Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 ✝ Guðbjörg GróaJónsdóttir fæddist á Galt- arhrygg í Reykja- fjarðarhreppi, N- Ís. 28. október 1920. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 18. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Jón Ólason, bóndi og söðla- smiður á Galt- arhrygg, f. 7. nóvember 1883, d. 6. apríl 1930, og kona hans, Guðbjörg Efemía Steinsdóttir, f. 20. apríl 1886, d. 9. október 1987. Eftir lát föður síns fór Guðbjörg í fóstur í Svansvík í Reykjarfjarðarhreppi til Guð- bjargar Ragnheiðar Ásgeirs- dóttur og Þórarins Kristjáns Jónassonar. Systkini Guð- bjargar voru: drengur fæddur andvana í júní 1911, Guð- mundur Þorvaldur, f. 1. júlí 1912, d. 11. júlí 2006, Valgerður Sigurborg, f. 11. júní 1914, d. 1. febrúar 1982, Kristján Margeir, f. 22. október 1915, d. 1. júní 1996, Kjartan Aðalsteinn, f. 29. janúar 1917, d. 27. mars 2006, Ingibjörg Guðný Jónína, f. 11. Þeirra synir eru: a) Birkir Þór, sameindalíffræðingur, f. 10. febrúar 1972, kvæntur Jónínu Þórunni Erlendsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, f. 22. apríl 1968. Þeirra börn eru Svanborg Lilja, Hákon Bragi og Ásgerður Þóra. b) Reynir Freyr, rafmagnsverk- fræðingur, f. 17. september 1978, kvæntur Elvu Rakel Jóns- dóttur, umhverfisfræðingi, f. 27. september 1979. Þeirra börn eru Freydís Edda og Heimir Snorri. Guðbjörg ólst upp til fullorðinsára í Svansvík. Hún lauk unglingaprófi á fyrsta starfsári Reykjanesskólans við Djúp 1935. Hún flutti til Súða- víkur þar sem hún vann ýmis störf m.a. í fiskvinnslu. Hún bjó þrjú ár með sambýlismanni sín- um, Ólafi Gíslasyni, á Kleifum í Seyðisfirði. Eftir það var hún ráðskona á nokkrum stöðum í Skutulsfirði. Vorið 1951 tóku Guðbjörg og Guðmundur Óskar Seljalandsbúið, kúabú sem Ísa- fjarðarkaupstaður hafði rekið, á leigu, og ráku þar búskap, fyrst að hálfu með annarri fjöl- skyldu en síðan ein til 1986. Eft- ir fráfall Guðmundar bjó Guð- björg áfram í íbúðarhúsinu á jörðinni uns hún flutti árið 2000 í íbúð fyrir aldraða á Hlíf 2 á Ísafirði. Útför Guðbjargar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 29. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11. nóvember 1918, d. 5. október 2012, Bjarni Sigurður, f. 28. október 1920, d. 21. mars 1921, Elín Bjarney, f. 26. október 1922, d. 28. september 2011, Óli Kristján, f. 21. september 1925, d. 26. apríl 2004 og Bjarni, f. 15. des- ember 1926. Hinn 29. september 1951 giftist Guð- björg Guðmundi Óskari Guð- mundssyni bónda og smið, f. 30. júlí 1906, d. 13. júlí 1986. For- eldrar hans voru Guðmundur Einarsson, bóndi og refaskytta á Brekku á Ingjaldssandi, f, 19. júlí 1873, d. 22. júlí 1964, og kona hans, Guðrún Magn- úsdóttir, f. 2. júlí 1877, d. 9. maí 1967. Guðbjörg og Guðmundur Óskar voru barnlaus. Guðbjörg átti soninn Braga Líndal Ólafs- son, fóðurfræðing, f. 11. febrúar 1945, með fyrrverandi sam- býlismanni sínum, Ólafi Gísla- syni, f. 10. nóvember 1912, d. 29. mars 1987. Bragi er kvænt- ur Lilju Eiríksdóttur, lífeinda- fræðingi, f. 18. mars 1947. Langri ævi móður minnar er lokið. Hún verður lögð til hinstu hvílu í dag. Að leiðarlokum lang- ar mig til að rifja upp örfá minn- ingarbrot. Að mömmu standa ættir við Ísafjarðardjúp með ívafi í sveit- um við norðanverðan Breiða- fjörð. Mamma var ein af níu systkinum frá Galtarhrygg í Mjóafirði sem upp komust. Árið 1930 féll afi minn frá fyrir