Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Til sölu ef viðunandi tilboð fæst í allar fasteignir Laugarbakkaskóla í Miðfirði Húnaþingi vestra. Nánar tiltekið er um
að ræða skólahús með kennslustofum, heimavist, mötuneyti, íþróttarhúsi og íbúðum auk þess einbýlishús og parhús
á leigulóð sveitarfélagsins. Heildarflatarmál fasteignanna er tæpir 4000 fermetrar. Heitt vatn frá Hitaveitu Húnaþings
vestra. Áhugaverðar eignir. Síðastliðin ár hefur húsnæðið verið nýtt sem sumarhótel. Laugarbakki er miðja vegu milli
Reykjavíkur og Akureyrar og fasteignirnar eru um 2 km. frá Þjóðvegi 1.
Tilboðsgjafar þurfa að skila greinargerð um fyrirhugaða starfsemi í húseignum skólans. Seljendur áskilja sér rétt að taka
hvaða tilboði sem er og eða að hafna öllum. Tilboðum og greinargerðum skal skila til undirritaðs fyrir 22. apríl 2014.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Leópoldsson magnus@fasteignamistodin.is og á skrifstofu Fasteignarmiðstöðvarinnar
sími 550-3000/ 892-6000 sjá einnig www.fasteignamidstodin.is.
Húnaþing vestra er í Vestur Húnavatnssýslu og er því miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar eða í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð
frá þeim stöðum. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um 1170. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar
fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður kostur
fyrir uppbyggingu fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og fjárfestingar.
LAUGARBAKKASKÓLI EYJAR II - KJÓSARHREPPI
Til sölu jörðin Eyjar II í Kjósarhreppi.Hér er um að ræða töluvert
landmikla jörð í næsta nágrenni Reykjavíkur.
Töluverður húsakostur (ekki íbúðarhús) Á jörðinni var aðallega rekið kúa
og fjárbú. Jörðin er aðili að vatnasvæði Laxár, Meðalfellsvatns og Sandsár.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar.
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali
Jón Þór Ingimundarson, löggiltur fasteignasali
MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR, SÖLUMAÐUR
Sími 568 2444 • www.asbyrgi.is
ÁRSKÓGAR 8
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 14.00-16.00
BJALLA 8134
Mjög falleg og rúmgóð 2ja
herbergja íbúð 76,1m² á
13. hæð (efstu), fyrir eldri
borgara 60 ára og eldri
í þessu eftirsótta húsi.
Þjónustumiðstöð
og félagsstarf er í húsinu.
Í stofu og eldhúsi er mikil
lofthæð. Glæsilegt útsýni
Íbúðin er laus til afhending-
ar. Verð kr. 29,9 millj
Lokið er talningu atkvæða í Alþing-
iskosningum í apríl 2013. Hátt á ann-
að hundrað þúsund sóttu kjörfund.
120.000 greiddu atkvæði flokkum,
sem vilja, að Ísland sé ekki í Evrópu-
sambandinu. Tala þeirra, sem
greiddu eina flokknum, sem vildi Ís-
land í Evrópusambandið, var einn
fimmti þeirrar tölu, 24.000. Flokk-
arnir, sem mynduðu svo ríkisstjórn,
voru í kosningunum einhuga í mál-
inu. Stjórn þeirra þurfti því ekki að
gera neina málamiðlun um það efni.
Þeir, sem urðu undir, halda fram
sínu máli, eins og þeim er rétt. Hér
verður drepið á rök, sem heyrast
þessar vikurnar.
Við viljum í Evrópusambandið,
af því að sérhagsmunir mega ekki
ganga fyrir þjóðarhag (átt er við
landbúnað og sjávarútveg).
Þetta kom vitaskuld fram fyrir
kosningarnar og var þá rætt fram og
til baka, meðal annars á flokksþingi/
landsfundi núverandi stjórnar-
flokka. 120.000 kusu flokka, sem
ekki vildu í Evrópusambandið. Eftir
því er mikið fylgi við sérhagsmuni.
Hitt mundi vera sanni nær, að menn
líta ekki svo á, að innlent vald til að
skapa landbúnaði og sjávarútvegi
stöðu, sé í þágu sérhagsmuna.
Við viljum ekki einangra Ísland.
Þessu var gjarna haldið fram til að
mæla með Evrópusambandsaðild.
Það var vitaskuld mikið rætt.
120.000 kusu samt flokka gegn aðild,
en 24.000 aðildarflokkinn. Það er út í
hött, að fylgi
120.000 kjósenda
hafi verið yfirlýs-
ing um fylgi við
einangrun.
Við viljum
vöxt atvinnu-
greina fyrir há-
menntað fólk.
