Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 34

Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Meðan innanrík- isráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ver fjármunum lands- manna til að ferðast milli sýslumannsemb- ætta og kynnir að eng- um starfsmanni verði sagt upp við samein- ingu embættanna, fer samstarfskona hennar í ríkisstjórninni, Vigdís Hauksdóttir, þingmað- ur, mikinn í fjölmiðlum og lýsir yfir hinu gagnstæða. Það er vert að árétta að gefnu tilefni að það er ekki verkefni þingmanna að segja upp opinberum starfsmönnum heldur að setja lög um verkefni hins opinbera. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna nr. 70/1996, er uppsagnarfrestur op- inberra starfsmanna annarra en embættismanna gagnkvæmur. Þörf Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, til upp- sagnar opinberra starfsmanna við sameiningu sýslumannsembætta er því fyrst og fremst af tilfinninga- legum toga nema að um þekking- arleysi sé að ræða. Stofnanir ríkisins sambærilegar sýslumannsemb- ættum hafa á undanförnum árum verið sameinaðar, t.d. Fasteignamat ríkisins og Þjóðskrá og stofnanir á vegum skattstjóraembætta. Ekki er dregið í efa að það hefur hagræðingu í för með sér en senni- lega fyrst og fremst þegar horft er til yf- irstjórnar stofnana að því gefnu að verkefni þeirra séu óbreytt. Þetta eru aftur á móti staðreyndir sem hægt er að meta. Það er hins vegar vert að vekja at- hygli á að undirstofn- unum ráðuneyta hefur á undanförnum árum verið ætlað að ná fram umtalsvert meiri sparnaði í mannahaldi en ráðuneytunum sjálfum auk þess sem ráðuneytin hafa í æ ríkari mæli seilst til vinnuafls undirstofnana í þágu lögboðinna verkefna ráðuneyt- anna. Ég hvet stéttarfélög opinberra starfsmanna til að mótmæla yfirlýs- ingum og atlögu Vigdísar Hauks- dóttur þingmanns, að opinberum starfsmönnum. Þar sem þingmað- urinn Vigdís leitar að tækifærum til hagræðingar í ríkisrekstri bendir udirrituð á að hagkvæmt væri fyrir ríkisreksturinn að útrýma sér- reglum um forréttindi hluta rík- isstarfsmanna. Þannig mætti t.d. setja reglur um gagnkvæman upp- sagnarfrest embættismanna ann- arra en dómara og fella má niður Kjararáð og lögfræðiskrifstofu for- stöðumanna ríkisstofnana, ríkislög- mann. Hæst launuðu starfsmenn ríkisins þurfa ekki á sérákvæðum að halda til verndunar réttinda sinna og ætti launamálum embættismanna, þingmanna, forstöðumanna rík- isstofnana, og annarra sem sam- kvæmt ákvörðun Kjararáðs njóta hærri launa en meðallauna op- inberra starfsmanna, að vera nægi- lega vel borgið innan fag- eða stétt- arfélaga viðkomandi starfsstétta. Þá held ég að það sé vel tímabært, þurfi ríkið að reka lögfræðiskrifstofu, að ríkislögmanni verði falin þau lög- mannsstörf sem nauðsynlegt er að greiða úr ríkissjóði. Hér má benda á skiptastjórn í opinberum skiptum dánarbúa þegar eignir hrökkva ekki fyrir skiptakostnaði og skyldubund- in lögráð fyrir lögræðissvipta ein- staklinga sem eru eignarlausir. Að lokum hvet ég þingmanninn telji hann nauðsynlegt að fækka rík- isstarfsmönnum að leggja til fækkun þingmanna við framlagningu næsta frumvarps til breytinga á stjórn- skipunarlögum, sem mér skilst að sé á döfinni vegna EES samningsins. Möguleg fækkun þingmanna til- heyrir starfssviði þingmannsins Vig- dísar Hauksdóttur en ekki upp- sagnir starfsfólks sýslumanns- embætta landsins. Vil fækka þingmönnum Eftir Birnu Salóme Björnsdóttur »Hagkvæmt væri fyrir ríkisreksturinn að útrýma sérreglum um forréttindi hluta ríkisstarfsmanna. Birna Salóme Björnsdóttir Höfundur er aðstoðardeildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Skólabjallan hringir á dimmum skammdeg- ismorgni, kennarinn kemur inn með rjúk- andi kaffi í bolla og sest. Hann lítur yfir hálftóman bekkinn, fær sér kaffisopa, dæs- ir og hefur manntal. Misþreytt „já“ velta upp úr nemendum og hægt og rólega skríða þeir síðustu inn í stofuna. Kennsla hefst með hefðbundnu formi, kennarinn byrjar að tala um eitthvað, þeir sem ekki þykjast vera að glósa eru ann- aðhvort í símanum eða með höfuðið á borðinu. Þegar líður á daginn eykst lífsmarkið meðal framhalds- skólanemanna en framleiðnin í tím- unum helst óbreytt. Skilaboð samfélagsins þvinga alla í bóknám, allir ætla sér að verða lög- fræðingar eftir að allir viðskipta- fræðingarnir voru lögsóttir eftir hrunið. Það að vera góður smiður, pípari eða múrari þykir ekki nógu flott. Flestir eru komnir með skóla- leti, nenna þessum fjórum árum varla, nema bara til þess að „fá sér“ um helgar með öllu því dásamlega fólki sem það hefur kynnst á menntaskólagöngunni. Undirlaunaðir kennarar fram- haldsskólanna nenna þessu ekki heldur, þeir fara fram á 17% launa- hækkun, ríkið