Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkur í vikunni var að
nýju lögð fram tillaga að nýju
deiliskipulagi Reykjavíkurflugvall-
ar og var hún samþykkt með 6 at-
kvæðum fulltrúa Besta flokksins,
Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhild-
ar Yeoman og Karls Sigurðssonar;
fulltrúa Samfylkingarinnar,
Hjálmars Sveinssonar og Kristín-
ar Soffíu Jónsdóttur; sem og full-
trúa Vinstri hreyfingarinnar
Græns framboðs, Sóleyjar Tóm-
asdóttur. Tillagan fer næst fyrir
borgarráð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur
Sverrisdóttir og Marta Guðjóns-
dóttir greiddu atkvæði gegn tillög-
unni og sögðu að þverpólitísk sátt
ríkti um nefnd sem hefði til með-
ferðar framtíðarstaðsetningu inn-
anlandsflugvallar og að hún væri
enn að störfum.
Segja nefnd enn að störfum
„Formaður nefndarinnar hefur
óskað eftir svigrúmi til að klára þá
vinnu áður en pólitísk afskipti séu
höfð af svæðinu þar sem flugvöll-
urinn er nú. Því er gagnrýnivert
að formaður borgarráðs sem og
aðrir fulltrúar meirihlutans í borg-
arstjórn virðast samt leynt og
ljóst enn vinna að þeirri stefnu að
byggð muni rísa í Vatnsmýri og
með því ýja að því að niðurstaða
nefndarinnar verði virt að vettugi.
Til að virða þá tímabundnu þver-
pólitísku sátt varðandi nefndar-
vinnuna að framtíðarstaðsetningu
flugvallarins greiða fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í umhverfis- og
skipulagsráði atkvæði gegn tillög-
unni,“ segir í bókun fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins.
Fulltrúar meirihlutans sögðu
hins vegar að nýtt deiliskipulag
Reykjavíkurflugvallar hefði engin
áhrif á rekstur flugvallarins og að
það væri gert sem hluti af sam-
komulagi Reykjavíkurborgar, inn-
anríkisráðuneytisins og Icelandair.
„Það er vandséð hvernig hægt
er að túlka atkvæði gegn deili-
skipulaginu sem stuðning við þá
þverpólitísku sátt sem nú ríkir um
framgöngu málsins,“ segir í bókun
fulltrúa meirihlutans.
Umrædd tillaga að nýju deili-
skipulagi var auglýst í byrjun árs
og bárust rúmlega 40 athuga-
semdir.
Deiliskipulag flug-
vallar samþykkt
Sjálfstæðismenn segja leynt og ljóst unnið að byggð í
Vatnsmýrinni Engin áhrif á rekstur, segir meirihluti
Morgunblaðið/ÞÖK
Vatnsmýri Meirihlutinn er sagður vinna að byggð í Vatnsmýrinni.
Umdeilt skipulag
» Rúmlega 40 athugasemdir
bárust við nýtt deiliskipulag á
Reykjavíkurflugvelli sem sam-
þykkt var á fundi umhverfis- og
skipulagsráðs sem haldinn var
26. mars.
» Fulltrúar í Sjálfstæð-
isflokknum hafa lýst yfir vilja
til þess að endurskoða skipu-
lagið vegna öryggis- og rekstr-
arsjónarmiða og hvort tillagan
brjóti gegn eignarrétti.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær frum-
varp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
innanríkisráðherra, um að netörygg-
issveit Póst- og fjarskiptastofnunar
verði flutt til almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra.
Fram kemur í tilkynningu frá
ráðuneytinu, að frumvarpinu sé ætl-
að að tryggja aukið öryggi á þessu
sviði og tryggja að forvarnir, við-
brögð og áherslur er varða netör-
yggi séu í samræmi við það sem best
gerist í nágrannalöndunum.
Úttekt í kjölfar öryggisbrests
Hanna Birna lét gera sérstaka út-
tekt á net- og upplýsingaöryggi fjar-
skipta í kjölfar alvarlegs öryggis-
brests sem varð vegna tölvuinnbrots
hjá fjarskiptafyrirtækinu Vodafone
aðfaranótt 30. nóvember 2013. Var
Páli Ásgrímssyni hdl., sem hefur
sérhæft sig í samkeppnis- og fjar-
skiptarétti, falið verkefnið. Tilgang-
ur úttektarinnar var að greina heild-
stætt stöðu ofangreindra öryggis-
mála, þar með talið ábyrgð
fjarskiptafyrirtækja, ábyrgð og eft-
irlit opinberra stofnana, þá helst
Póst- og fjarskiptastofnunar, Per-
sónuverndar og ríkislögreglustjóra,
réttarstöðu neytenda og laga-
rammann og koma með ábendingar
um hvernig tryggja megi net- og
upplýsingaöryggi sem best.
Niðurstaða úttektarinnar var sú
að farsælast verði að færa netörygg-
issveitina, verkefni hennar og eftirlit
til almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra
Ráðuneytið segir, að vistun net-
öryggissveitarinnar hjá almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra gefi
betri möguleika á að samhæfa skipu-
lag viðbúnaðar og viðbragða vegna
öryggisatvika sem kunna að hafa
áhrif. Þetta sé sérstaklega mikil-
vægt hvað snerti ómissandi innviði
þjóðfélagsins.
Netöryggissveit
flutt til lögreglu
Niðurstaða úttekt-
ar á net- og upplýs-
ingaöryggi fjarskipta
Morgunblaðið/Rósa Braga
Íslenska ullin
er einstök
Sjá sölustaði á istex.is
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
Fermingargjafir
Sendum
um allt land
spilavinir.is