Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 30
L ögmaðurinn og flugfreyjan Ragnheiður Bogadóttir eyðir ekki miklum tíma í matargerð. Hún segir matinn á heim- ilinu vera frekar hollan og einhæfan en þó hefur matará- huginn látið á sér kræla að undanförnu. „Ég hélt til dæm- is að það væri voðalega mikið mál að hafa fisk í matinn og að ég myndi klúðra því. En síðan fór ég að prófa mig áfram um daginn og það heppnaðist bara ansi vel hjá mér,“ segir Ragnheiður, gjarnan kölluð Ragga Boga. „Það nýjasta á einfalda matseðlinum mínum er því soðinn lax, soðnar litlar íslenskar kartöflur, létt soðið blómkál og gulrætur. Síðan bræði ég smásmjör og helli yfir laxinn, set smásalt og kreisti sítrónu yfir. Einfalt, ferskt og him- neskt á bragðið.“ Ragga segist hafa alist upp við þennan týpíska íslenska mat. Hún var vön að fá fisk, kartöflur og gulrætur. „Síðan stappaði maður þessu saman og setti smjör yfir. Í desert var oft bláberja- súpa frá Vilko og tvíbökur brotnar yfir. Ég var líka alin upp við að borða hjörtu með sveskjum inni í og lifur og finnst það rosalega gott með brúnni sósu. Mamma tók gjarnan svona hippatímabil og tók út kjötvörur. Þá eldaði hún ýmsar tegundir af baunum og lagði sojakjöt í bleyti sem hún kryddaði með ýmsum kryddtegundum. Í dag hlær hún að þessu og segir þetta tímabil hafa verið þegar við borðuðum pappann!“ segir Ragga og hlær. „En það var ávallt mik- ið lagt upp úr því að fjölskyldan snæddi saman kvöldverð. Hvort sem það var helgi eða virkur dagur var alltaf lagt fínt á borð, servíettur og kertaljós. Við sátum alltaf lengi við borðið, spjöll- uðum og hlógum og stundum var jafnvel rifist,“ rifjar hún upp og minnir þetta ef til vill á ítalska fjölskyldu. Ragga er mikið fyrir mexíkóskan mat og er þá taco með risa- rækju og miklu af guacamole í uppáhaldi. „Annars elska ég líka sushi, sashimi og humar,“ segir hún að lokum. Morgunblaðið/Þórður BORÐAR EINFALDAN EN HOLLAN MAT HEIMA VIÐ Eins og ítölsk fjölskylda RAGGA BOGA ER MIKIÐ Í HOLLUSTUNNI OG HEFUR VERIÐ AÐ FÁ ÁHUGA Á MATARGERÐ AÐ UNDANFÖRNU. FISKUR ER Í MIKLU UPPÁ- HALDI HJÁ HENNI ENDA ÓLST HÚN UPP Á HEIMILI ÞAR SEM LAGT VAR UPP ÚR ÞVÍ AÐ SNÆÐA EKTA ÍSLENSKAN HEIMILISMAT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ragga starfar sem flugfreyja í sumar hjá Icelandair og hlakkar hún til að ferðast til ýmissa borga og upplifa ævintýri. Matur og drykkir Bólguvaldandi fæða Banani er ein þeirra fæðutegunda sem geta verið bólgumyndandi. *Það skiptir máli hvað þú setur ofan í þig oggetur bólgumyndandi matur haft alvarlegar af-leiðingar fyrir líkamann til lengdar. Bólguein-kenni fylgja mörgum sjúkdómum á borð viðgigt, bólgur í æðum og meltingarvegi og fleira.Bólguvaldandi fæða er til að mynda rautt kjöt,hveiti, maís, koffín, bananar, mjólkurvörur, reyktur matur, mettuð fita og mettaðar olíur. Svo eitthvað sé nefnt. Hugsum um mataræðið. HÚS DJÚS 4 stórar gulrætur 1 greip 1 grænt epli engifer eftir smekk ½ agúrka Aðferð: Hýðið tekið af hrá- efninu og sett í safapressu. SÁ GRÆNI 400 ml kókosmjólk 1 banani 1 kíví 1 epli 2 stangir af sellerí 1 pera Frosið mangó Lúka af spínati 1 teskeið maca duft 1 teskeið hveitigras ½ lárpera Aðferð: Allt sett í blandara. Þetta er þykkur og sað- samur drykkur sem gefur manni góða orku fyrir dag- inn. Hægt er að bæta við vatni eftir þörfum til að þynna aðeins. Hollir og góðir safar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.