er til í að bjóða þeim 2,8%. Kennarastéttin fer í verkfall og nemendurnir geta ekkert gert, enda eru þeir ekki kröfuhafar á sitt eigið nám. Sumir leggja mikið á sig í verkfallinu á meðan aðrir hvíla lúin bein, vinna, djamma og deila mynd- um á samfélagsmiðlum sem bera „hashtagið“ #Verkfall. Með þessu móti mætti lýsa skóla- kerfinu eins og það er í dag. Rúm- lega 200 ára kerfi sem má rekja til iðnbyltingartíma Prússa. Kerfi sem fyrirlítur nýsköpun og tortímir sköpunargáfu! Þetta kerfi er hannað eins og verksmiðja þar sem nem- endur færast á klukkutímafresti eft- ir færibandi sem liggur frá einum tíma í annan. Hlutverk skólanna er að moka nemendum á einhverja ákveðna braut og færa þeim svo ofmetinn gæðastimpil sem kall- ast stúdentspróf í hendurnar. Á þessum 200 árum hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Maðurinn er við það að fara að stunda reglulegar geimferðir sér til skemmtunar og net- væðingunni virðast engin takmörk sett. Aðgangur að upplýs- ingum hefur aldrei verið betri og framboð fyrirlestra og kennslu- myndbanda á borð við TedEd og KhanAcademy gerir fólki það tækni- lega kleift að læra allt það, sem skól- inn býður upp á, frítt og á styttri tíma. En þrátt fyrir allar þessar tækniframfarir hafa skólar og kennsla nánast ekkert aðlagast breyttum aðstæðum. Skólastofan samanstendur ennþá bara af borð- um, stólum og töflu! Ástæðan er einföld: Nýsköpun kemur aldrei frá opinberum stofn- unum. Hvernig á menntun að geta breyst til hins betra ef hún er í helj- argreipum hins opinbera? Kostn- aður ríkisins vegna hvers náms- manns í framhaldsskóla er að jafnaði um 600.000 krónur á ári. Miðað við fjögur ár í framhaldsskóla kostar því útskrifaður stúdent um 2,4 milljónir króna. Kostnaður ríkisins vegna allra framhaldsskóla í landinu er um 9,5 milljarðar króna. Ef við gerum svo ráð fyrir því að 140 einingar séu til stúdentsprófs þá er einingin metin á 17.143 krónur! Þar sem flestir áfangar kjarnans eru þriggja eininga áfangar er hver áfangi metinn á 51.429 krónur! Hvað í ósköpunum réttlætir þetta verð, þegar sama efni er til á netinu end- urgjaldslaust og vönduð spjaldtölva gæti fengist fyrir svipað verð? En í þessu peningagleypandi svartholi má samt sjá smá ljóstíru; tækifæri til þess að umbreyta íslenska fram- haldsskólakerfinu í það nýstárleg- asta og skilvirkasta á Norðurlönd- unum, sem á sama tíma myndi auka hamingju og ástríðu nemenda og skapa betur launuð og skemmtilegri kennarastörf. Umbreyting skólakerfisins fælist í svokallaðri „kúvendingu kennslu- stofunnar“ (flipping the classroom), þar sem tæknin væri í fararbroddi. Nemandinn gæti hlustað og horft á kennsluna heima og mætt svo í skól- ann og leyst verkefni, þar sem kenn- ari væri til að veita aðstoð ef þörf kræfi. Svona gæti sérhver nemandi lært á sínum eigin hraða og kenn- arar hjálpað þeim á betri hátt. Núna felst meginkostnaður nemenda í kaupum á misgóðum kennslubókum sem þarf að endurútgefa og uppfæra reglulega. Með því að láta nemendur frekar kaupa spjaldtölvur og nota rafrænar bækur er hægt að lækka bókakostnað nemenda til muna, auk þess sem þetta fyrirkomulag væri umhverfisvænna. Peningarnir sem spöruðust við þetta gætu því frekar runnið í námið sjálft. Við einkavæðingu menntastofn- ana á framhaldsskólastigi gætu ein- staklingar fengið betra nám og meira val. Stofnanir myndu keppast við að bjóða besta námið á sem hag- kvæmastan hátt. Áfangar væru fá- anlegir á því verði sem markaðurinn ákvæði og nemendur, sem nú væru orðnir kröfuhafar á sitt eigið nám, gætu haft talsvert meiri áhrif á það sem þeir fengju út úr þjónustunni. Þetta aukna valfrelsi myndi koma gagnslausum áföngum út úr skóla- kerfinu og svo gætu nemendur valið meira hvaða þjónustustig þeir þiggja. Sumir gætu eingöngu nýtt sér námsþjónustu en aðrir gætu borgað aukalega fyrir þann munað sem við mörg hver teljum alltof sjálfsagðan nú til dags. Svona róttæk einka- og tækni- væðing myndi skila sér í hagræð- ingu, betri menntun og væri skref í átt að bjartari og upplýstari framtíð! Uppreisn námsins Eftir Hörð Guðmundsson »Róttæk einka- og tæknivæðing á framhaldsskólastigi myndi skila sér í hag- ræðingu, betri menntun og væri skref í átt að bjartari og upplýstari framtíð! Hörður Guðmundsson Höfundur er menntaskólanemi. Lækjargötu og Vesturgötu PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 31. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is -Meira fyrir lesendur BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ SÉRBLAÐ Brúðkaupsblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 4. apríl Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir meðal efnis í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.