Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 HÚSGAGNAHÖLLIN V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O• 125.990 Fullt VeRð: 179.990 STANLEY La-Z-boy stóll. Svart, hvítt, brúnt og vínrautt leður á slitflötum. B:81 D:94 H:103 cm. Einnig í álæði á tilboðsverði frá kr. 83.990 139.990 Fullt VeRð: 179.990 69.990 Fullt VeRð: 79.990 EMPIRE La-Z-boy stóll. Fæst í 3 litum litum. B:80 D:70 H:102 cm. RIALTO La-Z-boy stóll. Fæst í fjórum litum. B:80 D:90 H:105 cm. Einnig fáanlegur í áklæði á tilboði frá kr. REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK | AKUREYRI Fjölskyldan Hvar? Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.Hvenær? Sunnudag kl. 14-16. Nánar: Bjarni Ólafur Magnússon myndlistarmaður tekur á móti foreldrum í fylgd skólabarna í vetrarfríinu og leiðir þau um sýningu sína sem er ævintýri líkust. Myndlist með börnunum F lestir grunnskólar taka vetr- arfrí annað hvort á haust- önn og vorönn en sumir hafa það aðeins á vorönn og þá samfleytt og lengra. Aðrir grunnskólar taka þó ekkert vetr- arfrí og hætta þá fyrr á vorin í staðinn. Umræðan um vetrarfrí skýtur upp kollinum á hverju ári og skiptar skoðanir eru á því meðal starfsmanna skólans og foreldra. Oft er erfitt fyrir foreldra að fá frí frá vinnu og skera þarf af sum- arleyfi til að nýta í vetrarfríið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköp- unarsviðs hjá Samtökum atvinnu- lífsins, segir að mestu máli skipti að vetrarfríin séu samfelld og skipulögð með löngum fyrirvara. „Þetta hefur sína kosti og galla. Mér finnst kosturinn vera sá að frí- ið sé gagngert til þess að eyða góð- um tíma með börnunum. Aðrir sem geta ómögulega komist frá vinnu hafa ef til vill leyst það með eldri systkinum, öfum eða ömmum,“ seg- ir hún. „Í Garðabæ, til dæmis, er þetta vel skipulagt. Þar fer heil vika í vetrarfrí og hefur verið þannig í þónokkurn tíma. Garðbæ- ingar nýta þetta vel og eru fjöl- skyldur mikið á ferðinni. Fólk tek- ur sér þá frí frá vinnu til að vera með börnunum. Ég held að allt sem stuðli að meiri samveru fjöl- skyldunnar skili sér út í atvinnu- lífið. Sáttari heimilisaðstæður, sátt- ari starfsmaður.“ Hún leggur áherslu á að sjálfstæði skóla sé mikið en þetta verði að vera unnið í tengslum við atvinnulífið. „Atvinnulífið þarf líka að læra á þessi vetrarfrí. Það tekur tíma að festa það í sessi. Auðvitað er þetta misjafnt eftir fyrirtækjum en það er skipulag sem við biðjum um og fyrirsjáanleiki.“ Gengur vel í Garðabæ Brynhildur Sigurðardóttir, starfandi skólastjóri Garðaskóla, segir vetrar- frí leik- og grunnskóla í bænum hafa verið sam- ræmd í meira en áratug til að mæta þörfum fjöl- skyldna. Fljótlega eftir að svigrúm myndaðist fyrir skólana til að hafa vetr- arfrí var ákveðið að hafa það heila viku í febrúar. „Þetta hefur síðan togast svolítið á. Nemendur og starfsfólk kallar eftir því að fá uppbrot á haustönn líka þar sem hún er löng og óslitin en foreldrar hafa ekki haft áhuga á því.“ Hún segir þó að stór hluti fjöl- skyldna í Garðabæ nýti þessa viku vel og þetta sé því orðin sterk hefð. „Að vísu skapar þetta ekki sömu möguleika fyrir starfsmenn sem eiga börn í öðrum sveitarfélögum þar sem leyfin eru styttri. Það er ýmislegt sem togast á.“ Þarf að samræma betur Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka for- eldra, segir umræðuna um vetr- arfrí koma upp á hverju ári. Oft skapast ringulreið fyrir þá sem eiga erfitt að taka sér frí og þurfa þá að senda börnin í pössun eða taka með sér í vinnuna. Fríið sé ekki gert til þess. „Fólk hefur tal- að um að vetrarfrí sé í sjálfu sér ágætis hugmynd en það getur ver- ið misauðvelt fyrir fólk að fá frí,“ segir hún. „Á Norðurlöndunum er orðin mikil hefð fyrir vetrarfríi. Við erum hins vegar mun seinni í þessu og erum enn að venjast. Það eru mjög margir sem eru farnir að gera ráð fyrir þessu því þetta ligg- ur fyrir að hausti þegar skóladaga- tal er gefið út og því hægt að gera ráðstafanir. Þetta frí er hugsað sérstaklega fyrir börnin. En það eru ekki allir sem eru í aðstöðu til að taka frí, þrátt fyrir að vita af þeim,“ segir Hrefna. „Þeir sem taka sér frí þurfa þá að skera nið- ur af sumarleyfinu sínu og þá koma upp önnur vandamál, því þá eru börnin líka í fríi. Sumum finnst að skólafríin þurfi að passa betur saman og samræmast við atvinnu- lífið,“ segir Hrefna. KJÖRIÐ TÆKIFÆRI FYRIR FJÖLSKYLDUR TIL AÐ VERA SAMAN Tekur tíma að festa vetrarfrí í sessi Margar fjöl- skyldur nýta tæki- færið og skella sér norður á skíði í vetrarfríinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson VETRARFRÍ ERU NÚ Í FULLUM GANGI Í MÖRGUM GRUNN- SKÓLUM EN MARKMIÐIÐ MEÐ ÞVÍ ER MEÐAL ANNARS AÐ AUKA SAMVERUSTUNDIR FJÖLSKYLDNA. SKIPTAR SKOÐ- ANIR ERU Á VETRARFRÍUM ENDA EKKI ALLIR SEM GETA AUÐVELDLEGA TEKIÐ SÉR FRÍ FRÁ VINNU. SAMRÆMA ÞURFI BETUR VIÐ ATVINNULÍFIÐ. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Í vetrarfríum flykkjast fjölskyldur gjarnan út á land og margir skella sér á skíði á Akureyri. Skíðasvæð- in fyrir norðan finna fyrir mikilli aukningu, þannig eru hótel og veitingastaðir vel bókuð í kringum vetrarfrí í skólum í Reykjavík. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. „Aðsókn í alla afleidda þjónustu eykst með sama takti. Þá er já- kvætt að sveitarfélögin eru ekki öll með vetrarfríin sín á sömu dögum, það skiptir einnig máli,“ segir hún. „Varðandi Suður- og Vesturland, þ.e. ná- grenni Reykjavíkur, þá er aukn- ingin hvað mest hvað varðar að- sókn í sumarbústaði og þess háttar sem og lengri viðvera en rétt yfir helgi.“ FJÖLSKYLDUFRÍ Þessi ungi drengur er knár á snjóbrett- inu. Mikill straumur út á land Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Brynhildur Sigurðardóttir Hrefna Sigurjónsdóttir Helga Árnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.