Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 59
23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sjón hlaut eins og kunnugt er Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hina frábæru skáldsögu sína Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til. Bókin fékk frábæra dóma og fjölmargir lesendur hafa á henni mikið dá- læti. Bókin er nú komin út í kilju og er vitanlega skyldulesn- ing fyrir bókmenntaunnendur. Árið er 1918 og það er Kötlugos og svo tekur spánska veikin við. Hinn sextána ára samkynhneigði Máni Steinn lifir og hrærist í heimi kvik- myndanna. Frábær myndræn skáldsaga og afar fallega skrif- uð. Skáldsagan hefst á djörfum upphafskafla og höfundur lokar sögunni svo sérlega vel í síð- ustu setningum verksins. Verðlaunabók Sjóns Þríleikur skáldkonunnar Hanne-Vibeke Holst um konur og völd sem oft er kenndur við Christians- borg hefur vakið áhuga margra gegnum árin – ekki síst eftir fádæma vinsældir dönsku sjónvarps- seríunnar Borgen. Önn- ur bókin í seríunni, Kon- ungsmorðið, mun koma út í mars hjá Forlaginu og fylgir eftir Krónprinsess- unni sem endurútgefin var í fyrra. Sögusviðið er meðal annars danska þing- ið, baktjaldamakk í ýmsum kreðsum samfélagsins og heimilislíf stjórnamála- mannanna þar sem ým- islegt kraumar undir sett- legu yfirborðinu. Konungsmorðið, önnur bók Hanne-Vibeke Holst í þrí- leik er væntanleg á íslensku. Morgunblaðið/Árni Sæberg DANSKA ÞINGIÐ OG BAKTJALDAMAKK Það telst alltaf til tíðinda þegar Þórarinn Eldjárn sendir frá sér bók, en nú er einmitt að fara að líða að því. Von er á nýrri ljóðabók eftir hann nú í apríl. Þórarinn sendi síðast frá sér ljóðabókina Vísnafýsn árið 2010. Í nýju bókinni er ljóð af ýmsum toga; háttbundin og óbundin, prósaljóð en einnig þýðingar Þórarins á ljóðum sem verið hafa í „umferð“ en aldrei birst á prenti fyrr. Þórarinn á sér fjölmarga aðdáendur, enda frumlegur og skemmtilegur höfundur og sérlega orð- fimur. Það er því sannarlega til mikils að hlakka. NÝ LJÓÐ FRÁ ÞÓRARNI Ný ljóðabók eftir Þórarin Eldjárn kemur út í apríl. Ný bók eftir danska spennu- sagnahöfundinn Jussi Adler Ol- sen, Marco-áhrifin, er líkleg til vinsælda. Bókin er spennandi, eins og bækur Adler Olsens eru allajafna, en höfuðkostur bókarinnar er einkar áhuga- verð aðalpersóna, unglings- strákurinn Marco sem er bæði á flótta undan glæpagengi og lögreglunni. Höfundinum þykir greinilega afar vænt um hina ungu söguhetju sína og sagan er því furðu hlý á köflum. Ung og hug- rökk söguhetja á flótta Verðlaunabók Sjóns og dönsk spenna NÝJAR BÆKUR HINN DANSKI JUSSI ADLER OLSEN Á SÉR FASTAN LESENDAHÓP SEM HLÝTUR AÐ FAGNA NÝRRI BÓK HANS SEM ER ANSI SPENNANDI OG TÍÐ- INDAMIKIL. HIN FRÁBÆRA VERÐLAUNABÓK SJÓNS, MÁNASTEINN, ER SVO KOMIN Í KILJU. YNGSTU LESENDUR FÁ BÆKUR VIÐ SITT HÆFI OG LÍFSSTÍLSFÓLK FÆR SÍNA HEILSUBÓK. 5:2 mataræðið eftir dr. Michael Mosley og Mimi Spencer er bók um það hvernig er hægt að grennast og bæta heilsuna. Mosley gerði heim- ildarþátt um 5: 2 mataræðið fyrir BBC og sá þáttur var sýndur hér á landi og vakti mikla athygli. Í bókinni eru einfaldar uppskriftir með ná- kvæmum útreikningum á hitaein- ingum og ýmiss konar ráð og upp- lýsingar. Leið til að bæta heilsuna Bókaútgáfan Bókabeitan hefur endur- útgefið þrjár barnabækur eftir Björn Daníelsson, skólastjóra á Sauðárkróki, og er útgáfan gerð í samvinnu við fjölskyldu Björns og vini. Björn hafði einlægan áhuga á lestrarnámi nemenda sinna og bækurnar, sem ætlaðar eru byrj- endum í lestri, eru Puti í kexinu, Krummahöllin og Strandið í ánni, allar skemmtilega myndskreyttar. Bækur fyrir byrjendur í lestri *Margt fólk á heiðarleika sinn að þakkaþeirri staðreynd að það er heimskt.Fjodor Dostojevskí BÓKSALA 13.-19. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 2 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 3 HHhHLaurent Binet 4 Veistu hvað ég elska þig mikið ?Sam McBratney 5 5:2 MataræðiðMichael Mosley / Mimi Spencer 6 Skrifað í stjörnurnarJohn Green 7 ÓskalistinnGrégoire Delancourt 8 5:2 Mataræðið með Lukku í HappUnnur Guðrún Pálsdóttir 9 MánasteinnSjón 10 Iceland small world lítilSigurgeir Sigurjónsson Vasabrotsbækur - skáldverk 1 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 2 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 3 HHhHLaurent Binet 4 ÓskalistinnGrégoire Delacourt 5 SandmaðurinnLars Kepler 6 LygiYrsa Sigurðardóttir 7 ÓlæsinginnJonas Jonasson 8 MánasteinnSjón 9 SkuggasundArnaldur Indriðason 10 Korku sagaVilborg Davíðsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Ýmsir hafa áhuga á draumum og túlkunum á þeim. Í byrjun mars er væntanleg hjá bókaforlaginu Draumsýn bókin Táknmál drauma. Höf- undur hennar er Sigrún Gunn- arsdóttir miðill og reikimeistari, en hún hefur í vinnu sinni unnið með drauma. Í bókinni fjallar Sigrún meðal annars um eðli drauma og táknmál þeirra. Hún fjallar sérstaklega um þá drauma sem hún segir vera guðlega leiðsögn og táknmál þeirra og hvernig nota má það til að skilja drauma. LEYNDARDÓMAR DRAUMANNA Ný bók um táknmál drauma er væntanleg í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.