Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 15
ins og miklir möguleikar á að finna alls konar liti. Þar eru styrkir hljómar og skær- ir tónar og öllu þessu getur maður blandað saman. Sumir telja, jafnvel organistar, að það sé afskaplega einfalt að raða röddunum saman í hljóma. Kennari minn í Róm leit öðruvísi á það og taldi að þessi þáttur í orgelleiknum væri eitt það flóknasta sem til væri í allri tónlistinni. Orgelspilið er, eins og allur annar hljóðfæraleikur, afskaplega krefjandi, en það er einmitt þetta hversu flókið orgelspil er sem gerir það skemmti- legt. Þegar maður spilar á orgel spilar maður bæði með höndum og fótum og það þarf mikla æfingu og einbeitingu til að halda öllu í horfinu og fara ekki út af lag- inu, en það er einmitt það sem margir org- anistar óttast. Þetta minnir mig á það sem Páll Ísólfsson sagði eitt sinn: Þegar ég sest við hljóðfærið á tónleikum biðst ég fyrir í huganum og er þá mjög lítill karl.“ Fórst þú með bæn áður en þú spilaðir opinberlega? „Ég trúi á handleiðslu og hef alltaf reynt að hafa í huga frelsarann og almættið. Trú- in hefur fylgt mér frá því ég var krakki. Þegar við tveir bræðurnir vorum sex og sjö ára fengum við berkla, en bæði barnakenn- arinn og bakarinn í þorpinu voru með smit- andi berkla. Við bræðurnir þurftum aðeins að liggja í einar sex vikur þar til okkur batnaði. Ég man sérstaklega að þá settist móðir okkar, Ingibjörg Jónasdóttir, hjá okk- ur á kvöldin og lét okkur fara með bænir. Þegar ég svo gekk til spurninga hjá séra Árelíusi Níelssyni lét hann okkur læra sálm eftir Matthías Jochumsson, Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum … Hann lét okk- ur lofa sér því að fara með þennan bæn- arsálm á hverju kvöldi í viku en síðan þá hefur þessi sálmur verið mér í huga.“ Áttu þér önnur áhugamál en tónlistina? „Ég hef mikinn áhuga á lestri á góðum bókum en hljóðfærin tefja mig, ég er bæði með orgel og píanó á heimilinu og spila talsvert hvern einasta dag, svo ég les ekki eins mikið og ég vildi. Ég á mér einnig áhugamál sem ég verð að fá að nefna sem er dýravernd. Mér finnst slæmt til þess að hugsa hvað við mennirnir sýnum dýrum oft mikið tillitsleysi. Mér fannst til mikillar fyr- irmyndar í Bændaskólanum á Hvanneyri í sambandi við tamningaaðferðir sem Ingimar Sveinsson notaði og kenndi, þar sem hvorki mátti rykkja, slá eða sparka. Slíkir menn eru boðberar hreinnar gæsku. Ég átti góð- an vin austur á Neskaupstað, Ágúst Ár- mann Þorláksson organista, sem nú er lát- inn, en hann vildi ekki láta temja hest sinn því honum líkaði ekki þær aðferðir sem voru notaðar. Í dag hafa orðið miklar breytingar í sambandi við meðferð á dýrum og margt þokast í góða átt hjá mörgum, en sumir aðrir eru eins og þeir þroskist hæg- ar. Tökum svari dýranna, eins og ein þing- kona gerði fyrir ári á Alþingi okkar.“Morgunblaðið/Kristinn Orgelspilið er, eins og allur annar hljóðfæraleikur, af- skaplega krefjandi, en það er einmitt þetta hversu flókið orgelspil er sem gerir það skemmtilegt, segir Haukur. 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í NATUZZI umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar SÓFI: Model 2030 Quicktime
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.