi teygjuæfinga við líkamsrækt. Morgunblaðið/Ernir NJÓSNAÐ Í RÆKTINNI Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Í þróttakempur leynast víða í samfélaginu og þær eru á ýmsum aldri. Þær koma í öllum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt að vera (eða hafa verið) í góðu líkamlegu formi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Kempurnar eru sem betur fer til í að deila reynslu sinni með okkur og veita okkur góð ráð. Kempa dagsins er hin 18 ára gamla skíðakona Helga María Vilhjálmsdóttir. Hún vakti verðskuldaða athygli á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í vikunni er hún hafnaði 29. sæti í keppni í risasvigi. Þessi árangur er besta frum- raun íslenskrar skíðakonu á Ólympíuleikum í heil 38 ár og sá næstbesti frá upphafi. Þá náði hún einnig góðum árangri í stórsvigskeppni á leikunum en þar endaði hún í 46. sæti. Þessi rísandi skíðastjarna leggur stund á nám í skíða- menntaskóla í Noregi og er tilbúin að veita okkur innsýn í sitt líf. Hversu oft æfir þú á viku? Erfitt að segja en við tökum tarnir og þegar við erum á skíðum æfum við í 4,5 tíma á dag. Annars æfum við í 2 tíma á dag og svo koma auðvitað frídagar þarna inni á milli. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Nei, alls ekki, þetta eru að mestu leyti útiæfingar og það hentar fáum að vera úti í hvaða veðri sem er. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Ætli það sé ekki bara að æfa eins mikið og hægt er, öll æfing skilar einhverju. Hver er lykillinn að góðum árangri? Þolinmæði, þrautseigja og vilji. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? 21,6 kílómetra hálfmaraþon. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að skrá sig í eitthvert námskeið eða æfingar sem eru með föstum tímum, en flestir eiga erfitt með að finna tíma eða einfaldlega að koma sér út. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir hreyfiþörfina? Já, en stundum þarf maður frí og þá er ekkert betra en að liggja uppi í sófa. Hvernig væri líf án æfinga? Ætli ég væri ekki spikfeit, en freistingar eru minn helsti veikleiki. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég fer voða sjaldan í frí. Ertu almennt meðvituð um mat- aræðið? Já, ég borða ekki hvað sem er en auðvitað verður maður að leyfa sér smá. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég get voða lítið ráðið því, þar sem ég er oft á hótelum og bara einn valkostur í boði, eða í skólanum með brauð í nesti. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir ? Ég er veik fyrir öllu sem er bakað. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Að skipta út óhollustunni fyrir vörur sem eru lífrænt ræktaðar í stað þess að taka allt út. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Þetta er lífsstíll og er því stór hluti af lífi mínu og tek- ur næstum jafn mikið af tímanum mínum og skólinn. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Erfitt að segja þar sem ég er alltaf að meiða mig á heimskulegan hátt. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Þegar ég fer í ræktina sé ég oft fólk sem framkvæmir æfingar svo vitlaust, það leiðir að meiðslum og verkjum í líkamanum. Í þokkabót byrjar fólk oft allt of bratt í æf- ingunum í staðinn fyrir að trappa sig upp. Hver er erfiðasta mótherjinn á ferlinum? Ætli það sé ekki bara ég sjálf. Hvert var hámark ferilsins? Hann er ekki búinn ennþá. Skilaboð að lokum? Það er aukaæfingin sem skapar meistarann. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR HELGA MARÍA VILHJÁLMSDÓTTIR Erfiðasti mótherjinn er ég sjálf Helga María Vilhjálmsdóttir skíðakona. Chia fræ eru stútfull af hollustu. Þau innihalda prótein, trefjar, kalk, vítamín, omega fitusýrur og ýmis stein- og andoxunarefni. Þú getur stuðlað að mun heilsusamlegra mataræði eingöngu með því að bæta 1-2 matskeiðum af chia fræum við daglega neyslu. Mögnuð chia fræ* Einhvers staðar á bak við hrjúft og vel þjálfaðyfirborð íþróttakonu leynist lítil stelpa semvarð ástfangin af leiknum og leit aldrei til baka. Haltu áfram að spila fyrir þessa litlu stelpu. Mia Hamm Sérfræðingar hjá STOÐ aðstoða þig við val á hlífum Fæst einnig í vefverslun Stoðar og Trönuhrauni 8 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2885 stod@stod.is | www.stod.is | Opið kl. 8 - 17 virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.