Morgunblaðið - 29.03.2014, Side 35

Morgunblaðið - 29.03.2014, Side 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 „Landið var fagurt og frítt.“ Öldur. Brotsjóir. Brim. Land numið af fólki ólíkra þjóða. Samskipti manna í blíðu og stríðu. Lífið öðlast gildi með öðrum manneskjum í sátt við umhverfið. Bar- átta, ástúð, hatur, óáran, samhygð. Dauðapestir. Eldgos. Ógnaröfl. Sorg, barnadauði, samúð, lífs- neisti, von. Svo birtist mönnum kerling sem kölluð var elli. Og elstir urðu gamlir. Sumir dóu fljótt. Aðrir lögðust í kör. Ein- staka nutu umönnunar. Aðrir píndust. Hrjáðir – einir í horni. Enginn heyrði andvörp í angist: Ó, María, Guðs móðir. Hefurðu yf- irgefið mig? Enginn elskar mig. Vandræðabarn. „Líf mitt er til fárra fiska metið.“ Gangur kyn- slóðanna. Í byrjun áttunda áratugar síð- ustu aldar var neyð aldraðra hjúkrunarsjúklinga í heimahúsum grafalvarleg. Mörg hundruð úr- ræðalausar fjölskyldur og ætt- ingjar, einkum konur, vöktu yfir foreldrum daga og nætur. Bið eft- ir lausn, umönnun og öryggi varð oft löng í kvíða og óvissu. Árið 1973 var Grensásdeild tekin í notkun og allir fögnuðu deild end- urhæfingar og lækninga. En veik- um öldruðum fjölgaði sem hvergi fengu pláss. Árið l975 var öldrunarlækninga- deild tekin í notkun í Hátúni, síðar með dagdeild og móttökudeild. Tímamót mörkuð með afburða- starfi og faglegu teymi með til- raun til samhæfingar allrar heima- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ráðgert var að byggja hjúkr- unardeildir við B-álmu Borg- arspítalans (1977) en þær urðu sérdeildir vegna sjúkra aldraðra og fyrsta deildin opnuð 1983. Veikum öldruðum í heimahúsum fjölgaði enn. Neyðarástand. Snjöll- um datt í hug að breyta Hafnar- búðum (gamla verkamannaskýlinu, frá 1962, við höfnina í Reykjavík) í hjúkrunarheimili. Glapræði, sögðu sumir, að setja fár- sjúka á heimili innan um drunur og hávaða bíla, skipa og annarra farartækja. Tvær deildir voru opnaðar þar 1977 og dagdeild á fyrstu hæð. Þeir sem höfðu einhverja hreyfi- og heilagetu nutu þess í ríkum mæli að fylgjast með lífinu fyrir utan – lif- andi! Með samvinnu við fagfólk á öldrunar- lækningadeild í Hátúni var stofn- uð nefnd sem fór yfir umsóknir þeirra sem sóttu um dvöl á hjúkr- unarheimilum. Árið 1982 var opn- uð öldrunardeild á Hvítabandinu við Skólavörðustíg, nokkur pláss voru á Eiríksgötuheimilinu (gamla Fæðingarheimilinu), Droplaug- arstaðir við Snorrabraut voru teknir í notkun sama ár með 32 rými fyrir hjúkrunarsjúklinga og hátt í 300 umsóknir bárust. Sama ár voru samþykkt lög á Alþingi um málefni aldraðra og sumir spurðu: Hvers vegna sérstök lög um aldraða – eru þeir ekki hluti af almennu samfélagi? Eru þeir kannski vandræðabörn? Allt of margir aldraðir sjúkling- ar og aðstandendur þeirra lifa í óvissu sem skapar kvíða og örygg- isleysi sem veldur svefntruflunum – vonleysi og depurð sem veikir ónæmiskerfið. Á Vífilsstöðum var einnig opnuð hjúkrunardeild og enn reynt að breyta og bæta. En skjótt skipast veður í lofti. Eiríks- götuheimili var lokað og sjúkling- ar fluttir á Hvítabandið og 1997 voru sjúklingar á Hvítabandinu fluttir á Landakot – Vífilsstöðum var lokað og sjúklingar fluttir – og fluttir aftur og Hafnarbúðum var lokað 1997 og sjúklingar fluttir á Landakot. Vandinn var mikill. Fjöldi aldraðra beið á bráðadeild- um sjúkrahúsanna