Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 2
SIGRÍÐUR THORLACIUS
SITUR FYRIR SVÖRUM
Hvað finnst þér um sigurlagið í
Eurovision?
Er það ekki bara ljómandi fínt? Ég verð að viðurkenna
að ég fylgdist ekki grannt með keppninni – en þeir
verða okkur til sóma. Þeir eru sætir, hressir og
skemmtilegir. Þeir munu gera þetta skemmtilegt og
gleðilegt. Til þess er leikurinn gerður ekki satt?
Er eitthvað sem fólk veit ekki um þig?
Ég er með þrálátan fasteigna-áhuga. Ég skoða fasteignavefi
í hverri viku – þetta geri ég jafnvel til að slaka á. Ég verð
undarlega æst yfir því þegar einhver mér kunnugur er að
leita sér að fasteign, þá fer ég af stað og byrja að skipta
mér af. Þetta er mjög undarlegt áhugamál í ljósi þess að ég
bý í 35 fermetra íbúð og ekkert á leiðinni þaðan.
Hvaða rútínu hefurðu áður en þú stígur á svið?
Ég reyni að koma mér ekki upp of heilagri rútínu – það er að
segja ekki rútínu sem ég verð háð. Svona til að búa mér ekki til
einhverja þráhyggjuhegðun. Ég gæti alveg átt það til að bíta í
mig að hlutirnir þurfi að vera ALLTAF svona og hinsegin án
nokkurrar ástæðu. Ég hins vegar vil alltaf eiga nokkrar mín-
útur alveg alein, bara til að tæma hugann og fara yfir hlutina
mína í einrúmi. Þá reyni ég að sjá fyrir mér hvað það er sem ég
er að fara að gera og hvernig ég ætla að gera það.
Hvert yrði síðasta lagið sem þú myndir hlusta á
ef þau yrðu ekki fleiri og af hverju?
Það fer svolítið eftir stað og stund og ástæðu þess að lögin yrðu
ekki fleiri. Ég mundi þó gjarnan vilja heyra einhverja stórkostlega
söngkonu syngja fyrir mig aríuna Casta Diva úr Normu eftir Bellini –
mætti gjarnan vera Cecilia Bartoli. Þegar ég heyri þessa aríu þá man ég af
hverju mig langaði að verða óperusöngkona á sínum tíma – og fæ að sjálf-
sögðu nokkur tár í augun mín.
Hvað er á döfinni?
Lífið er á döfinni eins og venjulega. Tveggja vikna Evrópuferð með hljómsveit-
inni Hjaltalín nú í lok febrúar og inn í miðjan mars – byrjar í Osló hvar norrænu
tónlistarverðlaunin verða afhent. Það verður örugglega gott og fallegt. Svo
kemur vor og svo sumar og svo haust og aftur vetur. Þessu fylgja hin og þessi
verkefni. Ekkert stress.
Langaði að
verða óperu-
söngkona
M
orgunblaðið/Á
rni Sæ
berg
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014
SVAR Á konudaginn var ég á sjó á en Lions-
klúbburinn heima á Reyðarfirði kom alltaf
með túlípana heim til allra sjómannskvenn-
anna. Þetta var mikil tilhlökkun og spenna.
Sigmar Ólafsson, 86 ára.
SVAR Já, ég kaupi blóm handa móður minni.
Guðni Helgason, 39 ára.
SVAR Nei, en ég kaupi stundum blóm eða
eitthvert fallegt smotterí fyrir mömmu.
Bjarmi Fannar, 27 ára.
SVAR Nei. Engin hefð, einu skiptin sem ég
fékk frí frá heimilisverkunum var á jólunum.
Anna Lára Guðjónsdóttir, 40 ára.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
SPURNING VIKUNNAR HEFUR ÞÚ EINHVERJA HEFÐ Á KONUDEGINUM?
BLAÐIÐ
76%
FÓLKS Í
SAMBÖNDUM Í
BANDARÍKJUNUM
LEYNA ÚTGJÖLDUM
FYRIR MAKA SÍNUM.
Heimild: National Endowment for Financial Education.
Forsíðumyndina tók
Jasin Boland
Óperan sterkasta
listformið
Þóra Einarsdóttir var
upp með sér eftir að
vera beðin um að syngja
titilhlutverkið í óp-
erunni Ragnheiði sem
fer fram í Hörpu 54
Smart í baðherbergið
Það gerir mikið fyrir bað-
herbergið að hafa það
notalegt og til þess þarf
fallega muni 26
Hollir og góðir safar
Ragnheiður Bogadóttir
gefur uppskrift að dýr-
indis góðum drykkjum,
tilvaldir í morgunmat
eða milli mála 30
Myndaþáttur frá Malí
Glæsilegar en jafnframt átakanlegar myndir eft-
ir Pál Stefánsson ljósmyndara en hann hlaut
verðlaun fyrir ljósmynd ársins á dögunum 52