Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
FLUGFARÞEGAR FÁ VSK
AFÖLLUMGLERAUGUM
SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU
Mínútu- og SMS-fjöldi
skiptir ekki lengur máli
Guðni Einarsson
Hólmfríður Gísladóttir
Síminn og Vodafone bjóða frá og
með deginum í dag þrjár nýjar
áskriftarleiðir fyrir snjallsíma. Not-
endur greiða einungis fyrir gagna-
magn, það er netnotkun – niðurhal
og upphal – en ekki símtöl og SMS
innanlands. Ekki skiptir máli hvort
hringt er í síma hjá Símanum, Voda-
fone, Nova eða Tali hér innanlands.
Símtölin og SMS-in eru innifalin í
nýju áskriftarleiðunum.
Áskriftarleiðirnar hjá Símanum
miðast við 500 MB á mánuði sem
kosta 5.990 krónur, 1 GB sem kostar
6.990 krónur og 3 GB sem kosta
8.990 krónur. Þessar nýju áskriftar-
leiðir koma til viðbótar þjónustuleið-
um sem Síminn býður nú þegar fyrir
farsímanotendur.
Eldri þjónustuleiðir Vodafone
munu sömuleiðis standa farsímanot-
endum áfram til boða en nýjar
áskriftarleiðir fyrirtækisins, sem
bera nafnið Vodafone RED, eru 500
MB gagnamagn sem kostar 5.990
krónur, 2,5 GB sem kosta 8.990 krón-
ur og 5 GB sem kosta 10.990 krónur.
Bæði fyrirtækin munu bjóða upp á
sérstaka pakka fyrir fjölskylduna.
Framtíðin í gagnaflutningum
„Með tilkomu snjallsímanna hefur
farsímanotkun almennings breyst
mikið á fáeinum árum. Fjölbreyttir
notkunarmöguleikar snjallsímanna
hafa orðið til þess að gagnamagns-
notkun í farsímakerfinu hefur aukist
gríðarlega og samhliða hefur þörfin
fyrir hindrunarlausan aðgang að int-
ernetinu hvar og hvenær sem er
aukist til muna. Því hefur um nokk-
urt skeið blasað við að farsímaþjón-
usta framtíðarinnar muni fyrst og
fremst snúast um gagnaflutninga.
Sá tími er ekki kominn, en með þjón-
ustuleiðinni Vodafone RED stígur
Vodafone stórt skref í að auðvelda
viðskiptavinum umskiptin sem eru
framundan og tryggir í leiðinni
gagnsæi og fyrirsjáanlegan kostn-
að,“ segir í tilkynningu frá Voda-
fone. Ekki náðist í forstjóra fyrir-
tækisins í gærkvöldi.
Síminn og Vodafone kynna nýjar þjónustuleiðir
Verkefnisstjórn þriðja áfanga
rammaáætlunar um vernd og orku-
nýtingu landsvæða hefur skilað um-
hverfis- og auðlindaráðherra endan-
legri tillögu um virkjunarkosti í
neðri hluta Þjórsár. Er hún sam-
hljóða fyrri tillögu í desember sl.
Lagt er til að Hvammsvirkjun verði
færð úr biðflokki í orkunýtingar-
flokk en Holtavirkjun og Urriðafoss-
virkjun eru áfram í biðflokki.
Eftir samráð umhverfisráðherra
og iðnaðar- og viðskiptaráðherra var
tillagan lögð óbreytt fyrir ríkisstjórn
í gær sem samþykkti að leggja hana
óbreytta fram á Alþingi. Var það
einnig samþykkt í þingflokkum
beggja stjórnarflokkanna síðdegis í
gær.
Verkefnisstjórn lagði tillöguna um
flokkun virkjunarkosta fram að af-
loknu 12 vikna umsagnarferli og bár-
ust 33 athugasemdir sem skiptast í
tvö horn. Landsvirkjun, Samtök at-
vinnulífsins og Samtök iðnaðarins
o.fl. eru sammála flutningi á
Hvammsvirkjun í nýtingarflokk, en
telja að það sama eigi að gilda um all-
ar virkjanirnar þrjár. Landvernd og
fleiri halda því hins vegar fram að
flokkun Hvammsvirkjunar í nýting-
arflokk sé ekki byggð á sterkum efn-
islegum rökum.
Í greinargerð verkefnisstjórnar er
m.a. vísað til þess mats faghóps að
óvissa varðandi áhrif Hvammsvirkj-
unar á laxfiska hefði minnkað nægj-
anlega til að réttlætanlegt væri að
færa virkjunina í nýtingarflokk. Í
niðurstöðum segir „að í framkomn-
um athugasemdum sé að finna ýms-
ar gagnlegar ábendingar. Þær hafa
þó nær allar komið fram fyrr í ferl-
inu. Verkefnisstjórn telur ekki að
þessar athugasemdir kalli á endur-
skoðun á fyrri afgreiðslu verkefnis-
stjórnarinnar“.