og enn fleiri í heimahúsum. Margir höfðu samúð og löngun til góðra verka. En samúð og löngun nægja ekki ef engar eru aðgerðir. Þegar ég var ungur forfærðum við verkamennirnir í pakkhúsum Eimskips kassa, pakka og sekki, tókum til fyrir nýjar sendingar. Gamalt og veikt fólk sem okkur þykir vænt um færum við ekki til eins og hverja aðra sekki. Í mörgu var þó gengið til góðs í tímans rás. Í janúar 1996 urðu þáttaskil í öldrunarmálum með sameiningu Landakots og Borg- arspítalans, en árið 2000 varð samruni Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans og til varð Landspítali – háskólasjúkrahús með nýju öldrunarsviði á Landa- koti. Miklar framtíðarvonir eru bundnar við öldrunarsvið Landa- kots við greiningar, lækningar, endurhæfingu og rannsóknir sem þegar hafa skilað góðum árangri í öldrunarmálum á Íslandi. Hér skal ekki gleymt að nefna Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund sem stofnað var árið 1922 þegar 11.000 íbúar bjuggu í Reykjavík og um 95.000 á öllu landinu. Heimilið(n) hefur verið rekið með reisn og framtíðarsýn og veitt þúsundum Íslendinga at- hvarf og öryggi. Hrafnista í Reykjavík tók til starfa árið 1957 og tuttugu árum síðar í Hafn- arfirði. Síðar bættust við heimilin Sunnuhlíð, Seljahlíð, Sóltún, Skjól, Eir, Sólvangur, Skógarbær, Holtsbúð og fleiri. Þrátt fyrir allt eru enn of margir aldraðir sem lifa í óvissu. Sumir deyja fljótt. Aðrir fá umönnum af alúð. Of margir líða sálarkvöl – einir í horni. Öldruðum fjölgar hratt á næstu áratugum og því skiptir máli að framtíðaráætlanir gefi örugga vissu og von um betri tíð. Vænt- umþykja og virðing eru veigamikl- ir þættir í mannlegum sam- skiptum frá upphafi lífs – og ekki síst er við stöldrum eitt andartak við ós eilífðarinnar. Vandræðabörn á efri árum Eftir Þóri S. Guðbergsson » Væntumþykja og virðing eru veiga- miklir þættir í mann- legum samskiptum frá upphafi lífs – ekki síst er við stöldrum eitt andartak við ós eilífðarinnar. Þórir S. Guðbergsson Höfundur er félagsráðgjafi. Kveikjan að þessum skrifum er áhugavert viðtal sem ég hlustaði á við Jón Torfa Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands. Í viðtalinu fjallar Jón Torfi m.a. um að menntakerfið ætti stöðugt að taka breytingum í takt við þarfir nútímans, í skól- um landsins sé mikil gróska og að margir vinni þar frá- bært starf. Einnig var fjallað um mikilvægi fjölbreytninnar og að fólk hafi val. Ég get tekið undir hvert orð og þá sérstaklega vakti áhuga minn umræðan um hversu hratt heimurinn breytist meðal annars með tilkomu hnattvæðingarinnar. Í starfi mínu hef ég orðið áþreifanlega vör við hversu eftirsóknarvert það er fyrir margt af okkar unga fólki að vera læs á mismunandi menningu og hafa í sínu farteski ákveðin tól og tæki til að geta bæði lifað og starfað víðsvegar um heiminn. Jafnvel þó að börnin okkar eigi ekki eftir að búa eða vinna annars staðar en í sínu heimalandi þá eru yfirgnæfandi líkur á að þau eigi eftir að upplifa mismunandi menn- ingu, tungumál og margskonar önn- ur félagsleg sjónarhorn en þeirra eigin. Undanfarin ár hef ég tekið þátt í því spennandi frumkvöðlastarfi að skapa grunnskóla sem býður upp á alþjóðlega menntun í íslensku um- hverfi. Alþjóðaskólinn á Íslandi er grunnskóli sem þjónar annarsvegar nemendum sem dvelja tímabundið á Íslandi og fá menntun sína