Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Ljósin kvikna, rauðu tjöldin eru dregin frá og þarna er hún! Glæsilega vinkona mín á heimavelli! Uppi á sviði! Það sem ég er stolt! Ég sé fyrir mér að þetta sé bara byrj- unin á einhverju æð- islegu og hún muni fá mörg hlutverk en nei, bíddu nú hæg, svo man ég, það eru ekki margar söguhetjur í hjólastól og þar sem hún getur því miður ekki vippað sér neitt auðveld- lega úr honum þá mun hún líklega ekki fá þau mörg hlutverkin. Í raun- inni var hjólastóllinn, þessi litli auka- hlutur, eina ástæðan fyrir því að hún fékk þetta hlutverk. Ég vil byrja á að taka það fram að ætlunin með þessari grein er alls ekki að gagnrýna einstaklingana sem um ræðir í greininni heldur að vekja fólk til umhugsunar um hvaða orð við látum falla í kringum fatlaða og hvort við komum fram við þá fyrst og fremst sem „fatlaða“ ein- staklinga, en ekki bara einstaklinga, þegar það er óþarfi. Ég veit að fötl- unarfræðingurinn var einungis að reyna að vera kurteis, leikhússtarfs- maðurinn raunsær og bílastarfsmað- urinn einungis að sinna starfi sínu með hliðsjón af lífi sínu. Ég skil val hans mjög vel þar sem viss áhætta fylgir starfi hans. En spurningin er hvernig við getum bætt þjónustuna við þessa einstaklinga og komið fram við þá á jafningjagrundvelli. Nú er vinkona mín bundin í hjóla- stól en er þó að mínu mati laus, er ekki einu sinni bundin í orðsins fyllstu merkingu. Hún fór á söng- leikinn Spamalot um daginn og gjör- samlega ljómaði! Hún fór á kynn- ingu hjá Borgarleikhúsinu stuttu áður og spurði hvernig væri með einstaklinga í hjólastól og fékk þau svör að þeir fengju yfirleitt ekki hlutverk nema karakterinn ætti að vera bundinn við hjólastól. Þið getið ímyndað ykkur hvaða áhrif þessi orð höfðu á vonandi framtíðarleikkon- una, varla jákvæð … Nú ef ég set mig í hennar spor, væri að ákveða hvað ég ætti nú að gera í lífinu og myndi fá þetta svar myndi ég eflaust hugsa; njaa, það borgar sig varla að læra leik- list, myndi bara fá örfá hlutverk og þá bara út- af hjólastólnum. Æ nei, ég verð bara ritari, fötl- unarfræðingur eða eitthvað hentugt. Halló! Leggjum við virkilega meiri áherslu á að karakterinn sé nákvæmlega eins og honum er lýst í handritinu eða í verkinu sem leikverkið er byggt á? Skiptir kyn, útlimir og litur skáldsagnapersóna virkilega meira máli heldur en líf alvöru ein- staklinga? Af hverju fá t.d. ekki bæði konur og karlar tækifæri til að leika Spiderman? Þrátt fyrir að upp- runalegi karakterinn hafi verið karl- maður þá er meiningin á bak við kar- akterinn sú að hann á að endur- spegla mann sem öðlast ofurhetjukrafta á undarlegan hátt og tileinkar líf sitt í að berjast gegn vondum mönnum. Nokkrum dögum seinna fórum við stöllurnar á háskólakynningu þar sem m.a. var kynnt fyrir okkur nám í fötlunarfræði. Ef ég á að segja eins og er þá móðgaðist ég hálfpartinn þegar önnur konan segir við vinkonu mína: „Fatlaðir eru sérstaklega vel- komnir,“ og átti við námið. Ég spurði vinkonu mína hvort henni hafi ekki fundist þetta leiðinlegt og jú, henni fannst þetta nú ekkert æð- islegt viðurkenndi hún en bætti svo við að hún væri svosem bara orðin vön þessu! Þarf alltaf að vera að skipta okkur í þessa blessuðu hópa; fatlaðir og ófatlaðir, konur og karla o.s.frv.? Þó að hún sé fötluð þá hefur hún engan sérstakan áhuga á fötlun, hún var bara einfaldlega svo óheppin að lenda í slysi. Hinsvegar er áhug- inn gríðarlegur hjá mér. Á þessum