Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Karl Blöndal kbl@mbl.is Horfurnar eru dökkar í efnahagsmál- um í Rússlandi. Rúblan fellur og pen- ingar streyma úr landi. Hátt verð á olíu og gasi heldur efnahagslífinu gangandi, en uppbygging er lítil sem engin. Fjármagnsflóttinn er rússneska seðlabankanum áhyggjuefni og á fimmtudag sagði Elvíra Nabúljína, yfirmaður bankans, að tryggt yrði með öllum hefðbundnum verkfærum að helstu fjármálafyrirtæki landsins hefðu nægt lausafé umleikis. Byrjaði fyrir innlimun Krímar Í Rússlandi bendir allt til þess að kreppa sé í aðsigi og merkin voru til staðar áður en Rússar ákváðu að beina sjónum sínum að Úkraínu. Inn- limun Krímskaga mun hins vegar kosta sitt og verði af hótunum Vest- urlanda um efnahagsþvinganir um- fram aðgerðir gegn nafngreindum einstaklingum gæti það orðið til þess að skerpa enn línurnar. Heimsókn Joe Kaesers, forstjóra Siemens, til Rússlands í vikunni hef- ur kannski verið einhverjum til marks um að ástæða væri til að hafa trú á rússneskum efnahag. Kaeser sagði á fundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á miðviku- dag að Siemens myndi „leggja áherslu á langtímasamstarf á sviði fjárfestinga“. Hann nefndi ekki Úkraínu, en sagði að ýmislegt hefði komið upp á í langri viðskiptasögu Siemens í Rússlandi. „Við munum reyna að skapa gjöf- ult umhverfi fyrir samstarf okkar,“ sagði Pútín og rifjaði upp að Siemens hefði á undanförnum tveimur árum fjárfest fyrir 750 til 800 milljónir evra (117 til 125 milljarða króna) í Rúss- landi: „Ekki slæm tala.“ Pútín veitti ekki af fleiri slíkum töl- um. Tveimur dögum áður greindi Andrei Klepatsj, varautanríkisráð- herra, frá því að á fyrsta fjórðungi ársins hefðu 70 milljarðar dollara (tæplega 8.000 milljarðar króna) ver- ið fluttir úr landi. Á 90 dögum flæddi meira fé úr landinu, en varið var á sjö árum í uppbyggingu fyrir vetraról- ympíuleikana í Sotsjí, dýrustu Ól- ympíuleika, sem haldnir hafa verið. Allt árið í fyrra var fjármagnsflóttinn 62,7 milljarðar dollara. Það gefur augaleið að þetta fé verður ekki notað í fjárfestingu eða uppbyggingu heima fyrir. Í fréttaskýringu Der Spiegel er spurt hvort hætta sé á að rússnesk- um efnahag blæði út vegna spenn- unnar í samskiptum við Vesturlönd og svarið er já og nei. Fjármagns- flóttinn hefur vissulega færst í vöxt eftir að Pútín lagði Krím undir sig í byrjun mars. Á hinn bóginn höfðu 32 milljarðar dollara verið sendir úr landi í janúar og mars og var það mun meira en á sama tíma árið áður. Þá bendir breski hagfræðingurinn Chris Weafer á að Rússar hafi á und- anförnum árum lært að búa við um- talsverðan fjármagnsflótta. „Milli 2008 og til loka 2013 nam fjármagns- flóttinn samtals 420 milljörðum doll- ara (47.600 milljörðum króna),“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið dragbítur á efnahagslífið, en ekki valdið hruni. Hátt olíuverð bjargvættur Vladislav Inosemsev er hagfræð- ingur og hefur gagnrýnt efnahags- stefnu Pútíns. Hann segir að þrátt fyrir fjármagnsflótta og þrýsting Vesturlanda sé rússneskur efnahag- ur „nokkuð traustur“. Það sé einkum háu verði á olíu og gasi á heimsmark- aði að þakka. Jafnvel þótt kæmi til harðra viðskiptaþvingana ætti Pútín að geta afstýrt hruni lífskjara í eitt til tvö ár. Hann á ekki von á að ólga muni skapast í landinu því að fólk muni ekki finna fyrir vandanum. Reyndar hafi ríkisútgjöld aukist und- anfarin ár, en verð á olíu sé yfir 100 dollurum tunnan og um þessar mundir reikni enginn með að það muni falla. Gengi rúblunnar hefur lækkað eft- ir innlimun Krímar og sjaldan verið lægra. Nú fæst 51 