Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Sveitasetur og -kot í Englandi *Mörgum hugnast vel hugmyndin um að dvelj-ast í hlýlegu koti eða reisulegu sveitasetri, ífríi á erlendum grundum. Enska sveitin laðart.d. fjölda fólks til sín í þessum erindagjörð-um árlega. Vefsíður eins og nationaltru-st.org.uk og english-heritage.org.uk, getaverið gagnlegar þeim sem hugmyndin heillar. Er þar bæði úr fjölda gististaða að velja og oft nærri söguslóðum, sem ekki er síðra. Í þjóðgarðinum í Manuel Antonio eru dýr af öllum stærðum og gerðum. Ókei, kannski ekki fílar, en m.a. nokkrar tegundir af eðlum og fiðrildum, froskar, leð- urblökur og letidýr, sem sofa 18 tíma á dag. Það heyrðust drunur í öskuröpum og smærri apar stukku um allt í trjánum við ströndina. Óp heyrðist þegar þeir nöppuðu sælgætispoka af einni frúnni. Gáfaðar skepnur. Mikið var buslað í sjónum. Eitt skiptið varð okkur litið til lands og sáum hóp þvottabjarna nálgast farangurinn okkar. Fólk hljóp til bjargar – ég líka. Þegar ég stuggaði einu dýrinu í burtu, glefsaði það í höndina á mér. Létti þegar ég heyrði að þvottabirnir hér væru ekki með hundaæði eins og í Bandaríkjunum. Seinna sneri flokkurinn aftur af því við voguðum okkur að opna dós með hnetum. Ég bægði for- ingjanum frá með miklu snarræði og hreysti. Þessu litla dýri sem reyndi að bíta mig. Þvottabirnirnir hér hafa ekki áður hitt afkomanda íslenskra víkinga. Pétur Blöndal Ströndin – svona á lífið að vera. Fjölskyldan á perluhvítri strönd. Gáfaðir apar og bíræfnir þvottabirnir Cappuchino api í hótelgarðinum. PÓSTKORT F RÁ KOSTARÍ KA ítarlegt safn greina og pistla um land og þjóð. Skipti engum togum að vefsíðan hlaut Nexpo-verðlaunin sem „Vef- síða ársins 2012“ í upphafi síðasta árs, en verðlaunin eru árlega veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á netinu. Mikilvægi þess að þekkja heimamenn Annað sem stofnhópurinn lagði mik- ið upp úr, við þróun vefjarins, var verðmæti þess að tengja saman ferðalanga og heimafólk. „Allir ferðalangar átta sig á gildi þess að A ð sögn Elmars Johnson framkvæmdastjóra má rekja upphafið að fyrir- tækinu til þess að stór vinahópur, sem samanstóð af ung- um Íslendingum sem áttu það með- al annars sameiginlegt að hafa verið iðnir við að ferðast, kom auga á glufu í markaðsumhverfinu þegar kom að skipulagningu ferðalaga ein- staklinga hingað til lands. „Hér var augljós skortur á miðlægu bókunar- kerfi fyrir alla þá vöru, afþreyingu og þjónustu sem er í boði innan ferðaiðnaðarins hér á landi. Við sáum tækifæri í að sameina þessa þætti á eitt miðlægt markaðstorg – sem myndi auðvelda ferðalöngum á leið til Íslands alla þeirra leit og kaup,“ segir Elmar. Hópurinn fékk strax nokkra aðila úr ferðaþjónustunni til liðs við sig, þ.e. aðila af öllum stærðum og gerð- um, sem sáu hag í að koma sér á framfæri á markaðstorginu. Vefsíð- unni www.guidetoiceland.is var síð- an hleypt af stokkunum í janúar 2013 en þar er að finna ógrynni upplýsinga um afþreyingu, vörur og þjónustu, sem stendur erlendum ferðamönnum til boða hér á landi, auk þess sem einnig er að finna þar þekkja einhvern innfæddan, sem þekkir vel til, í viðkomandi landi. Við áttuðum okkur líka á að það er hægara sagt en gert að komast í samband við Íslendinga, ef þú þekk- ir ekki til einhvers fyrir,“ segir Elmar. „Við bjuggum því til ferða- samfélagið „Contact a local“ en þar býðst öllum sem búsettir eru hér á landi, kostur á að taka þátt í ferða- iðnaðinum endurgjaldslaust,“ bætir hann við. Að sögn Elmars gefst þessum aðilum kostur á að fara í fríar ævintýraferðir og skapa sér tekjur, með því einu raunar að vera hjálpsamir og vingjarnlegir við þá ferðamenn sem setja sig í samband við þá. Önnur verðlaun og metheimsóknir Í dag er vefsíðan orðin að sam- starfsvettvangi yfir 80 aðila, bæði fyrirtækja og einstaklinga í ferða- þjónustu hér á landi. Henni hefur líka verið vel tekið af ferðalöngum en í janúar síðastliðnum var heim- sóknarmet slegið þegar yfir 100 þúsund notendur heimsóttu síðuna að staðaldri. Vörumerkið Guide to Iceland varð einnig nýverið eitt stærsta íslenska vörumerkið bæði á Facebook og Google+ en félagsnet vefsíðunnar á samfélagsmiðlum tel- ur nú yfir 180 þúsund fylgjendur. Það kemur því kannski ekki á óvart að fyrirtækið hlaut á dögunum Nexpo-verðlaunin öðru sinni, í þetta sinn sem „áhrifamesta fyrirtækið á samfélagsmiðlum 2013.“ Elmar er bjartsýnn á framtíðina en heimsóknum heldur áfram að fjölga og þátttakendur bætast við. „Við bjóðum alla velkomna í ferða- samfélagið okkar endurgjaldslaust. Þannig teljum við okkur færa ferða- iðnaðinn nær fólkinu í landinu,“ bætir hann við. Í lokin er við hæfi að spyrja hvernig starf framkvæmdastjóra slíks sprotafyrirtækis fari með hinu starfi Elmars, en hann er einnig læknir á Landspítalanum. „Þetta hefur gengið vonum framar. Bæði störfin innihalda áhugaverð og skemmtileg viðfangsefni – sem tvinnast ágætlega saman þrátt fyrir að vera ólík,“ segir hann léttur í bragði að endingu. VEFSÍÐAN WWW.GUIDETOICELAND Markaðstorg ferðalanga FYRIR RÍFLEGA ÁRI TÓK HÓPUR FERÐAGLAÐRA VINA SIG SAMAN OG ÝTTI ÚR VÖR FYRIRTÆKINU GUIDE TO ICE- LAND, SEM REKUR SAMNEFNDA VEFSÍÐU. ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR HEFUR VEGUR FYRIRTÆKISINS VAXIÐ HRATT OG HLAUT ÞAÐ Á DÖGUNUM SÍN ÖNNUR NEXPO-NETVERÐLAUN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Læknirinn Elmar segir síðuna auðvelda ferðafólki að kynnast heimamönnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.