Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014
HÚSGAGNAHÖLLIN V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O•
125.990
Fullt VeRð: 179.990
STANLEY La-Z-boy stóll.
Svart, hvítt, brúnt og vínrautt
leður á slitflötum.
B:81 D:94 H:103 cm.
Einnig í álæði á tilboðsverði
frá kr. 83.990
139.990
Fullt VeRð: 179.990
69.990
Fullt VeRð: 79.990
EMPIRE
La-Z-boy stóll.
Fæst í 3 litum litum.
B:80 D:70 H:102 cm.
RIALTO
La-Z-boy stóll.
Fæst í fjórum litum.
B:80 D:90 H:105 cm.
Einnig fáanlegur í áklæði
á tilboði frá kr.
REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK | AKUREYRI
Fjölskyldan Hvar? Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.Hvenær? Sunnudag kl. 14-16.
Nánar: Bjarni Ólafur Magnússon myndlistarmaður tekur á móti foreldrum í fylgd
skólabarna í vetrarfríinu og leiðir þau um sýningu sína sem er ævintýri líkust.
Myndlist með börnunum
F
lestir grunnskólar taka vetr-
arfrí annað hvort á haust-
önn og vorönn en sumir
hafa það aðeins á vorönn og
þá samfleytt og lengra. Aðrir
grunnskólar taka þó ekkert vetr-
arfrí og hætta þá fyrr á vorin í
staðinn. Umræðan um vetrarfrí
skýtur upp kollinum á hverju ári
og skiptar skoðanir eru á því meðal
starfsmanna skólans og foreldra.
Oft er erfitt fyrir foreldra að fá frí
frá vinnu og skera þarf af sum-
arleyfi til að nýta í vetrarfríið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
forstöðumaður mennta- og nýsköp-
unarsviðs hjá Samtökum atvinnu-
lífsins, segir að mestu máli skipti
að vetrarfríin séu samfelld og
skipulögð með löngum fyrirvara.
„Þetta hefur sína kosti og galla.
Mér finnst kosturinn vera sá að frí-
ið sé gagngert til þess að eyða góð-
um tíma með börnunum. Aðrir sem
geta ómögulega komist frá vinnu
hafa ef til vill leyst það með eldri
systkinum, öfum eða ömmum,“ seg-
ir hún. „Í Garðabæ, til dæmis, er
þetta vel skipulagt. Þar fer heil
vika í vetrarfrí og hefur verið
þannig í þónokkurn tíma. Garðbæ-
ingar nýta þetta vel og eru fjöl-
skyldur mikið á ferðinni. Fólk tek-
ur sér þá frí frá vinnu til að vera
með börnunum. Ég held að allt
sem stuðli að meiri samveru fjöl-
skyldunnar skili sér út í atvinnu-
lífið. Sáttari heimilisaðstæður, sátt-
ari starfsmaður.“ Hún leggur
áherslu á að sjálfstæði skóla sé
mikið en þetta verði að vera unnið í
tengslum við atvinnulífið.
„Atvinnulífið þarf líka að læra á
þessi vetrarfrí. Það tekur tíma að
festa það í sessi. Auðvitað er þetta
misjafnt eftir fyrirtækjum en það
er skipulag sem við biðjum um og
fyrirsjáanleiki.“
Gengur vel í Garðabæ
Brynhildur Sigurðardóttir,
starfandi skólastjóri
Garðaskóla, segir vetrar-
frí leik- og grunnskóla í
bænum hafa verið sam-
ræmd í meira en áratug
til að mæta þörfum fjöl-
skyldna. Fljótlega eftir að
svigrúm myndaðist fyrir
skólana til að hafa vetr-
arfrí var ákveðið að
hafa það heila viku í
febrúar. „Þetta hefur síðan togast
svolítið á. Nemendur og starfsfólk
kallar eftir því að fá uppbrot á
haustönn líka þar sem hún er löng
og óslitin en foreldrar hafa ekki
haft áhuga á því.“
Hún segir þó að stór hluti fjöl-
skyldna í Garðabæ nýti þessa viku
vel og þetta sé því orðin sterk
hefð.