rúbla fyrir doll- arann, en fyrir einu ári var gengi doll- arans 40 rúblur. Gengið hefur hins vegar verið að lækka jafnt og þétt undanfarið ár þannig að ekki er bara við ástandið í Úkraínu að sakast. Gengisfallið er ekki bara neikvætt. „Hátt olíuverð og veik rúbla hjálpa til við að jafna fjárlög ríkisins,“ að sögn Weafers. Veik rúbla hjálpi Pútín að standa við kosningaloforð um um- bætur því að Rússar fái dollara fyrir olíuna, en borgi lífeyri og laun í rúbl- um. Pútín lofaði Siemens stöðugu við- skiptaumhverfi og mörg fyrirtæki hafa fjárfest í landinu með góðum ár- angri, en þó hefur dregið úr fjárfest- ingum og viðskiptaþvinganir gætu ýtt enn frekar undir það. Sérfræð- ingar segja að Rússar hafi lagt of litla áherslu á að auka fjölbreytni efna- hagslífsins á undanförnum árum til að verða ekki jafn háðir sveiflum verðs á gasi og olíu og nú er. Stór rík- isfyrirtæki hafa tögl og hagldir í við- skiptalífinu og horfin er gullgrafaras- temning, sem áður var. Fjármagnsflóttinn tekur á sig ýmsar myndir. Erlend fyrirtæki fara úr landi og auðmenn vilja koma fé sínu fyrir í öruggri höfn. Stór hluti fjárins er afrakstur spillingar. „Eng- inn talar lengur um uppbyggingu í Rússlandi,“ segir hagfræðingurinn Inosemsev. „Það er ekki út af vestr- inu eða þvingunum, heldur vegna þess að í Kreml hefur uppbygging- arstefnan verið lögð til hliðar.“ Rússneskt efnahagslíf nötrar  Rúblan fellur og peningarnir streyma úr landi  Meiri fjármagnsflótti á 90 dögum en kostnaður af allri uppbyggingu fyrir vetrarólympíuleikana í Sotsjí  Vanir fjármagnsflótta og gengisfall hefur kosti Kostnaður Íbúar í Sevastopol á Krímskaga bíða eftir rússnesku vegabréfi. Íbúar hafa mánuð til að tilkynna að þeir vilji vera Úkraínumenn áfram, annars verða þeir sjálfkrafa Rússar. Rússneskur efnahagur sýnir veikleikamerki og innlimun skagans mun kosta sitt og gæti haft efnahagsþvinganir í för með sér. AFP Allt bendir til að hagvöxtur í Rúss- landi verði aðeins 0,6% og fjár- magnsflótti yfir 100 milljarðar doll- ara (11.333 milljarðar króna) á þessu ári. Þetta sagði Alexei Úljúkajev, fjár- málaráðherra Rússlands, á fimmtu- dag þegar hann staðfesti að 60 millj- arðar dollara (6.800 milljarðar króna) hefðu verið fluttir úr landi á fyrsta fjórðungi ársins. „Jafnvel þótt við lítum svo á að þetta sé afmarkað og útflæðið fari aftur í venjulegt horf má búast við að upp- hæðin verði 100 milljarðar dollara fyrir árið,“ sagði Úljúkajev á efnahagsráðstefnu í Moskvu, að sögn fréttastofunnar Ria-Novosti. „Samkvæmt því mun hag- vöxtur fara niður í 0,6%.“ Hann kvaðst þó enn vera bjartsýnn á að efnahags- aðgerðir á hendur Rússum fyrir að innlima Krím myndu ekki bitna á hagkerfinu í heild. Hingað til hafa þær ver- ið takmarkaðar við að frysta eignir háttsettra rúss- neskra embættismanna og veita þeim ekki vega- bréfsáritanir. Stöðnun ríkir í rússnesku efnahagslífi og samdráttur er ekki langt undan. Í fyrra mældist hagvöxtur 1,5%, en spáð hafði verið 3,5% hagvexti. Á síðustu mánuðum ársins dróst efnahagslífið meira að segja saman. Alexei Kúdrín, fyrrverandi fjármálaráðherra, kvaðst svartsýnni en Úljúkajev. Hann taldi að hagvöxtur á þessu ári yrði í „kringum núllið“ og fjármagnsflóttinn færi í 150 milljarða dollara. „Þetta er gjaldið sem við greiðum fyrir að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu,“ sagði hann. Hagvöxtur í lágmarki 2014 FJÁRMAGNSFLÓTTI GÆTI ORÐIÐ 100 TIL 150 MILLJARÐAR Alexei Úljúkajev. Síðumúla 11, Sími 5686899, netfang vfs@vfs.is, 108 Reykjavík. www.vfs.is RAFMAGNSVERKFÆRI FAGMANNSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.