Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 20
„Lago Maggiore skiptist á milli hér- aðanna Piemonte og Lombardia og er austurbakkinn í Piemonte en vesturbakkinn í Lombardia. Á aust- urbakkanum má finna bæi á borð við Stresa og Verbania og enn- fremur eyjarnar Isole Borromee sem samanstanda af nokkrum eyj- um, þ.e. Isola Bella, Isola Madre, Isola dei Pescatori og Isolino di San Giovanni. Lago Maggiore er rétti staðurinn til að upplifa stórfenglega náttúrufegurð með endalausum útivistarmöguleikum, hvort sem maður vill hjóla, sigla, hlaupa, fara á seglbretti eða sjóskíði, í gönguferð- ir eða einungis endurnærast við sundlaugarbakkann,“ segir Kjartan. LAGO MAGGIORE K jartan Sturluson heldur úti síðunni www.minitalia.is þar sem hann fjallar ít- arlega um Ítalíu með sér- stakri áherslu á mat og drykk. Hann hefur dálæti á landinu og eft- ir ófáar ferðir sínar þangað hefur hann safnað upplýsingum, fróðleik og reynslu um allt sem er ítalskt. Kjartan var átta ára gamall þegar hann ferðaðist fyrst til Ítalíu. Hann var staddur í lítilli verslun, nuðandi í móður sinni um að fá litla fótbolta- veifu í litum hins ítalska fótbolta- félags AC Milan. „Þegar ég var bú- inn að fá mömmu á mitt band kom stór og mikill Ítali aðvífandi, baðaði út höndunum eins og Ítölum einum er lagið og sagði „no, no, no,“. Hann vildi fyrir alla muni ekki láta mig kaupa þessa veifu. Þess í stað tók hann samskonar veifu í Juventus lit- unum, staðgreiddi veifuna og gaf litla stráknum frá Íslandi,“ segir Kjartan. „Upp frá þessum degi hef ég verið stuðnings- maður Juventus. Á ítölsku eru þeir gjarnan kallaðir „gli juventini“.“ Kjartan segir þetta hafa verið upphafið að ævintýri sem mundi endast hon- um ævina. „Í dag er ég mikill áhugamaður um Ítalíu, hvort sem það er matur, vín, land eða þjóð. Ég hef búið þrisvar sinnum í Mílanó á Ítalíu í fyrsta skiptið fór ég sem skiptistúdent í Bocconi-University, í annað skiptið þóttist ég vera að skrifa lokaritgerðina mína en gerði í rauninni ekki neitt nema að njóta lífsins og í þriðja sinn fór ég í meistaranám í viðskiptafræði við Bocconi-University,“ segir Kjartan sem útskrifaðist árið 2004 og hefur ferðast iðulega til Ítalíu síðan. FORFALLINN AÐDÁANDI ÍTALÍU Sjö bestu á Ítalíu ÞAÐ ER ÁN EFA SÉRSTAKUR SJARMI YFIR ÍTALÍU. KJARTAN STURLUSON ER MIKILL AÐDÁANDI OG NEFNIR HÉR OG SEGIR FRÁ SÍNUM UPPÁHALDSSTÖÐUM ÞAR Í LANDI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kjartan Sturluson „Liguria er þekkt sem ítalska ri- verían vegna fjölmargra strand- bæja sem þekja strandlengjuna beggja vegna við Genóa. Strandlengjan vestan við Ge- nóa kallast Riveria di Ponente en strandlengjan sem liggur í austur frá Genóa kallast Ri- veria di Levante. Það er sér- staklega skemmtilegt að þræða þann hluta sem kallast Riveria di Levante og upplifa fallega strandbæi á borð við Camogli, Portofino, Santa Margherita Ligure, Rapallo, Sestri Levante og síðast en ekki síst hið fræga og stórkostlega fjallasvæði Cin- que Terre,“ segir Kjartan. ÍTALSKA RIVÍERAN 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Ferðalög og flakk „Í Tórínó og víðar í héraðinu Piemonte er að finna söguleg heimkynni Savoy-fjölskyldunnar, fyrrverandi valdhafa landsins, sem skildu eftir sig stórkostlegar hallir og kastala frá miðöldum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Í því samhengi má t.d. nefna hallirnar Palazzo Reale, Palazzo Carignano og Palazzo Madama og kastalann Castello del Valentino. Í borg- inni er ennfremur að finna knattspyrnufélagið Juventus og er alveg þess virði að kíkja á spánnýjan heimavöll félagsins, sérstaklega þar sem það eru allir smá Juventini inn við beinið. Og fyrst maður er kominn til Tórínó á annað borð er tilvalið að heimsækja bæi á borð við Barolo, Barbaresco, Asti og Alba en þar eru framleidd mörg af bestu rauðvínum landsins úr þrúgum á borð við nebbiolo og barbera,“ segir Kjartan. TÓRÍNÓ OG NÁGRENNI „Ég hef búið í þrígang í borginni Mílanó og er hún einfaldlega borgin mín. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöpp- uð og notaleg. Það er upplifun að ganga um verslunargötur á borð við Via Montenapoleone og Via della Spiga; skoða vöruúrvalið, fólkið og jafnvel bílana. Dómkirkjan er mikilfengleg og mannlífið fjöl- breytt á dómkirkjutorginu. Mann- lífið er líka fjölbreytt við Naviglio Grande en þar er að finna enda- laust úrval af veitingastöðum, t.d. mæli ég með Officina 12, La Fab- brica og Pizzeria Premiata. Eftir góðan dag í Parco Sempione, stærsta almenningsgarði borg- arinnar, er vel þess virði að kíkja á hönnunarsafnið Triennale sem stendur við jaðar hans. Síðan er náttúrlega skylda fyrir hvern ein- asta unnanda góðrar knattspyrnu að kíkja á San Síró upplifa góðan nágrannaslag milli AC Milan og Int- er Mílanó,“ segir Kjartan. MÍLANÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.