Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
Gamall kunningi vakti athygli mína á karlþjálfurum kvennaliðaí knattspyrnu sem segðu: „Við vorum góðar á miðjunni.“Hann bætti við: „Einhver sagði að þeir gerðu þetta til þessað þeir fengju að fara með þeim inn í búningsklefa að leik
loknum.“
Mér var líka bent á „piparkarl milli hjónabanda“ í blaðafrétt. Pip-
arkarlar hafa alltaf verið ókvæntir – nema þessi. Þá eru karlar „milli
kvenna“ við umræddar aðstæður – nema þessi. Séra Oddur í Miklabæ
er t.d. talinn hafa verið milli kvenna þegar Miklabæjar-Solveig „lagð-
ist á hugi við prest“.
Eitt af því sem kennarar glíma við er að skýra muninn á lýsing-
arorðum og atviksorðum þegar þau hljóma eins, t.d. þegar lýsing-
arorðið er í hvorugkyni og endar jafnvel á –lega í þokkabót.
Barnið er gleraugnalaust (lo). En: Gamalmennið les gler-
augnalaust (ao).
Þótt við breytum kyninu á frumlagi seinni setningarinnar breytist
atviksorðið ekki (Langafi
les gleraugnalaust). En í
fyrra dæminu breytist lýs-
ingarorðið ef frumlagið
breytist: Konurnar eru t.d.
gleraugnalausar.
Niðurstaða: Í seinni feit-
letruðu setningunni er
þetta spurning um það hvernig eitthvað er gert. Skáldið hrópar t.d.
ellilífeyrislega í Höfundi Íslands (bls. 66) eftir Hallgrím Helgason. Í
fyrra feitletraða dæminu er aftur á móti um að ræða nánari lýsingu á
barninu.
En hvað segja menn um þessa setningu: „Konan söng lagið fal-
lega“?
Er fallega atviksorð eða lýsingarorð? Sá fær prik sem svarar svona:
Ef konan söng þetta lag fallega, ja, þá er þetta atviksorð (Hvernig
var lagið sungið?). En ef lagið er fallegt, þá er fallega lýsingarorð
(Látum ekki orðaröðina villa okkur sýn: þetta var lagið góða sem við
elskum öll).
Það sagði mér maður að fyrrnefnd verðlaunabók Hallgríms Helga-
sonar hefði bjargað sálartetri sínu á þunglyndistíma við nám í Sví-
þjóð. Slíkur er kraftur bókmennta. Í þetta sinn bendi ég einungis á
nokkur lýsingarorð Hallgríms: Gúmmífætt (dráttarvél, 46); ritvont
(hótel þar sem skáldið dvaldi, 70); eineltur (unglingur, 163); bólusk-
reytt (stúlka, 88); húskaldir (menn, 14); fullorðaðir (heiðursmenn, 17);
naglvana (fingur, 75); dalkaldir (dagar í afdal, 189); blaðsléttur (fjörð-
ur, 202).
Þetta er sagan af Hrólfi bónda í Heljardal sem var eitt sinn „þrjá
daga í göngum, tvo daga í réttum og mjög í afrétturum er heim
kom“ (42). Hann elskaði kindurnar meira en mennina eins og „sumir“.
Mér var bent á bragarhátt þar sem lesa má sömu vísuna bæði lá-
rétt og lóðrétt. Erfitt getur reynst að eiga við lokalínuna (sem sam-
svarar dálkinum lengst til hægri). Hér er það mál leyst með örlitlu
svindli, þ.e. sviga utan um tvö n í einu orðanna. Þannig verða loka-
orðin þrjú niðurstaða hugleiðingar um það sem allir hafa vit á þessa
dagana.
Sigmundur Davíð drottnar baldinn,
Davíð stjórnar bakvið tjaldið
– drottnar bakvið bláa faldinn,
baldinn: Tjaldið faldi(nn) valdið.
„Davíð stjórnar
bak við tjaldið“
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Nú liggja fyrir tölur frá Hagstofu Íslands,sem benda til þess að ferðaþjónusta hafi ífyrsta sinn á síðasta ári aflað meiri gjald-eyristekna en sjávarútvegur. Fyrstu tölur
benda til að munurinn hafi verið 2,5 milljarðar króna
ferðaþjónustunni í hag. Þetta eru merkilegar tölur,
sem geta haft grundvallaráhrif á þjóðfélagsumræður.