einvörð- ungu á ensku. Hinsvegar þjónar skólinn einnig nemendum sem hafa góðan grunn í íslensku og fá al- þjóðlega menntun sína í alþjóðlegu umhverfi en að góðum hluta á ís- lensku. Þannig kemur skólinn ekki einungis til móts við þarfir þeirra sem dvelja tímabundið á landinu heldur er hann einnig raunverulegt val fyrir íslenskar og tvítyngdar fjöl- skyldur sem vilja gefa börnum sínum tækifæri til að fá alþjóðlega menntun hér á landi. Tungumál skólans eru enska og ís- lenska auk þess sem skólinn býður reglulega upp á námskeið í spænsku, þýsku og kínversku svo eitthvað sé nefnt. Í Alþjóðaskólanum notum við alþjóðlega námsskrá sem kennt er eftir í meira en 1000 skólum víðs- vegar um heiminn. Það má því segja að í stað þess að byrja á heima- landinu er heimurinn allur strax undir og síð- an er tengt við heima- landið. Starfsfólk okkar kemur víðsvegar að úr heiminum sem og margir af okkar nem- endum. Við nýtum okk- ur alþjóðleg mælitæki til að meta hvar nem- endur okkar standa í ensku og stærðfræði miðað við aðra nemendur víðsvegar um heiminn. Jafnframt þreyta ís- lenskir móðurmálsnemendur sam- ræmd próf í íslensku og allir nem- endur á tvítyngdu námsbrautinni þreyta samræmdu prófin í stærð- fræði. Við sem samfélag erum að breyt- ast. Með fækkandi landamærum hef- ur laðast til okkar hæft fólk frá margvíslegum löndum. Sumir vinna tímabundið á Íslandi en aðrir setjast hér að. Við Íslendingar höfum verið dugleg að leita okkur menntunar er- lendis og sum okkar hafa auðgað ís- lenskt menningarlíf með því að snúa aftur með erlendan maka og tvítyngd börn. Líkt og talað var um í upphafi þarf menntakerfið að fylgja þessum breytingum eftir og bjóða upp á góða menntunarmöguleika fyrir alla hópa. Í tíu ár hefur Alþjóðaskólinn sinnt þessum hópi fólks. Það sem við erum þó ekki síður stolt af er að undanfarin ár höfum við einnig getað boðið þeim sem búa á Íslandi upp á alþjóðlega menntun á íslensku og góða ensku- kennslu. Ég hef stundum sagt að skólinn þjóni þannig fjölskyldum sem vilja gefa börnunum sínum þá gjöf að geta lært á tveimur tungumálum í al- þjóðlegu umhverfi. Þannig fá þau góðan undirbúning fyrir framtíðina þar sem krafan um menningarlegt læsi, víðsýni, samvinnu og sköp- unargleði verður sífellt meiri. Alþjóðleg menntun í íslensku umhverfi Eftir Guðrúnu Hönnu Hilmarsdóttur »Ég hef stundum sagt að skólinn þjóni þannig fjölskyldum sem vilja gefa börnunum sín- um þá gjöf að geta lært á tveimur tungumálum í alþjóðlegu umhverfi. Guðrún Hanna Hilmarsdóttir Höfundur er skólastjóri Alþjóðaskólans á Íslandi. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Glæsilegt 325,4 fm. einbýlishús auk ca. 22 fm sólstofu í rólegri, lokaðri götu á vinsælum stað miðsvæðis í borginni. Stórar stofur, sér hjóna- svíta, 5-6 svefnherbergi. Möguleiki á aukaíbúð. Tvöfaldur bílskúr. Gróinn og fallegur garður, gott útsýni. Stutt í alla þjónustu, verslanir og góða skóla. Einstök eign á frábærum stað. Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sýnir eignina. Gsm: 893 2495 Stigahlíð 90, 105 Reykjavík Opið hús sunnudag 30. mars frá kl. 16:00-16:30 OP IÐ HÚ S Grétar Haraldsson Hrl. Lögg.fast.fyrirt.og skipasali Aðalheiður Karlsdóttir Lögg.fast.fyrirt.og skipasali Berta Bernburg Lögg. fasteignasali og leigumiðlari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.