Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Page 18
Ferðalög og flakk Sveitasetur og -kot í Englandi *Mörgum hugnast vel hugmyndin um að dvelj-ast í hlýlegu koti eða reisulegu sveitasetri, ífríi á erlendum grundum. Enska sveitin laðart.d. fjölda fólks til sín í þessum erindagjörð-um árlega. Vefsíður eins og nationaltru-st.org.uk og english-heritage.org.uk, getaverið gagnlegar þeim sem hugmyndin heillar. Er þar bæði úr fjölda gististaða að velja og oft nærri söguslóðum, sem ekki er síðra. Í þjóðgarðinum í Manuel Antonio eru dýr af öllum stærðum og gerðum. Ókei, kannski ekki fílar, en m.a. nokkrar tegundir af eðlum og fiðrildum, froskar, leð- urblökur og letidýr, sem sofa 18 tíma á dag. Það heyrðust drunur í öskuröpum og smærri apar stukku um allt í trjánum við ströndina. Óp heyrðist þegar þeir nöppuðu sælgætispoka af einni frúnni. Gáfaðar skepnur. Mikið var buslað í sjónum. Eitt skiptið varð okkur litið til lands og sáum hóp þvottabjarna nálgast farangurinn okkar. Fólk hljóp til bjargar – ég líka. Þegar ég stuggaði einu dýrinu í burtu, glefsaði það í höndina á mér. Létti þegar ég heyrði að þvottabirnir hér væru ekki með hundaæði eins og í Bandaríkjunum. Seinna sneri flokkurinn aftur af því við voguðum okkur að opna dós með hnetum. Ég bægði for- ingjanum frá með miklu snarræði og hreysti. Þessu litla dýri sem reyndi að bíta mig. Þvottabirnirnir hér hafa ekki áður hitt afkomanda íslenskra víkinga. Pétur Blöndal Ströndin – svona á lífið að vera. Fjölskyldan á perluhvítri strönd. Gáfaðir apar og bíræfnir þvottabirnir Cappuchino api í hótelgarðinum. PÓSTKORT F RÁ KOSTARÍ KA ítarlegt safn greina og pistla um land og þjóð. Skipti engum togum að vefsíðan hlaut Nexpo-verðlaunin sem „Vef- síða ársins 2012“ í upphafi síðasta árs, en verðlaunin eru árlega veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á netinu. Mikilvægi þess að þekkja heimamenn Annað sem stofnhópurinn lagði mik- ið upp úr, við þróun vefjarins, var verðmæti þess að tengja saman ferðalanga og heimafólk. „Allir ferðalangar átta sig á gildi þess að A ð sögn Elmars Johnson framkvæmdastjóra má rekja upphafið að fyrir- tækinu til þess að stór vinahópur, sem samanstóð af ung- um Íslendingum sem áttu það með- al annars sameiginlegt að hafa verið iðnir við að ferðast, kom auga á glufu í markaðsumhverfinu þegar kom að skipulagningu ferðalaga ein- staklinga hingað til lands. „Hér var augljós skortur á miðlægu bókunar- kerfi fyrir alla þá vöru, afþreyingu og þjónustu sem er í boði innan ferðaiðnaðarins hér á landi. Við sáum tækifæri í að sameina þessa þætti á eitt miðlægt markaðstorg – sem myndi auðvelda ferðalöngum á leið til Íslands alla þeirra leit og kaup,“ segir Elmar. Hópurinn fékk strax nokkra aðila úr ferðaþjónustunni til liðs við sig, þ.e. aðila af öllum stærðum og gerð- um, sem sáu hag í að koma sér á framfæri á markaðstorginu. Vefsíð- unni www.guidetoiceland.is var síð- an hleypt af stokkunum í janúar 2013 en þar er að finna ógrynni upplýsinga um afþreyingu, vörur og þjónustu, sem stendur erlendum ferðamönnum til boða hér á landi, auk þess sem einnig er að finna þar þekkja einhvern innfæddan, sem þekkir vel til, í viðkomandi landi. Við áttuðum okkur líka á að það er hægara sagt en gert að komast í samband við Íslendinga, ef þú þekk- ir ekki til einhvers fyrir,“ segir Elmar. „Við bjuggum því til ferða- samfélagið „Contact a local“ en þar býðst öllum sem búsettir eru hér á landi, kostur á að taka þátt í ferða- iðnaðinum endurgjaldslaust,“ bætir hann við. Að sögn Elmars gefst þessum aðilum kostur á að fara í fríar ævintýraferðir og skapa sér tekjur, með því einu raunar að vera hjálpsamir og vingjarnlegir við þá ferðamenn sem setja sig í samband við þá. Önnur verðlaun og metheimsóknir Í dag er vefsíðan orðin að sam- starfsvettvangi yfir 80 aðila, bæði fyrirtækja og einstaklinga í ferða- þjónustu hér á landi. Henni hefur líka verið vel tekið af ferðalöngum en í janúar síðastliðnum var heim- sóknarmet slegið þegar yfir 100 þúsund notendur heimsóttu síðuna að staðaldri. Vörumerkið Guide to Iceland varð einnig nýverið eitt stærsta íslenska vörumerkið bæði á Facebook og Google+ en félagsnet vefsíðunnar á samfélagsmiðlum tel- ur nú yfir 180 þúsund fylgjendur. Það kemur því kannski ekki á óvart að fyrirtækið hlaut á dögunum Nexpo-verðlaunin öðru sinni, í þetta sinn sem „áhrifamesta fyrirtækið á samfélagsmiðlum 2013.“ Elmar er bjartsýnn á framtíðina en heimsóknum heldur áfram að fjölga og þátttakendur bætast við. „Við bjóðum alla velkomna í ferða- samfélagið okkar endurgjaldslaust. Þannig teljum við okkur færa ferða- iðnaðinn nær fólkinu í landinu,“ bætir hann við. Í lokin er við hæfi að spyrja hvernig starf framkvæmdastjóra slíks sprotafyrirtækis fari með hinu starfi Elmars, en hann er einnig læknir á Landspítalanum. „Þetta hefur gengið vonum framar. Bæði störfin innihalda áhugaverð og skemmtileg viðfangsefni – sem tvinnast ágætlega saman þrátt fyrir að vera ólík,“ segir hann léttur í bragði að endingu. VEFSÍÐAN WWW.GUIDETOICELAND Markaðstorg ferðalanga FYRIR RÍFLEGA ÁRI TÓK HÓPUR FERÐAGLAÐRA VINA SIG SAMAN OG ÝTTI ÚR VÖR FYRIRTÆKINU GUIDE TO ICE- LAND, SEM REKUR SAMNEFNDA VEFSÍÐU. ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR HEFUR VEGUR FYRIRTÆKISINS VAXIÐ HRATT OG HLAUT ÞAÐ Á DÖGUNUM SÍN ÖNNUR NEXPO-NETVERÐLAUN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Læknirinn Elmar segir síðuna auðvelda ferðafólki að kynnast heimamönnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.