tíma var stutt síðan henni var tjáð að hún myndi þurfa að bíða í nokkurn tíma fyrir utan gisti- stað sinn á höfuðborgarsvæðinu eftir Ferliþjónustu fatlaðra í Reykjavík- urborg. Skilaboðin voru þau að bíl- stjórarnir gætu ekki hjálpað henni út úr húsinu því þeir væru ekki tryggðir ef eitthvað kæmi upp á. Því leit út fyrir að gestgjafafjölskyldan þyrfti að hjálpa henni niður tröpp- urnar úti áður en fjölskyldan færi til vinnu og í skóla, þó svo að langt væri þangað til bíllinn kæmi. Þessu var þó reddað með því að vinkona mín hafði tekið með sér sliskjur (rennur) að heiman og bílstjórarnir héldu við stólinn á leið niður tröppurnar. Er ekki einhver þarna úti sem getur breytt þessum lögum fyrir mig og einfaldlega bara tryggt þessa starfsmenn? Þúsund rokkstig í boði fyrir þá sem drífa í því. Og má svo ekki redda sliskjum í þessa bíla svo að einstaklingar þurfi ekki að ferðast með slíkt á milli landshluta og bara yfirhöfuð mæta þörfum þeirra betur? Þetta var bara einn dagur! Svo þið getið ímyndað ykkur hvernig hinir 364 dagarnir eru – þeir eru ekki allt- af dans á rósum! Það er ótrúlegt hvað sumt fólk mætir í rauninni miklum fordómum og hvað stór partur af fötlun er oft manngerður. Ég vona innilega að næst þegar vinkona mína fer til „borgar óttans“ verði tekið betur á móti henni og lit- ið á hana sem einstakling en ekki fatlaða manneskju í hjólastól sem á bara að fara í fötlunarfræði en ekki að verða leikkona burtséð frá áhuga. Svo vona ég einnig innilega að hún muni ekki eiga von á því aftur að þurfa að húka úti vegna einhverra tryggingamála! Við vinkonu mína vil ég segja þetta: Ég hef mikla trú á þér! Þú getur gert hvað sem þú vilt og aldrei, aldrei trúa öðru en því! Framtíðarleikkonan, … nei, bíddu, hún getur ekki staðið upp Eftir Herdísi Júlíu Júlíusdóttur » Þetta var bara einn dagur! Svo þið getið ímyndað ykkur hvernig hinir 364 dagarnir eru – þeir eru ekki alltaf dans á rósum! Herdís Júlía Júlíusdóttir Höfundur er nemi í Menntaskólanum á Akureyri. Æ, æ, það var nú meira ólánið fyrir strákagreyin hjá Ice- landic Group, að þetta hvalavesen skyldi ein- mitt núna þurfa að koma upp í henni Am- eríku. Salan á dótt- urfyrirtækinu, Ice- landic USA, til kanadísku keppinaut- anna, High Liner Sea- food, í nóvember 2011 var alveg að gleymast. En nú verður þetta allt rifjað upp aftur. En hvað áttu þeir annars að gera, strákarnir í Íslenzku Grúpp- unni? Einhvern veginn, áður en þeir vissu af, var fyrirtækið orðið skuldum vafið og gjaldþrot blasti við. Kanadamenn buðust til að hjálpa þeim með því að taka dótt- urfyrirtækið í Ameríku yfir, og meira að segja lofuðu þeir að tryggja, að markaðsaðgangur ís- lenzkra framleiðenda yrði sá sami og áður. Ofan á allt annað ætluðu þeir, af góðseminni einni saman, að halda á lofti vörumerkinu, Ice- landic í heil 7 ár. Allir vita, að þjóðirnar, sú ís- lenzka og sú kanadíska, eru tengd- ar vináttuböndum. Í Kanada er allt fullt af Vestur-Íslendingum, sem borða vínartertu, klæða sig í peysuföt og bjóða íslenzkum ráða- mönnum á fullveldishátíðir sínar til að halda ræður um vináttu land- anna. Og Icelandair er komið þar með eina fimm áfangastaði. Hverj- um getum við treyst ef ekki Kan- adamönnum, sögðu Grúppararnir. En nú er bezt að sleppa öllu gríni, því allt er þetta ferli þyngra en tárum taki. Þegar salan var til- kynnt, 2011, var eitt aðalatriðið, að markaðsaðgangur Íslendinganna yrði sá sami og áður. Í Mogga- grein, sem höfundur ritaði á