Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Friðrik Már Baldursson Göran Persson Þorsteinn Már Baldvinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ásdís Halla Bragadóttir Björgólfur Jóhannsson Sigrún Ragna Ólafsdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Stephane Garelli Skráning á www.sa.is ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS 2014 Í HÖRPU – SILFURBERGI FIMMTUDAGINN 3. APRÍL KL. 14-16 AUKIN SAMKEPPNISHÆFNI BETRI LÍFSKJÖR ALLRA Netagerð að loknum fundi kl. 16-17, tónlist og tilheyrandi. Fundurinn verður sýndur beint á vef Samtaka atvinnulífsins. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS#arsfundur ÁVÖRP Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. AUKIN SAMKEPPNISHÆFNI Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. GÓÐ RÁÐ AÐ UTAN Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD – rannsóknarstofnunar um samkeppnishæfni þjóða heims og prófessor við IMD viðskiptaháskólann í Sviss. Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. BETRI LÍFSKJÖR – KJARNI MÁLSINS Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi og forstjóri Sinnum. Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og forstjóri Hjallastefnunnar. Fundarstjóri: Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karla á þrítugsaldri í tveimur fíkniefnamálum sl. fimmtu- dag. Tveir mannanna voru hand- teknir á bifreiðastæði í austurborg- inni þegar lögreglumenn urðu vitni að sölu fíkniefna, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögregl- unni. „Í framhaldinu var framkvæmd húsleit í tveimur íbúðum í borginni og einum bílskúr, en lagt var hald á um 100 söluskammta af kannabis- efnum, auk peninga sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þriðji maðurinn var handtekinn í Kópavogi, en á heimili hans var lagt hald á kannabisplöntur, sölu- skammta af kannabisefnum og 20 söluskammta af ætluðu amfeta- míni,“ segir í tilkynningunni. Urðu vitni að fíkni- efnasölu  Lögðu hald á kanna- bis og amfetamín Morgunblaðið/Júlíus Fyrsti aðalfundur Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt um- hverfi í Mývatnssveit,var haldinn í Skjólbrekku á fimmtudagskvöldið. Undirbúningur að stofnun þessa félags hefur staðið yfir í vetur. Á þessum fyrsta aðalfundi voru lög samþykkt fyrir félagið og stjórn kosin, formaður er Harpa Barkar- dóttir. Samþykkt var m.a. að ein- staklingsaðild að félaginu yrði óháð búsetu, en stjórnarseta bundin heimilisfestu í sveitinni. Undir liðnum önnur mál bar Kári Þorgrímsson í Garði fram tillögu: „Fundurinn skorar á orku- og auð- lindaráðherra og Alþingi að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingar- flokki áætlunar um vernd og nýt- ingu landsvæða. (Rammaáætlun- ar)“. Eftir töluverðar umræður og líf- leg skoðanaskipti þar sem fjölmarg- ir tóku til máls var borin fram frest- unartillaga sem var felld en tillaga Kára síðan samþykkt með þorra at- kvæða. Auk aðalfundarstarfa og fyrr- greindrar tillögu um Bjarnar- flagsvirkjun flutti framkvæmda- stjóri Sorpsamlags Þingeyinga, Hafsteinn H. Guðmundsson, kynn- ingu á ástandi og framkvæmd sorp- hirðumála í héraðinu á undanförnum árum ásamt framtíðarhorfum og var góður rómur gerður að máli hans. Fundinn sóttu um 50 manns og lætur nærri að 25% fundargesta tækju til máls á fundinum, sem stóð í nær 4 klukkustundir. Fundarstjóri var Sigrún Stefáns- dóttir frá Akureyri. Ályktuðu um Bjarnarflag Morgunblaðið/Birkir Fanndal Stjórn Nýkjörin stjórn náttúruverndarfélagsins Fjöreggs í Mývatnssveit. Frá vinstri eru Halldór Þ Sigurðsson, Óli Þröstur Stefánsson, Harpa Bark- ardóttir, formaður Fjöreggs, Kári Þorgrímsson, Arngrímur Geirsson, Berg- þóra Kristjánsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir og Bergþóra Kristjánsdóttir.  Félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit Embætti sér- staks saksóknara hefur kært úr- skurð Héraðs- dóms Reykjavík- ur í máli Hannesar Smára- sonar til Hæsta- réttar. En á mið- vikudag vísaði héraðsdómur frá ákæru á hendur Hannesi fyrir fjárdrátt á þeim for- sendum að verknaðarlýsing í ákær- unni væri óljós. „Við teljum að þessi niðurstaða fái ekki staðist,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.is. Ólafur sagðist eiga von á því að málið yrði tekið fyrir hjá Hæstarétti innan skamms tíma. Um mjög af- markað atriði væri að ræða. Ólafur sagði að embættið væri á öndverðum meiði við niðurstöðu héraðsdómara en staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms hefur ákæruvaldið möguleika á því að bæta úr og ákæra að nýju að sögn Ólafs. „Við tökum hvert skref fyrir sig í þessu og reyn- um að vanda málsmeðferðina eins og við getum“. Kærir úr- skurð um frá- vísun ákæru Ólafur Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.