Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 13
Refir í friðlandi Hornstranda vekja sífellt meiri áhuga ferðafólks. Nokkrir tugir koma á svæðið árlega, mest útlendingar, og freista þess að berja augum þetta eina, uppruna- lega íslenska landspendýr, í villtu umhverfi. Nokkrir hafa komið gagn- gert til landsins í þeim tilgangi að sjá ref, að sögn Esterar Rutar Unn- steinsdóttur, forstöðukonu Mel- rakkaseturs Íslands í Súðavík. Í sumar hefur boðað komu sína leiðangur frá breska ríkissjónvarp- inu, BBC, sem vinnur að gerð nátt- úrulífsmyndar, von er á tveimur öðr- um kvikmyndaleiðöngrum og fjórir þekktir, erlendir náttúrulífs- ljósmyndarar hafa boðað komu sína í sumar. Talið er að í Hornvík sé þétt- asta refabyggð í Evrópu. Ester Rut og samstarfsmenn hennar hafa síðustu ár unnið að ým- iskonar rannsóknum. Þær hafa leitt í ljós að einkvæni er algengast; að dýrin pari sig fyrir lífstíð en þó eru dæmi um „framhjáhald“; að feður séu fleiri en einn í sama goti. HORNSTRANDIR Melrakkinn laðar að 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hverju nýfæddu barni íGrundarfirði er fagnaðmeð lófataki við upphaf næsta bæjarstjórnarfundar. Sig- urborg Kr. Hannesdóttir, sem sett- ist í bæjarstjórn eftir kosningarnar 2010 sem oddviti L-listans, og varð forseti bæjarstjórnar, lagði þetta til og það hefur mælst vel fyrir að hennar sögn. Á fundum bæjar- stjórnar er lát- inna bæjarbúa líka minnst. „Eitt af því sem togaði mig inn í sveitar- stjórnarmálin var vitund mín um þau verð- mæti sem felast í góðu samfélagi. Þau birtast helst þegar fólk stend- ur saman á miklum gleði- og sorg- arstundum, en ég held við getum almennt gert betur við að rækta með okkur þá hugsun að þegar hópur býr á sama stað eru örlög allra að vissu leyti samofin. Þó að við séum ólík, höfum misjafnar skoðanir og eigum ekki endilega samleið í öllum málum tengjumst við og mér finnst að við mættum almennt vera meðvitaðri um að rækta þann þátt samfélagsins meira en verið hefur,“ segir Sig- urborg í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hugmyndina fékk Sigurborg skömmu fyrir fyrsta fund bæj- arstjórnar eftir kosningarnar 2010 og siðurinn var tekinn upp strax. „Við fögnum nýjum Grundfirð- ingum en minnumst líka genginna. Hugsunin er sú að hver einstakl- ingur er mikilvægur í samfélaginu og þetta eykur vitund okkar um hringrásina; líf slokknar og líf kviknar. Ég var svolítið feimin við þetta fyrst; smeyk um að fólki þætti það skrýtið og kannski þykir einhverjum það enn, en mér finnst fólk almennt kunna að meta þetta.“ Áður en gengið er til dagskrár á fundum rísa bæjarfulltrúar úr sæt- um þegar genginna er minnst. „Maður finnur samkennd, ekki síst þegar ungir kveðja eða andlát er sviplegt; mér finnst mikilvægt að við sem forystumenn bæjarfélags- ins gerum þetta því öll málefni samfélagsins eru meira og minna inni á okkar borði. Svo fögnum við með lófataki þegar nýr Grundfirð- ingur kemur í heiminn. Eftir að við tókum upp þennan sið gerði ég mér betur grein fyrir því hve íbúar af erlendu bergi brotnir eru dug- legir að fjölga Grundfirðingum. Það hefur oft verið nokkuð skondið þegar ég reyni að lesa upp nöfnin!“ Forseti tilkynnir að drengur eða stúlka hafi fæðst og segir frá því hverjir eru foreldrarnir. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg venja. Þetta er einn af þessum litlu hlutum sem láta kannski ekki mik- ið yfir sér, en eru dýrmætir.“ GRUNDARFJÖRÐUR Hverju nýfæddu barni fagnað með lófataki í bæjarstjórn SIGURBORG KR. HANN- ESDÓTTIR, FORSETI BÆJARSTJÓRNAR, KOM Á SKEMMTILEGRI VENJU Nokkrir Grundfirðingar fæddir í fyrra, frá vinstri og réttsælis: Ellen Alexandra Tómasdóttir, Jódís Kristín Jónsdóttir, Harpa Emilía Shelagh Björnsdóttir, Benedikt Æsir Markússon, Hersir Steini Fannarsson og Thelma Dís Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson Sigurborg Kr. Hannesdóttir Sigurður Bjarklind og Einar Hall- dórsson eru miklir útivistarmenn, hlaupa um og ganga á fjöll og hafa t.d. farið 240 sinnum upp á Ystuvík- urfjall í Eyjafirði, síðast á dögunum. „Við fórum fyrst á fjallið 2002 og ákváðum að fara a.m.k. einu sinni í mánuði en gerðum gott betur og eitt árið fórum við 32 ferðir,“ segir Sig- urður við Sunnudagsblaðið. „Margir eru hissa á því að við för- um svona oft á sama stað, en ástæð- ur eru fyrir því; þangað er stutt að fara, túrinn tekur um tvo tíma og við lítum á þetta sem góða æfingu. Við hlupum mikið á malbiki á árum áður en reynum nú að fara ótroðnar slóðir því það fer miklu betur með okkur. Svo er fjölbreytileikinn í fjallinu óendanlegur og lífríkið ótrúlegt; þarna er birkikjarr, fjalldrapi, einir og berjalyng, klettar og klappir, fjöldi mófugla, þrestir, auðnutitt- lingur, rjúpa, fálki og fýll.“ Þeir fara á Ystuvíkurfjall allan ársins hring, stundum er þar snjór eða klaki, jafnvel nánast ófært en að sumri eru stuttbuxur og bolur oft nægur fatnaður. Þeir þræða kinda- götur upp að sunnanverðu og fara niður að norðan. „Útsýnið er dásam- legt; við sjáum fram allan Eyjafjörð og út Hvanndalabjörg.“ Þau eru norðan við Ólafsfjörð. EYJAFJÖRÐUR Sigurður Bjarklind við vörðuna efst á Ystuvíkurfjalli í síðustu ferð. 240 ferðir á Ystuvíkurfjall Allir starfsmenn í stjórnsýslu Garðabæjar munu á árinu starfa um stund í þjónustuveri bæjarins; svara í síma og aðstoða fólk sem þangað kemur. Gunnar Einarsson bæjarstjóri reið á vaðið dag einn í vikunni. Garðabær, góðan dag Nýtt menningarhús í Vestmannaeyjum (í gamla Féló) verð- ur kallað Kvika og er þar m.a. vísað í uppsprettulind, brim, öldurót og bráðið berg. Eyjamenn lifa á hafinu, gosið 1973 er öllum í fersku minni og menningarlífið ætíð afar líflegt. Kvika í Eyjum Since 1921 Ég elska Weleda andlitsvörurnar Weleda vörurnar stuðla að heilbrigði húðarinnar. Hver einasta vörulína inniheldur eina lækningajurt sem er kjarni viðkomandi línu og er valin með tilliti til áhrifa hennar á húðina. Í samhljómi við mann og náttúru, lesið meira um vörurnar á www.weleda.is -Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.