Geta kallað á endurskoðun
Fulltrúi atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytis í verkefnisstjórn
gerði fyrirvara við tillöguna þar sem
ný gögn hafi komið fram í umsögn
Landsvirkjunar um Urriðafossvirkj-
un og Holtavirkjun. Segir í niður-
stöðunni að skoða þurfi þau betur,
sem geti kallað á endurskoðun á
fyrri afgreiðslu verkefnisstjórnar
varðandi flokkun virkjunarkostanna.
omfr@mbl.is
Óbreytt virkjanatillaga
Hvammsvirkjun í nýtingarflokk en tvær virkjanir í biðflokki
Samþykkt í ríkisstjórn að leggja tillöguna fram óbreytta
Eggert feldskeri og tískuhönnuðurinn Helga Björnsson kynntu nýja línu úr
íslensku lambsskinni í gömlu spennistöðinni við Austurbæjarskóla í gær-
kvöldi. Línan sem um ræðir nefnist Deimatic.
Frumsýning í spennistöðinni við Austurbæjarskóla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fatalína úr lambsskinni
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landsvirkjun ætlar að skerða afhendingu um-
framraforku til Alcoa-Fjarðaáls meira en áður
var boðað. Áætlað er að þetta þýði aukið fram-
leiðslutap upp á 3-4 þúsund tonn. Það kemur til
viðbótar 6-7 þúsund tonna framleiðslutapi
vegna áður boðaðrar raforkuskerðingar. Fram-
leiðsla álversins verður því 9-11 þúsund tonnum
minni en ella vegna þess að ekki fæst nóg raf-
magn frá Landsvirkjun, að sögn Magnúsar Þórs
Ásmundssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi. Til-
kynnt var um viðbótarskerðinguna í fyrradag.
Auk þess var boðað að skerðingin varaði lengur
en áður var sagt eða út maí í stað þess að vara út
apríl. Magnús Þór sagði að þetta þýddi að áhrif-
anna á rekstur álversins gætti alveg út júní.
„Við höfðum komist að samkomulagi um
hvernig við myndum fara í skerðinguna sem bú-
ið var að boða. Nú er búið að breyta því plani,“
sagði Magnús Þór. „Frá 1. apríl erum við skert
niður í 519 MW alla daga.“
Hann sagði þetta vera slæm tíðindi. Alcoa-
Fjarðaál myndi bregðast við með því að lækka
straum í kerskálunum og hægja þannig á fram-
leiðslunni. Önnur viðbrögð hafa ekki verið
ákveðin að svo stöddu. Magnús Þór sagði að-
spurður að ekki hefðu verið teknar neinar
ákvarðanir um fækkun starfsfólks.
Unnið að mati á skerðingum
Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri orku-
sviðs Landsvirkjunar, sagði að unnið væri að
mati á frekari skerðingum eins og fram hefði
komið í yfirlýsingum frá fyrirtækinu á undan-
förnum dögum og vikum.
„Í þeirri stöðu sem nú er uppi í vatnsbúskap
fyrirtækisins er það sameiginlegt hagsmunamál
allra að tryggja öruggan rekstur raforkukerf-
isins til vors,“ sagði Einar. „Við höfum tilkynnt
okkar helstu viðskiptavinum að við þurfum
mögulega að draga enn frekar úr raforku-
vinnslu vegna slakrar stöðu í vatnsbúskapnum
til viðbótar því sem við höfðum áður tilkynnt.
Við nýtum okkur heimildir í raforkusamningum
og óskum eftir að þeir dragi áfram úr raforku-
notkuninni.“
Aðgerðir Landsvirkjunar miðast við að inn-
rennsli verði samkvæmt lægstu spám, þrátt fyr-
ir að margt bendi til þess að ástandið geti
breyst.
Hert á skerðingu raforku til stóriðju
Framleiðslutap Alcoa-Fjarðaáls 9-11 þúsund tonn í stað 6-7 þúsund tonna sem áður voru áætluð
„Þessar áskriftarleiðir boða nýja tíma í fjar-
skiptaheiminum. Hefðbundnar vörur eins og mínútur
í símtölum og SMS hætta að telja hér innanlands,“
segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. „Maður velur
sér stærð gagnapakka og borgar fyrir hann fast
gjald. Svo sendir þú eins mikið af SMS-um og þú get-
ur og talar eins og þú vilt. Við teljum að þróunin sé í
þessa átt. Hefðbundnar einingar í fjarskiptum muni
hverfa sem mælikvarðar á kostnað. Í staðinn muni
fólk velja sér ákveðna pakka sem innifela þetta allt
og borga fyrir það fyrirsjáanlegt gjald.“
Orri segir að lúkningargjöld milli kerfa fjarskiptafyrirtækjanna hafi
verið að lækka, þau hafa verið misjöfn á milli kerfa. Því komi einhver
breytilegur kostnaður hjá Símanum vegna hringinga viðskiptavina í
númer hjá öðrum fyrirtækjum en viðskiptavinirnir eiga ekki að finna fyr-
ir því. Orri segir að fari viðskiptavinir yfir hámark gagnapakkans verði
þeim gert viðvart. Greiða þarf sérstaklega fyrir umframgagnamagn.
NÝIR TÍMAR Í FJARSKIPTAHEIMINUM
Orri Hauksson
Hefðbundnar einingar hverfa
sem mælikvarði á kostnað
Morgunblaðið/Ernir
Nýjung Farsímanotkun verður í
framtíðinni mæld í MB og GB.