þeim tíma, líkti hann því loforði við það, að Ísrael myndi lofa að gæta hags- muna Palestínu úti í heimi. Annars skal viðurkennt, að fréttir af efnd- um þessa loforðs hafa verið af skornum skammti. Það er eins og seljendur Icelandic USA hafi sem allra minnst viljað minnast á mál- ið. Eins og þeir hafi helzt viljað, að það gleymdist sem fyrst. En nú kemur í ljós, að kan- adískir eigendur High Liner Sea- foods eru ekki bara vinir Íslands heldur líka hvalanna. Þeir ætla að beygja sig fyrir vilja hvalavina- félagsins í Ameríku og hætta að kaupa fisk frá hinum vondu, ís- lenzku hvaladrápurum. Og hvað skyldi þetta nú þýða? Líklega að High Liner þurfi ekki lengur að standa við loforðið um tryggingu markaðsaðgangs. Er þá endanlega búið að ganga af dauðri 65 ára markaðsuppbyggingu Íslendinga í Ameríku? Á undanförnum áratugum, þeg- ar Íslendingar áttu bæði Coldwa- ter og Iceland Seafoods, blossuðu alltaf öðru hvoru upp mótmæli hvalavina í Ameríku. Þeir reyndu að fá fólk til að hegna okkur með því að kaupa ekki íslenzka fiskinn. En það var ekki auðvelt, því meiri- hluti hans var seldur á fjölfæð- ismarkaði en ekki í smásölu. Upp- runi fisks sem búið er að elda á veitingahúsi er ekki eins augljós og þess sem er til sölu í mat- vörubúðum. Íslend- ingarnir stóðu þessar árásir alltaf af sér og sköðuðust ekki. Þeir héldu líka uppi fræðslustarfsemi um hvalveiðar okkar í gegnum umboðsmenn sína og kaupendur. Vildarvinir okkar, Kanadamenn, hafa víst ekki mikinn áhuga á að aðstoða okkur á þessu sviði. Halda hefði mátt, að hið op- inbera hefði fylgst með, þegar spurðist um áform Icelandic Group að selja Icelandic USA. Allir, sem eitthvert vit höfðu á þessum mál- um, vissu, að hér var um áríðandi hagsmuni þjóðarinnar að tefla. Ekki er vitað, hvað vakti fyrir ráðamönnum landsins. Reyndar var sú stjórn, sem þá sat að völd- um, mjög evrópusinnuð og sögð hafa haft lítinn áhuga á að efla samband við Bandaríkin. Og ráð- herrarnir, eins og þeim er títt, uppteknir við að ferðast til útlanda og halda ræður til að bjarga heim- inum. Þegar þetta gerðist virðist Palestína hafa verið ofar í hugum þeirra, sem utanríkismálum réðu, heldur en Icelandic USA. Jafnvel í hinni vondu Ameríku hafa stjórnvöld vit á að reyna að fylgjast með einkaframtakinu og því sem það er að baksa. Öðru hvoru kemst í fréttir, að hið op- inbera hafi stöðvað samninga am- erískra fyrirtækja um sölu til er- lendra aðila á eignum eða tækniþekkingu, sem talið var að skaðað gæti þjóðarhagsmuni. Eina dæmið frá Íslandi, sem líkja mætti við þetta, var þegar fimmstjörnu Kínamanninum var meinað að kaupa landspildu uppi í sveit. Segja má, að lítið þýði að vera að býsnast yfir því sem er búið og gert. Samt er það þannig, að stundum geta menn ekki orða bundist. Ekki er ritari hæfur til að dæma um, hvort 230 milljónir doll- ara, eða 26,2 milljarðar króna, voru sanngjarnt verð fyrir Ice- landic USA. Allar eignir, birgðir og rekstur í Bandaríkjunum og reyndar Asíu, markaðskerfi með um 100 umboðsmönnum og allt að 1.000 viðskiptavinum. Andvirðið er minna en 10% af 270 milljarða heildartapi Íbúðalánasjóðs sam- kvæmt skýrslu rannsóknarfólks Alþingis. Margir ómerkilegri atburðir en salan á Icelandic USA hafa verið teknir til rannsóknar á Íslandi. Einhver hinna mörgu fjölmiðla í landinu ætti að taka sig til og senda fólk út af örkinni til að rannsaka allt það ferli, bæði á Ís- landi og í Ameríku. Niðurstaðan gæti ef til vill hjálpað til að