Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
Fermingargjafir
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
„Við viljum gera fólki kleift að
bretta upp ermarnar og mynda
samtaka stemningu meðal íbúa
fyrir að losa hverfið sitt við þenn-
an ófögnuð,“ segir Guðmundur
Vignir Óskarsson, verkefnastjóri á
Umhverfis- og
skipulagssviði
Reykjavíkur-
borgar, en
borgaryfirvöld
hyggjast nú fara
í aðgerðir sem
eiga að draga úr
veggjakroti í
Reykjavík. Íbúar
sem sjálfir vilja
bregðast við
veggjakroti í
sínu umhverfi og á sínum eignum
verða aðstoðaðir með fræðslu auk
þess sem þeim verða útveguð tæki
og tól til verksins.
Á árinu 2008 réðst Reykjavíkur-
borg í átaksverkefnið „Hrein
borg“ þar sem miklum fjármunum
var varið í að hreinsa borgina af
veggjakroti. Við upphaf átaksins
var veggjakrotið í fyrsta skipti
kortlagt með heildstæðum hætti í
allri Reykjavík og þótti niður-
staðan sláandi þar sem um 42 þús-
und fermetrar í borginni voru
þaktir veggjakroti. Samanburður
var gerður árið 2012 þar sem
verulegur árangur átaksins var
staðfestur en í ljós kom að krot-
uðum fermetrum hafði fækkað nið-
ur í 16 þúsund. Guðmundur telur
veggjakrotið hins vegar aftur farið
að aukast þótt það hafi enn ekki
verið staðfest með mælingum.
„Eftir efnahagshrunið hefur dreg-
ið úr þessari víðtæku vinnu sem
borgin stóð fyrir í tengslum við
átakið. Eignum borgarinnar hefur
verið viðhaldið og áhersla lögð á
að hafa þau mannvirki sómasam-
leg en það hefur ekki verið haldið
nógu vel utan um þann þátt sem
snýr að einstaklingum og rekstr-
araðilum og þeim hjálpað að halda
þessu í skefjum,“ segir Guð-
mundur.
Gera þarf skýran greinarmun á
veggjakroti og vegglist en Reykja-
víkurborg hefur staðið fyrir málun
veggmynda í tengslum við list-
viðburði eða í einstökum tilfellum
veitt heimild fyrir slíku, meðal
annars í Hjartagarðinum á
Hljómalindarreitnum. Guðmundur
telur veggjakrotið og vegglistina
haldast í hendur að einhverju
leyti. „Það eru ekki bein tengsl
sem hafa veruleg áhrif en fjölgun
vegglistaverka getur þó haft ein-
hver hliðaráhrif. Sumir leita að
nærsvæðum og gera tilraunir og
menn æfa sig. Það er fikt og
spenna í kringum það,“ segir
hann. Hann segir það einnig vera í
skoðun að borgin láti þrífa eignir á
áberandi stöðum í miðborginni á
kostnað eiganda. „Það hefur verið
inni í myndinni en var sett á bið í
kjölfar hrunsins. Ég á þó von á að
sú hugmynd verði skoðuð að
nýju.“
Veggjakrot í Reykjavík eykst á ný
Miklum árangri í baráttunni við veggjakrot náð á árunum 2008 til 2012 Vegglistamenn prófa
sig áfram með kroti Reykjavíkurborg ætlar í samstarf með íbúum um að halda hverfum hreinum
Veggjakrot Reykjavíkurborg varði um 15 milljónum í þrif á veggjakroti í
fyrra en það er mun minna en 2008 þegar 159 milljónum var varið í þrif.
List eða sóðaskapur? Skýr greinarmunur er gerður á vegglist og veggja-
kroti en hægt er að sækja um leyfi fyrir gerð vegglistaverka hjá borginni.
Guðmundur Vignir
Óskarsson
Morgunblaðið/Þórður
Samvinna borgar og íbúa Reykjavíkurborg ætlar í samstarf með íbúum og veita þeim faglega ráðgjöf um hvernig
sé best að þrífa veggjakrotið. „Við ætlum að virkja íbúa í samvinnu við borgina,“ segir Guðmundur.
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
„Það skiptir engu máli hversu oft
veggirnir verða málaðir hvítir.
Oftast finnst fólki það gaman því þá
er búið að búa til nýjan striga,“ segir
Marlon Pollock graffítílistamaður.
Hann segir graffítí bæði falla undir
sóðaskap og list, það fari eftir því
hver sé á bak við spreybrúsann en
telur það þó vera vilja fæstra
graffítílistamanna að vinna
skemmdarverk. Reykjavíkurborg
hefur á undanförnum árum boðið
listamönnum upp á að sækja um
leyfi fyrir því að leggja veggi undir
verk sín. Marlon segir þróunina vera
af hinu góða, en betur mætti þó
gera. „Það ætti á skipulegan hátt að
leyfa falleg, litskrúðug graffítí-
listaverk á sem flestum stöðum í
borginni og lífga þannig upp á ásýnd
hennar. Sérstaklega ætti að heimila
slík verk í undirgöngum sem flest
eru mjög sóðaleg í dag en hægt væri
að gera þau falleg ef eldri gröffurum
væri látið í hendur að spreyja þau.“
Hann segir að einhverjir muni þó
alltaf fá útrás með því að spreyja á
þá veggi sem ekki má spreyja, óháð
því hversu margir staðir eru leyfi-
legir. „Uppreisnarandinn er í eðli
mannsins og á meðan það er til fólk
sem langar að brjóta reglur þá verða
þær brotnar.“ Hann telur að frekar
mætti leggja aukna fjármuni í for-
varnir en að ausa þeim í málningu og
þrif. Marlon vann með unglingum í
Réttarholtsskóla í forvarnarverkefni
þar sem mikið hafði verið um
veggjakrot í hverfinu. „Ég ráðlagði
þeim að þróa stílinn sinn á listrænan
hátt þannig að þeir gætu hlotið virð-
ingu fyrir verkin sín og sagði þeim
að líklegra væri að þeir fengju að
gera eitthvað flott ef þeir hættu að
krota út skólann sinn. Veggjakrot í
hverfinu minnkaði um 75% í kjölfar-
ið,“ segir hann.
List og sóðaskapur
Segir skipulega og fallega graffítí-
list lífga upp á ásýnd borgarinnar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Marlon Pollock Hann segir að hvít-
ir veggir séu eins og auður strigi.