Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 49
Aðalleikarar Everest, Jake Gyllenhaal og Josh Brolin, eru báðir mættir til leiks og ber Baltasar þeim vel söguna. „Josh kom strax til Nepal en Jake er nýkominn hingað til Ítalíu. Miklir öð- lingar, báðir tveir. Leikarahópurinn er almennt mjög góður og spenntur fyrir verkefninu. Við Josh höfum smollið vel saman. Hann er einstakt ljúfmenni og mjög gaman að vinna með honum. Við höfum til dæmis verið leika okkur að því að renna okkur niður brekkurnar hérna í ölpunum á sleðum eftir tökur á kvöldin. Eins og tíu ára krakkar.“ Hann skellir upp úr. „Annars er Josh Brolin eiginlega ennþá frægari en ég hafði gert mér grein fyrir. Við tókum meðal annars upp atriði í búddaklaustri í Nepal og þar hópuðust munkarnir að Josh og vildu fá mynd af sér með honum. Þekktu allar myndirnar hans. Fyr- irfram hefði maður ekki búist við því að mikið væri horft á Men in Black í búddaklaustrum í Nepal!“ 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 kvikmynd í Hollywood? „Ertu frá þér? Það var ekki einu sinni fjarlægur draumur. Að vísu ætlaði ég ekki að verða kvikmyndagerðarmaður þá, heldur dýralæknir. Eftir að ég var kominn í leik- listarskólann flögraði þetta ekki heldur að mér. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að gera kvikmyndir að ég fór að gæla við þennan möguleika. Það er eins og það er, til þess að komast á áfangastað þarf hugs- unin að ná utan um ferðalagið. Kannski er þetta spurning um viðhorf? Menn voru allt- af að fara út að meika’ða og sneru heim með skottið milli fótanna. Ég fór aldrei út til að meika’ða. Bara til að vinna, eins og hver annar togarasjómaður. Og kom svo heim aftur. Oft er talað um Hollywood eins og hlið sem gengið er í gegnum. Ann- aðhvort slærðu í gegn eða kemur öfugur út til baka. Það er tóm vitleysa, Hollywood er bara hugarástand. Ég get alveg eins gert Hollywood-mynd á Íslandi eins og í Kali- forníu.“ Þú ert kominn í þá stöðu úti að geta val- ið og hafnað verkefnum, ekki satt? „Jú, ég hef hafnað þónokkrum verkefnum sem ekki hafa höfðað til mín. Sá á kvölina sem á völina og freistingarnar geta verið miklar. Það er lúxusvandamál og frábært að eiga möguleika á því að gera það sem mig langar að gera, svo sem Everest og Víkingamyndina. Verkefni sem maður brennur fyrir. Mér var boðið að gera Fast & Furious 7, 240 milljón dollara mynd, og það þarf sterk bein til að segja nei við því enda óhemju laun í boði og aðgengi að öll- um tækjum og leikföngum í heiminum. En það er ekki þangað sem ég stefni með leik- stjóraferil minn.“ Þarna talar listamaðurinn í þér! „Já, ætli það ekki.“ Hann hlær. Snillingur eða fáviti Contraband og 2 Guns gengu báðar ljóm- andi vel. Finnurðu fyrir pressu við gerð Everest? „Að sjálfsögðu. Því hærra sem maður fer upp fjallið þeim mun meiri verður loft- þrýstingurinn. Auðvitað er pressa á mér. Maður verður hins vegar bara að leiða það hjá sér. Gott og vel, það eru 50-60 milljónir doll- ara undir en þetta er samt bara bíómynd. Ég get ekki lifað í stöðugum ótta um það hvort mér gangi vel eða mistakist. Ég vil ekki vinna í angist. Það hlýtur að koma niður á gæðunum. Þessi bransi er í eðli sínu öfgakenndur. Þú ert annaðhvort snill- ingur eða fáviti. Jafnvel hvort tveggja í senn. Maður verður að sætta sig við það. Ég veit að ég er að upplifa draum ansi margra og fyrir vikið kynnist maður ekki bara þakklæti heldur líka afbrýðisemi. En eins og þeir segja: Þolirðu ekki hitann, komdu þér þá út úr eldhúsinu!“ Og þú ert ekkert á leið út úr eldhúsinu? „Nei, vonandi ekki. Ég hef lagt á mig ómælda vinnu til að komast þangað sem ég er í dag og á margt ógert. Mig langar ekki bara að gera meira, heldur líka betur.“ „Balti okkar“ Þú nefnir afbrýðisemi. Hvernig upplifðirðu viðbrögð fólks hérna heima við velgengni þinni? „Ég var að tala almennt, ekki bara um Ísland. Sjálfsagt öfunda mig einhverjir heima á Íslandi eins og annars staðar. Við því er ekkert að gera. Ég er að upplifa minn draum og það eru ekki allir í þeim sporum. Það getur kallað fram reiði og af- brýðisemi hjá fólki. Ég finn hins vegar ekki annað en hinn almenni Íslendingur samgleðjist mér og sé jafnvel stoltur af mér. Fólk þreytist alla vega ekki á því að segja við mig falleg orð og hvetjandi. Það er góð tilfinning. Þetta upplifi ég mun sterkar en áður, eins og þegar ég var í fyrsta skipti kallaður „Balti okkar“ í blaði. Ég gat hlegið að því en þótti um leið ákaf- lega vænt um það. Maður hittir sjaldan fólk sem tengir betur við uppruna sinn en Íslendingar og þess vegna er þetta senni- lega ennþá þýðingarmeira. Eins og að fá klapp á bakið frá móður sinni.“ Ljósmynd/Jasin Boland Ljósmynd/Pamela Cortes Bruna Baltasar Kormákur veitir Drekaverð- laununum viðtöku á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Gautaborg á dögunum. Baltasar Kormákur við tökur á kvikmynd- inni Everest í Nepal. Munkarnir vildu fá mynd af sér með Brolin Josh Brolin Jake Gyllenhaal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.