Þetta var vita-
skuld rætt í fyrra.
Engar heimildir
eru fyrir því, að 120.000 kjósendur
hafi lýst andstöðu við vöxt atvinnu-
greina, sem borga vel, með því að
greiða flokkunum fjórum atkvæði
sitt.
Þrálátir fundir fyrir utan Alþing-
ishúsið undanfarið eru kynntir í
fréttum eins og þeir séu merkilegir.
Þá fundi sækir ekki nema brot að til-
tölu við þá, sem sóttu kjörfund. Það
hlutfall kynni að vera álíka lágt og
kjörsókn var fyrstu áratugina eftir
endurreisn Alþingis í hlutfalli við
íbúatöou. Þá var kjörfundur opinn,
eins og fundirnir á Austurvelli. Einn
fundur var í hverri sýslu. Efling lýð-
ræðis og þingræðið er í því fólgið, að
almenningi er gert kleift hvar sem er
að tjá sig og með leynd. Ýmsir láta
eins og fréttir af fundum nokkurra
hundraða eða þúsunda á Austurvelli
eigi með endurtekningu að vega upp
á móti undirtektum 120.000 kjós-
enda við flokkana fjóra, sem vilja
ekki Evrópusambandsaðild.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
dr. scient.
Talningu atkvæða lokið
Frá Birni S. Stefánssyni
Björn S. Stefánsson
Í sunnudags Morgunblaðinu 16. þ.m.
fjallar Viðar Þorkelsson, forstjóri
Valitor, um rafræn viðskipti, einkum
greiðslumiðlun með kortum eða
snjallsímum. Ég
vil spyrja hvort
það sé ekki
grundvall-
arforsenda í slík-
um viðskiptum að
farið sé að lögum?
Ég vil taka það
skýrt fram að ég
hef ekkert á móti
rafrænum við-
skiptum eða
tækni, þegar forsendur eru í sam-
ræmi við eðlilega og heiðarlega við-
skiptahætti.
Lögin og eðlilegir
viðskiptahættir
Í lögum um Seðlabanka Íslands kem-
ur skýrt fram að í þessu landi er pen-
ingahagkerfi og peningarnir skulu
vera með fullu ákvæðisverði. Engin
sjálfstæð lög eru til um kortin á hlið-
stæðan hátt og gildir um lögeyrinn,
ávísanir (tékkalög) eða víxla (víxla-
lög). Kortin skera sig algerlega úr í
þessu samhengi. Kortin hafa umtals-
verðan kostnað í för með sér fyrir
kaupmenn sem taka við slíkum
greiðslum. Til að standa straum af
þeim kostnaði, eru þeir í flestum til-
fellum tilneyddir að hækka hjá sér
vöruverð. Þegar komið er á korta-
verðlag hjá þessum kaupmönnum, fá
þeir viðskiptamenn þeirra sem nota
peninga (lögeyri) ekki fullt verð fyrir
peningana sína. Einnig má geta þess
að þegar vöruverð þarf að hækka
vegna kortanotkunar hækka
greiðslur í ríkissjóð vegna virð-
isaukaskattsins. Er það ástæðan fyrir
því að stjórnvöld leyfa þessa óeðlilegu
og óheiðarlegu viðskiptahætti?
Fullyrðing Viðars um að korta-
notkun auki veltu kaupmanna um 5-
10% er fáránleg. Ráðstöfunarfé heim-
ilanna er takmörkuð stærð. Ef við
gerum ráð fyrir að sú stærð sé t.d.
200 milljarðar og kostnaður vegna
kortanotkunar sé 10%, sem er vægt
reiknað hjá mörgum kaupmönnum,
þá minnkar raunveltan í reynd um 20
milljarða en eykst ekki. Mismunurinn
fer í tilgangslausa milliliði ásamt
ýmsum snjóboltaáhrifum, sem stafa
m.a. af virðisaukaskatti, leigu á pos-
um, vaxtakostnaði áhættu o.fl. Það
má halda því fram að kortin séu
tæknivæddur þjófnaður í núverandi
formi. Hver skyldi vera ástæðan fyrir
því að bankar og kortafyrirtæki
rukka ekki sína eigin viðskiptamenn
(korthafa) um allan þann kostnað,
sem þessum viðskiptum fylgir?
Annar möguleiki er reyndar í stöð-
unni, sem er þó mun kostnaðarsam-
ari, en hann er sá að afnema regluna
um „að notandinn borgar ekki“ og
gera kaupmönnum frjálst að inn-
heimta kostnað vegna kortaviðskipta
á eðlilegum viðskiptaforsendum.