„Að vísu skapar þetta ekki sömu
möguleika fyrir starfsmenn sem
eiga börn í öðrum sveitarfélögum
þar sem leyfin eru styttri. Það er
ýmislegt sem togast á.“
Þarf að samræma betur
Hrefna Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka for-
eldra, segir umræðuna um vetr-
arfrí koma upp á hverju ári. Oft
skapast ringulreið fyrir þá sem
eiga erfitt að taka sér frí og þurfa
þá að senda börnin í pössun eða
taka með sér í vinnuna. Fríið sé
ekki gert til þess. „Fólk hefur tal-
að um að vetrarfrí sé í sjálfu sér
ágætis hugmynd en það getur ver-
ið misauðvelt fyrir fólk að fá frí,“
segir hún. „Á Norðurlöndunum er
orðin mikil hefð fyrir vetrarfríi. Við
erum hins vegar mun seinni í
þessu og erum enn að venjast. Það
eru mjög margir sem eru farnir að
gera ráð fyrir þessu því þetta ligg-
ur fyrir að hausti þegar skóladaga-
tal er gefið út og því hægt að gera
ráðstafanir. Þetta frí er hugsað
sérstaklega fyrir börnin. En það
eru ekki allir sem eru í aðstöðu til
að taka frí, þrátt fyrir að vita af
þeim,“ segir Hrefna. „Þeir sem
taka sér frí þurfa þá að skera nið-
ur af sumarleyfinu sínu og þá
koma upp önnur vandamál, því þá
eru börnin líka í fríi. Sumum finnst
að skólafríin þurfi að passa betur
saman og samræmast við atvinnu-
lífið,“ segir Hrefna.
KJÖRIÐ TÆKIFÆRI FYRIR FJÖLSKYLDUR TIL AÐ VERA SAMAN
Tekur tíma að festa vetrarfrí í sessi
Margar fjöl-
skyldur nýta tæki-
færið og skella
sér norður á skíði
í vetrarfríinu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
VETRARFRÍ ERU NÚ Í FULLUM GANGI Í MÖRGUM GRUNN-
SKÓLUM EN MARKMIÐIÐ MEÐ ÞVÍ ER MEÐAL ANNARS AÐ
AUKA SAMVERUSTUNDIR FJÖLSKYLDNA. SKIPTAR SKOÐ-
ANIR ERU Á VETRARFRÍUM ENDA EKKI ALLIR SEM GETA
AUÐVELDLEGA TEKIÐ SÉR FRÍ FRÁ VINNU. SAMRÆMA
ÞURFI BETUR VIÐ ATVINNULÍFIÐ.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Í vetrarfríum flykkjast
fjölskyldur gjarnan út á
land og margir skella sér á
skíði á Akureyri. Skíðasvæð-
in fyrir norðan finna fyrir
mikilli aukningu, þannig eru
hótel og veitingastaðir vel
bókuð í kringum vetrarfrí í
skólum í Reykjavík. Þetta
segir Helga Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar.
„Aðsókn í alla afleidda þjónustu
eykst með sama takti. Þá er já-
kvætt að sveitarfélögin eru ekki
öll með vetrarfríin sín á sömu
dögum, það skiptir einnig
máli,“ segir hún. „Varðandi
Suður- og Vesturland, þ.e. ná-
grenni Reykjavíkur, þá er aukn-
ingin hvað mest hvað varðar að-
sókn í sumarbústaði og þess
háttar sem og lengri viðvera en
rétt yfir helgi.“
FJÖLSKYLDUFRÍ
Þessi ungi
drengur er
knár á
snjóbrett-
inu.
Mikill straumur út á land
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Brynhildur
Sigurðardóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Helga
Árnadóttir