Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 36
MARY KIES VAR FYRSTA KONAN TIL AÐ FÁ
EINKALEYFI FYRIR UPPFINNINGU 1809. SÍÐ-
AN ERU LIÐIN MÖRG ÁR OG UPPFINN-
INGAKONUR HAFA BÆTT HEIMINN
MEÐ HUGMYNDUM SÍNUM OG GERT
HANN ÖRUGGARI. NÚTÍMAUPP-
FINNINGAMAÐUR FINNUR UPP ÖPP
EÐA VEFSÍÐUR EN Í ÁRDAGA VORU
FUNDNIR UPP HLUTIR SEM VIÐ
GÆTUM VARLA VERIÐ ÁN.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
UPPFINNINGAR SEM BREYTTU HEIMINUM
Fundið upp
af konum
Mynd J. Howard Miller
af Geraldine Hoff Doyle
hefur veitt konum inn-
blástur í fjölda mörg ár.
Helen Greiner er nútíma-
uppfinningamaður en hún er
ein af helstu hetjum Irobot-
ryksugunnar sem fjölmörg
heimili um allan heim nota.
Greiner hefur einnig fundið
upp sprengjuvélmenni sem
lögregla og her notar til að
aftengja sprengjur.
Greiner útskrifaðist frá
MIT-skólanum og stofnaði fyr-
irtæki sem síðar gaf út hina heims-
þekktu Roomba, Scooba og Verro sem
er vélmenni sem þrífur sundlaugar.
Stephanie Kwolek fann upp Kevlar-efnið sem
meðal annars er notað í skotheld vesti og fékk
einkaleyfi fyrir efninu 1966. Hún er ein allra mesta
uppfinningakona samtímans og var tekin í frægð-
arhöll uppfinningamanna eftir 40 ára starf, varð
fjórða konan til að verða tekin þar inn. Kwolek varð
níræð fyrir skemmstu en enn má sjá hana á göngum
DuPont-stofnunnarinnar þar sem hún vann og fann
upp hið ótrúlega Kevlar-efni.
Kevlar-efnið
Græjur
og tækni
AFP
Snjalltannbursti á markað
Franska fyrirtækið Kolibree hefur sett á markað snjall-
tannbursta þar sem notendur fá greiningu á hverri tann-
burstun, beint í snjallsímann. Séu notendur burstans ekki
nógu góðir að bursta tennurnar kemur forritið
með tillögur að úrbótum – hvernig sé
betra að ná bæði Karíusi og Baktusi. Fyr-
irtækið kynnti snjalltannburstann á
stærstu raftækjasýningu heims og fékk
góðar undirtektir.
Svona stigar eru kannski ekki þekktir hér á landi en í Bandaríkjunum eru
þeir alls staðar og oftar en ekki leika þeir mikilvægt hlutverk í spennu-
myndum. Það var Anna Connelly sem fékk einkaleyfið 1897 fyrir þessu
öryggistæki og var það sett í öryggiskröfur bygginga fljótlega á eftir og er
þar enn.
Brunastiginn
Í upphafi
síðustu aldar
fór Mary And-
erson, þá 37 ára, til
New York í fyrsta
sinn en hún fæddist og
ólst upp í Alabama. Þar sá
hún að bílar fyrirmenna
þurftu að stoppa í hvert sinn
sem rigndi eða snjóaði. Hún
horfði og velti fyrir sér hvort
það væri ekki til einfaldari leið
en að stíga út úr bílnum með
tusku og þrífa gluggann. Hún
fór heim til Alabama með hugmynd í kollinum og lét
smíða fyrstu rúðuþurrkuna. Fékk hún einkaleyfi fyrir hug-
viti sínu 1903 til 17 ára en eftir að það rann út var bíla-
markaðurinn orðinn svo stór að rúðuþurrkan var orðinn
staðalbúnaður og hefur verið síðan 1922.
Rúðu-
þurrkan
Irobot-ryksugan