Fyrir meira en hálfri öld reis fyrsta álverið á Ís-
landi í Straumsvík. Að baki þeirri framkvæmd lá sú
hugsun að Íslendingar þyrftu að skjóta fleiri stoðum
undir afkomu sína en byggja ekki á sjávarútveginum
einum. Þá var litið svo á að Íslendingar ættu tvær
auðlindir, fiskinn í sjónum og óbeizlaða orku fallvatn-
anna. Þeir sem höfðu forystu í baráttu fyrir því að
hér risi iðjuver, knúið með orku fallvatnanna, menn á
borð við Jóhann Hafstein, Jóhannes Nordal og Eyjólf
Konráð Jónsson sóttu innblástur í þeirri baráttu ekki
sízt í framtíðarsýn Einars Benediktssonar, skálds.
Jafnan síðan hefur það verið trú minnar kynslóðar að
þjóðin hlyti að byggja afkomu sína á þessum tveimur
auðlindum.
Nú fer ekki lengur á milli mála að
við eigum þriðju auðlindina – landið
sjálft, náttúru þess og fegurð. Þegar
svo er komið að landið sjálft og nátt-
úra þess aflar þjóðinni meiri gjaldeyr-
istekna en sjávarútvegur og meiri
gjaldeyristekna en orkufrekur iðnaður
hafa orðið þáttaskil. Nú getum við ekki lengur sagt
að afkoma okkar byggist á tveimur auðlindum. Nú er
ekki lengur hægt að halda því fram, að ný iðjuver,
sem byggist á orku fallvatnanna séu eina leiðin til að
bæta lífskjör á Íslandi.
Um leið og þessi veruleiki blasir við og það í bein-
hörðum peningum hljóta umræður um náttúruvernd
og umhverfisvernd að gjörbreytast. Nú er ekki leng-
ur hægt að halda því fram, að þeir sem telja að ekki
eigi að snerta frekar við miðhálendi Íslands séu ein-
hverjir sérvitringar. Miðhálendi Íslands er auðlind,
sem við höfum tekjur af. Nú er ekki lengur hægt að
segja, að þeir sem vilja ekki snerta við Þjórsárverum
eða stofna þeim í hættu séu sérvitringar. Ósnortin
Þjórsárver afla þjóðinni tekna.
Nú er ekki lengur hægt að segja, að þeir sem vilja
ekki leggja uppbyggða vegi um hálendið þvers og
kruss, með malbiki, sjoppum og benzínstöðvum séu
vitleysingar. Hálendið án slíkra vega er auðlind, sem
aflar þjóðinni tekna. Og þannig mætti lengi telja upp
staði og svæði sem afla þjóðinni tekna með því einu
að vera til.
En nú á það sama við og þegar við höfðum náð
fullum yfirráðum yfir auðlindum hafsins og augu okk-
ar opnuðust fyrir því að það mætti ekki eyðileggja þá
auðlind með ofveiði. Við yrðum að gera ráðstafanir til
að vernda þá auðlind og koma í veg fyrir rányrkju.
Einn viðmælandi minn sagði á dögunum að kannski
ætti það sama við um náttúru landsins og fiskimiðin.
Það mætti ekki „ofveiða“ náttúruna ef svo má að orði
komast. Og það er rétt. Með sama hætti og hægt er
að eyðileggja fiskimiðin með ofveiði er hægt að eyði-
Hálendi Íslands skilar okkur tekjum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
leggja náttúru landsins með of miklum mannfjölda.
Sú hætta hefur lengi verið augljós á svæðum eins og
í Herðubreiðarlindum og í Landmannalaugum.
Ósnortin náttúra Íslands er takmörkuð auðlind svo
gripið sé til orðfæris úr umræðunum um kvótakerfið.
Umgengni um þá takmörkuðu auðlind er bæði hægt
að meta til verðmæta eins og kvótann og um leið lífs-
nauðsynlegt að vernda, jafnvel með takmörkun að-
gangs.
Náttúruverndarsinnar og umhverfisverndarsinnar,
sem eru ekki sízt yngri kynslóðir á Íslandi, hafa
fengið nýja og sterka viðspyrnu í baráttu sinni. Þau
ættu að huga að þessu, Björk, Andri Snær, María
Ellingsen o.fl.
