Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 52
Í myndum 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 M alí er stórt land, tólf sinnum stærra en Ísland. En helmingurinn, nær allur norður-hlutinn, er nær óbyggileg og brennheit Sahara-eyðimörkin, og þar hafa Túregarnirbúið, ásamt arabískum bræðrum sínum, sem tóku bæði bókstafstrú og stefnuskrá Al Ka-ída upp á sína arma. Hvorum tveggju hefur þótt mikið á sinn hlut hallað við uppbyggingu landsins, þeim finnst þeir hafa verið afskiptir af stjórninni, sem situr langt fyrir sunnan í höf- uðborginni Bamakó. Svo þeir gripu til vopna í janúar 2012, og tíu mánuðum seinna var allur norðurhluti landsins undir þeirra ógnarstjórn, þar með taldar gömlu menningarborgirnar Gaó og Timbúktú. Fólk flúði unnvörpum, og fyrir ári voru 400 þúsund Malíbúar á vergangi, mest börn. Þar af hafði helmingurinn, um 200 þúsund manns, flúið land, þar af flestir, eða 70 þúsund til Márit- aníu, og 50 þúsund til Níger og Búrkína Fasó. Flestir fóru þó í skjól til höfuðborgar Malí, Ba- makó, en yfir 100 þúsund flóttamenn komu þangað og leituðu skjóls hjá vinum, ættingjum eða vandalausum sem buðu þeim þak yfir höfuðið. Fyrrihluta síðasta árs ákveða síðan norðanmenn að sækja suður, hertaka allt landið, og færa mannlífið aftur til miðalda, með sharíalögum, og tilheyrandi. Frakkar (gömlu nýlenduherrarnir) bregðast við og hafa forystu um að stöðva framrás uppreisnarmannanna, og tekst það eftir nokkurra vikna skærur og stríð. Síðastliðið haust tókst þeim, ásamt hermönnum frá Tsjad og Níger, undir fána SÞ, að ná öllu landinu aftur, nema smáfjallabút norðan við Kidal, sem enn er á valdi uppreisnarmanna. En flóttamannavandinn hverfur ekki á einni nóttu. Hægt og bítandi er ástandið þó að lagast, en það tekur tíma. Það sá ég á haustmánuðum, í minni þriðju ferð til landsins, og þeirri fyrstu eftir að borg- arastríðið hófst. Í höfuðborginni renna 100 þúsund flóttamenn saman við mann og annan, og þeir eiga bara eina heita ósk, að komast aftur heim. Byrja eðlilegt líf, yrkja jörðina, koma börnunum aftur í skólann, horfa á stjörnurnar heima, láta sig dreyma. Fáir eru eins gestrisnir, litríkir og glaðværir og þessar 15 milljóna manna menningarþjóðir sem saman byggja þetta landlukta Vestur-Afríkulýðveldi, Malí. Þrátt fyrir erfiðleika er stutt í gleði og leik hjá börnunum. 400 ÞÚSUND MALÍBÚAR Á VERGANGI Stríð og friður EKKI SPURNING; FÁ LÖND ERU EINS GEFANDI AÐ HEIMSÆKJA OG MALÍ. EN ÞAR BRÁ SKÝ FYRIR SÓLU ÁRIÐ 2012, ÞEGAR TÚREGAR OG ARABÍSKIR UPP- REISNARMENN, SEM HVORIR TVEGGJU BÚA Í NORÐURHLUTA LANDSINS, HER- TÓKU FYRST NORÐURHLUTANN OG SÓTTU SÍÐAN Í SUÐURHLUTANN ÞAR SEM BLÖKKUMENN, SEM TELJA YFIR 80% ÍBÚA ÞESSA RISASTÓRA LANDS, BÚA. Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson „Fyrir ári voru 400 þúsund Malíbúar á vergangi, mest börn.“ Drengur í bol með mynd af Obama.Flóttamenn eiga bara eina heita ósk, að komast aftur heim. Plastflöskur, þvegnar og endurnýttar. Þessi fallega stúlka gæddi sér á graut, þó eflaust ekki eins og við erum vön.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.