Ekki gengur að svipta kaupmenn
frelsi og hafa þá í þrælabúðum mið-
stýrðs einokunarkerfis. Íslendingar
eru tæknisinnaðir, en hver vill ekki
hagstæðara vöruverð og losna undan
ægivaldi kerfisins. Við þurfum ekki
að ganga í ESB til að ná fram lækkun
vöruverðs. Einungis þarf að taka til í
hagstjórn þessa lands og frelsa þjóð-
ina undan óstjórn og vitleysu.
SIGURÐUR LÁRUSSON,
kaupmaður.
Rafræn kortaviðskipti
Eftir Sigurð Lárusson
Sigurður Lárusson
Skjöldur er forvarnafélag hjúkr-
unarfræðinema við hjúkr-
unarfræðideild Háskóla Íslands
sem stofnað var að frumkvæði
fjögurra nemenda árið 2008 og tók
formlega til starfa vorið 2009. Fé-
lagið fagnar því 5 ára afmæli sínu
um þessar mundir. Félagar koma
úr röðum nemenda af öðru, þriðja
og fjórða ári hjúkrunarfræðideild-
ar Háskóla Íslands. Nemendur
halda utan um starfið og marka
stefnu félagsins, undir handleiðslu
kennara hjúkrunarfræðideildar
Háskóla Íslands, sem í ár eru dr.
Sóley S. Bender og dr. Sigrún
Gunnarsdóttir.
Markmið Skjaldar er að efla
sjálfsmynd ungs fólks með fræðslu
og umræðu. Á hverju hausti fara
hjúkrunarfræðinemar og kennarar
þeirra í vinnuferð þar sem þeir
móta fræðsluefni hvers vetrar.
Þar undirbúa nemendur fræðslu
fyrir ungt fólk um gildi góðrar
sjálfsmyndar. Félagar í Skildi fara
síðan í heimsóknir til nemenda í
framhaldsskólum og leiða þar
fræðslu og umræður í hópum um
sjálfsmynd. Á þessu starfsári höf-
um við meðal annars farið í
Mennaskólann við Hamrahlíð,
Menntaskólann í Reykjavík og
Kvennaskólann og hefur fræðslan
náð til um 700 nemenda.
Sjálfsmynd getur haft áhrif á
ákvarðanatöku hvers og eins og
hefur forvarnargildi fyrir ungt
fólk. Einstaklingar á þessu aldurs-
skeiði standa frammi fyrir stórum
ákvörðunum sem hafa áhrif á lík-
amlegt og andlegt heilbrigði
þeirra. Við í Skildi teljum nauð-
synlegt að ungt fólk sé meðvitað
um mikilvægi þess að efla sjálfs-
mynd sína og hvaða áhrif hún get-
ur haft á líf hvers og eins. Fræðsl-
an er lífleg þar sem unnið er að
ýmsum verkefnum í hópum sem
vakið geta nemendur til umhugs-
unar um sjálfa sig og kosti sína,
auk mikilvægis þess að hafa trú á
markmiðum sínum. Nemendur
hafa tjáð sig um gagnsemi fræðsl-
unnar og til dæmis nefnt að
fræðslan sé gagnleg og gott sé að
fá þessa fræðslu á þessum tíma-
punkti í lífinu.
En afhverju er sterk sjálfsmynd
svo mikilvæg? Rannsóknir hafa
sýnt að unglingar með góða sjálf-
mynd eru líklegri til þess að:
Vera í nánum samskiptum við
aðra.
Eiga auðveldara með að að-
laga sig nýjum aðstæðum.
Vera hamingjusamari.
Líða betur andlega.
Ganga betur í skóla.
Vera almennt sáttari við líf
sitt og aðstæður.
Félagið er í sífelldum vexti og
stefnt er að því að allt ungt fólk
fái að njóta góðs af starfsemi
Skjaldar. Nýlega hefur félagið
sett á laggirnar nýja og öfluga
heimasíðu þar sem fræðsluefni
verður aðgengilegt þeim sem hafa
áhuga. Von okkar er að fræðsla
Skjaldar sé eitt lóð á vogar-
skálarnar til að efla ungt fólk, með
jákvæðni í brjósti og trú á sjálfan
sig. Þar með verður ungt fólk öfl-
ugra og virkara í samfélaginu.
Fyrir hönd Skjaldar 2013-2014.
SIGRÍÐUR ÖSP
SUMARLIÐADÓTTIR,
SOFFÍA HLYNSDÓTTIR OG
SUNNEVA TÓMASDÓTTIR.
Góð sjálfsmynd er
ungu fólki mikilvæg
Frá Sigríði Ösp Sumarliðadóttur,
Soffíu Hlynsdóttur og Sunnevu
Tómasdóttur.