Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga er nýr framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 19 7 1 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . ÞAÐ ER KOMINN NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? landrover.is ishólmskirkju í dag kl. 16 og er öll- um velkomið að fylgjast með æfingunni í kirkjunni.    Kaþólska reglan á Íslandi hef- ur keypt húsnæði gamla leikskól- ans sem er áfast St. Fransiskus- spítalanum. Þar munu 2 prestar og þrjár reglusystur búa að staðaldri. Einnig á að fara fram trúarfræðsla og fræðsla fyrir börn. Loks er ætl- unin að reka þar gisti-, veitinga- og ráðstefnuþjónustu. Gisting verður í 20 herbergjum með alls 50 rúmum. Miklar endurbætur eru hafnar á ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Það verður mikið um að vera í Hólminum um helgina og verður í mörg horn að líta.Tvö vegleg skák- mót verða um helgina og eru þau haldin til minningar um Árna Helgason undir nafninu Skákmót Árnamessu. Fyrra mótið er fyrir grunnskólanemendur alls staðar af að landinu. Mótið fer fram í grunn- skólanum og er keppt í þremur aldursflokkum. Von er á um 60 keppendum úr Reykjavík. Síðara mótið er boðsmót þar sem 10 stiga- hæstu skákmenn landsins yngri en 20 ára keppa í Lionshúsinu. Það er Helgi Árnason skólastjóri sem skipuleggur mótin og stjórnar þeim.    Snæfellsstúlkurnar í körfu- bolta eru stolt okkar Hólmara þessa dagana. Þær eru komnar í úrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þó að væntingar í haust um gengi liðsins væru góðar þá átti enginn von á svo glæsi- legum árangri. Árangur liðsins hefur vakið mikla athygli. Fyrsti leikurinn um Íslandsmeistaratit- ilinn fer fram í Hólminum í dag kl. 18 og er leikið gegn Haukum.    Karlakór Reykjavíkur verður með æfingabúðir um helgina á hót- elinu. Opin æfing verður í Stykk- húsnæðinu. Kaþólska kirkjan verð- ur einnig endurgerð. Reiknað er með að öllum þessum fram- kvæmdum verði lokið í árslok 2015.    KPMG opnaði starfsstöð í Stykkishólmi á fimmtudaginn. Í því tilefni var boðið til fundar um ferðaþjónustu og skattamál. Gyða Steinsdóttir, fyrrum bæjarstjóri, veitir skrifstofunni forstöðu.    Hólmarar eru ekki óvanir því að íbúar staðarins nái 100 ára aldri. Af 7 núlifandi karlmönnum sem komnir eru yfir 100 árin búa tveir á dvalarheimilinu. Það eru þeir Georg Ólafsson sem er 105 ára og Gunnar Jónsson sem verður 101 árs eftir nokkra daga.    Þó að nokkrar vikur séu til bæjarstjórnakosninga hefur verið tilkynnt um tvo lista sem verða í framboði. Annars vegar er það H- listi, sem ekki hefur boðið fram áð- ur og hins vegar L-listi sem fer þetta kjörtímabilið með meirihluta í bæjarstjórn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Vorið nálgast Snjór og klaki hafa horfið síðustu daga í Stykkishólmi eftir afar risjótt tíðarfar í vetur. Kaþólska kirkjan á Íslandi eflir starfsemi sína í Stykkishólmi Alls sóttu 22 um stöðu starfs- mannastjóra Reykjavík- urborgar sem auglýst var í febrúar. Starfs- mannastjór- inn hefur yf- irumsjón með mannauðsmálum Reykjavík- urborgar. Nöfn þeirra sem sóttu um starf- ið eru: Adola Chigozio, Andri Már Blöndal, Ásdís Gunnarsdóttir fjöl- miðlafræðingur, Birna María Antonsdóttir, Dariusz Tadeusz Górski, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, Elsa Björk Friðfinnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Guðjón Helgi Egilsson við- skiptafræðingur, Guðrún Sig- urjónsdóttir mannauðsstjóri, Hallgrímur Þ. Gunnþórsson ráð- gjafi, Hólmsteinn Jónasson vinnu- sálfræðingur, Hreggviður S. Blön- dal verkefnastjóri, Ingibjörg Eðvaldsdóttir mannauðsfulltrúi, Jóhann Hauksson blaðamaður, Jó- hannes Svavar Rúnarsson við- skiptafræðingur, Kristinn Jóhann Nielsson tónlistarkennari, Ragn- hildur Ísaksdóttir deildarstjóri, Sigurlína H. Styrmisdóttir við- skiptafræðingur, Soffía Vagns- dóttir skólastjóri, Sveinn Ívar Sig- ríksson viðskiptafræðingur, Þórey Svanfríður Þórisdóttir viðskipta- og markaðsfræðingur og Þórey Þormar deildarstjóri. 22 sóttu um stöðu mann- auðsstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.