En þetta mál á sér fleiri at-
hyglisverðar hliðar sem snerta
þjóðfélagsumræður. Þótt til séu
nokkur stór fyrirtæki í ferða-
þjónustu eru það þó ekki sízt
fjölmörg smáfyrirtæki í eigu
einstaklinga og fjölskyldna, sem
móta þessa atvinnugrein. Í gagnlegri skýrslu hag-
deildar Landsbanka Íslands um atvinnugreinina seg-
ir:
„Hið dæmigerða ferðaþjónustufyrirtæki hefur aldr-
ei skilað jafn miklum tekjum og árið 2012. Tekjur
þess námu 13 m.kr….“
Þótt allir stjórnmálaflokkar haldi nú smáfyrirtækj-
unum fram er þó enginn þeirra sem frá upphafi hefur
lagt jafn mikla áherzlu á mikilvægi slíkra fyrirtækja í
atvinnulífi þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn. Og í
ljósi þess að í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á fyrri
tíð var sá stjórnmálamaður á Íslandi, sem hafði for-
ystu um að setja náttúruvernd á dagskrá þjóðfélags-
umræðna, þ.e. Birgir heitinn Kjaran, má með rökum
segja að engum stjórnmálaflokki standi það nær en
Sjálfstæðisflokknum að hlúa að og standa vörð um
smáfyrirtækin í ferðaþjónustu.
Og það verður ekki gert nema með öflugum stuðn-
ingi við náttúruvernd.
Nú er það svo að peningar eru ekki allt. Jafnvel
þótt hálendi Íslands skilaði engum tekjum ætti að
vernda það. En í veröld, þar sem allt snýst um pen-
inga og allt er metið til fjár skiptir máli, að fólk átti
sig á að sú sameign íslenzku þjóðarinnar, sem hér er
fjallað um, ósnortnar óbyggðir, hvítir jöklar, svartir
sandar og tærar ár og vötn og hreint loft skila þjóð-
inni nú meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn
og orkufrekur iðnaður. Og sums staðar er ekki farið
að nýta þessa tekjumöguleika að nokkru ráði eins og
á norðanverðum Vestfjörðum.
Tölur Hagstofunnar og skýrsla Landsbankans opna
okkur nýja sýn á framtíðina.
Náttúruvernd er hags-
munamál smáfyr-
irtækja í ferðaþjónustu
Flestir bera virðingu fyrirbreskum dómurum, þegar
þeir skálma þungbúnir í réttarsali
í skikkjum með hárkollur og þús-
und ára hefð að baki, og allir aðrir
flýta sér að standa upp. Ég hef þó
oftar en einu sinni tekið eftir því,
að þeir eru skeikulir og þá um ein-
faldar staðreyndir.
Eitt dæmið er, þegar áfrýj-
unardómstóll, Court of Appeal, í
Lundúnum kvað upp úrskurð 3.
mars 2008 í máli, sem ég hafði
áfrýjað þangað. Dómararnir voru
Clarke, Dyson og Jacob. Í lýsingu
á málsatvikum fremst í dómnum
(2. grein) segir, að þau séu tekin
úr dómi undirréttar, sem kveðinn
var upp 8. desember 2006. Enn
segir þar, að ég hafi birt á heima-
síðu minni „í Englandi“ tiltekin
ummæli, sem voru tilefni dóms-
málsins. Ekkert er hins vegar um
það í dómi undirréttar, að heima-
síðan hafi verið í Englandi, og hún
var það ekki, heldur var þetta
heimasíða mín í Háskóla Íslands,
þótt aðgengileg væri frá Bretlandi
eins og frá hundrað öðrum lönd-
um.
Annað dæmi sýnu alvarlegra er,
þegar skilanefnd Kaupþings höfð-
aði skaðabótamál í Bretlandi gegn
breska fjármálaráðuneytinu. Skila-
nefndin tapaði málinu með úr-
skurði 20. október 2009. Dóm-
ararnir voru Richards og
Maddison. Í lýsingu á málsatvikum
í dómnum (20. gr.) segir: „6. októ-
ber var viðskiptum með hlutabréf
íslensku bankanna hætt, og ríkis-
stjórn Íslands setti neyðarlög, sem
fólu í sér tryggingar fyrir inn-
stæðueigendur í íslenskum útbúum
bankanna.“ Þetta er rangt. Í fyrsta
lagi setti ríkisstjórnin ekki neyð-
arlögin, heldur Alþingi. Það atriði
er þó ekki eins mikilvægt og hitt,
að í neyðarlögunum (nr. 125/2008)
er hvergi að finna nein ákvæði um
það, að innstæður í íslenskum
útbúum bankanna séu sérstaklega
tryggðar, heldur segir þar, að
kröfur innstæðueigenda (og þá
allra, erlendra jafnt og íslenskra) á
hendur hugsanlegum þrotabúum
bankanna séu forgangskröfur.
Annað mál er það, að ríkis-
stjórnin lýsti því samtímis yfir, að
hún ábyrgðist allar innstæður í ís-
lenskum útibúum bankanna. En sú
yfirlýsing hafði ekkert lagagildi og
var hliðstæð yfirlýsingum margra
annarra ríkisstjórna á sama tíma,
sem vildu koma í veg fyrir áhlaup
á banka.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Breskir dómarar
skeikulir