fyr- irbyggja slík ofurafglöp í framtíð- inni. Hvalræðið í henni Ameríku Eftir Þóri S. Gröndal Þórir S. Gröndal » Þegar þetta gerðist, virðist Palestína hafa verið ofar í hugum þeirra, sem utanríkis- málum réðu, heldur en Icelandic USA. Höfundur er fyrrverandi fisksali í Flórída. Þegar talað er um fjármálalæsi er verið að tala um getuna til að fjalla um peninga og meðferð þeirra án vandræða, skilja helstu atriði eigin fjármála og hvernig er hægt að hafa áhrif á þau. Reglulega kemur upp umræðan um það hve Íslendingar séu illa að sér í fjármálalæsi. Mikið var unnið í þessum mál- um á árunum 2008-2009 en þá var meðal annars stofnuð nefnd af við- skiptaráðherra Íslands til að kanna stöðuna. Þá kom í ljós að aðeins um helmingur almennings væri almennilega fjármálalæs og að því væri sérstaklega ábótavant hjá tekjulægstu hópunum og þeim sem hafa litla menntun. Niðurstaða nefndarinnar var að lokum sú, að orðatiltækið „þetta reddast“ væri ríkjandi í hugsun Íslendinga. Því um leið og minni- hluti sagðist ekki hafa áhyggjur af fjármálum sínum, þá var meiri- hlutinn á því að geta ekki greitt skuldir sínar á réttum tíma næsta hálfa árið. Vandinn í kennslu fjármálalæsis liggur ekki í því að hana vanti inn í námsskrár, heldur er það frekar vilji og kunnátta kennara sem ákvarð- ar hvort þetta sé tek- ið fyrir. Námsefnið er til og kunnáttan er til staðar, það vantar bara nokkur verkfæri til að miðla henni. Þegar við tölum um fjármálalæsi meinum við m.a. að einstaklingur eigi að hafa vit á helstu hug- tökum sem koma fyr- ir á launaseðli hans og hvernig þeir liðir eru reiknaðir. Hvernig og hvers vegna skuli borga skatt, grunnur í gerð heimilisbókhalds, hvað kostar að borga með korti og hvernig er best að ávaxta laun eða lífeyr- irssparnað eftir því hvernig kerfi eru í gangi hverju sinni. Fjárhagsleg framtíð Svona kennsla mun styrkja vit- und þeirra einstaklinga sem neyt- enda og auka siðferði í fjármálum. Íslendingar eru það heppnir að eiga Stofnun um fjármálalæsi, for- stöðumaður hennar, Breki Karls- son, hefur verið duglegur að vekja athygli á vankunnáttu í fjár- málalæsi og um leið mikilvægi þess. „Með bættu fjármálalæsi hefur fólk tækifæri til að móta fjárhags- lega framtíð sína út frá því efna- hagsumhverfi sem það býr við. Það stuðlar einnig að gagnrýninni og upplýstri umræðu og ýtir undir fyrirhyggju í fjármálum. Þannig er ekki aðeins lagður grunnur að meiri lífsgæðum, heldur einnig stuðlað að ábyrgara og heilbrigð- ara samfélagi,“ segja samtökin um eiginleika fjármálalæsis. En um leið og við eigum þessa stofnun sem vinnur að þjóðarátaki í fjármálalæsi, gerum kannanir og skýrslur þá erum við ekki að taka almennilega á vandanum. Stýri- hópur um eflingu fjármálalæsis í grunn- og framhaldsskólum var settur á laggirnar 2011 og á að ljúka vinnu í árslok 2014. Við höfum þurft að taka á ýms- um kvillum þess að fjármálalæsi fólks er ekki meira en raun ber vitni og þar má til að mynda nefna SMS-lánin. Vonandi koma aðgerð- ir út úr vinnu stýrihópsins, hnit- miðuð niðurstaða þar sem Íslend- ingar eru teknir í fjármálakennslu á mannamáli áður en það verður að vandamáli hjá einstaklingum sem þurfa að treysta á að „þetta reddist“. „Þetta reddast“ Eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur »Reglulega kemurupp umræðan um það hve Íslendingar séu illa að sér í fjármálalæsi. Jóhanna María Sigmundsdóttir Höfundur er alþingiskona. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.