aldur fram. Að þeirra tíma hætti var fjölskyldan vægðarlaust leyst upp. Amma fór í vinnumennsku með eitt barn og hin börnin fóru í fóstur á bæjum í sveitinni. Á þessum tíma var margmennt við Djúp, fjöldi manns í vinnu- mennsku og hvert kot setið. Mamma var lánsöm, Níu ára gömul trítlaði hún með frænda sínum yfir í Svansvík. Hún varð fósturdóttir þeirra Guðbjargar Ásgeirsdóttur og Kristjáns Jón- assonar, annálaðs sómafólks. Mamma var eina barnið á heim- ilinu og hún aldist upp við það að sinna bústörfum jafnt innanbæj- ar sem utan. Hún vandist á að bjarga sér sjálf sem einkenndi hana alla ævi. Kristján lést 1942 og þá fluttu þær nöfnur til Súða- víkur. Í Súðavík kynntist mamma föður mínum. Þau hófu búskap á Kleifum í Seyðisfirði, en það samband entist aðeins í þrjú ár. Eftir það var mamma ráðskona á nokkrum stöðum í Skutulsfirði uns hún giftist stjúpa mínum. Mamma átti í hálfa öld heima á Seljalandsbúinu í Skutulsfirði, eða Búinu eins og það var kallað í daglegu tali. Enda þekktu hana flestir sem Guggu á Búinu. Þeg- ar mamma og stjúpi minn hófu búskap á Seljalandsbúinu 1951 var um stórt bú að ræða á þeirra tíma mælikvarða, 25 mjólkandi kýr og búið vélvætt með mjalta- vélar, dráttarvél og súgþurrkun svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu tólf árin bjuggu tvær fjölskyldur á jörðinni en eftir það voru móðir mín og stjúpi ein um búskapinn sem lauk 1986 er stjúpi minn lést af slysförum. Mamma helgaði sig búskapnum af lífi og sál. Vinnu- dagurinn var oft langur. Hún fór alltaf í fjós til mjalta, en var auk þess í heyskap og öðrum útiverk- um í viðbót við öll inniverk. Hún var einstaklega glögg á skepnur og var annt um að þeim liði vel. Snemma byrjaði mamma að halda dagbók. Segja má að hún hafi skrifað eitthvað daglega í a.m.k. 64 ár. Síðasta færsla hennar í dagbókina sína var sól- arhring áður en hún dó. Þarna voru skráðir allir viðburðir í lífi fjölskyldunnar en að auki mik- ilvægar búsupplýsingar um skepnuhöld, afurðir, áburðar- gjöf, sláttutíma, heyfeng og veð- urfar svo eitthvað sé nefnt. Þarna var hún í raun á undan sínum samtíma. Fráfall stjúpa míns var mömmu mikið áfall. Þau höfðu unnið hörðum höndum allt sitt líf, voru farin að draga saman seglin og voru tilbúin til að fara að njóta ávaxta erfiðisins. Hún bjó áfram í íbúðarhúsinu og að- lagaði sig að sínum aðstæðum, sjálfstæð eins og alltaf. Mamma var hlédræg en í raun fé- lagslynd. Hún fór að ferðast um landið, fékkst við hannyrðir og las mikið. Áttræð flutti hún í íbúð fyrir aldraða á Hlíf 2 á Ísa- firði þar sem hún sá um sig sjálf. Hún var líkamlega hraust og fór gjarnan í langar gönguferðir meðan hún gat. Blessunarlega hélt hún andlegu atgervi sínu fram í andlátið. Far í friði, móðir mín kær. Bragi Líndal Ólafsson. Nú þegar ég kveð ömmu mína, Guðbjörgu, í hinsta sinn er það sem svo oft áður að minn- ingabrotin taka að rifjast upp. Sem barn var ég svo heppinn að fá að dveljast að sumri hjá ömmu og Guðmundi á Seljalandsbúinu. Þær minningar sem ég á skýr- astar frá þeim tíma er þegar ég læddist út á morgnana í fjósið til að sniglast í kringum þau hjónin við mjaltirnar. Ég býst nú ekki við því að það hafi verið mikið gagn að mér þá, en í minning- unni eru þetta ómetanlegar stundir. Ég læddist yfirleitt út þegar ég vaknaði og gætti þess að vekja ekki foreldra mína. Þá rölti ég yfir hlaðið í fjósið og yf- irleitt náði ég í lokin á mjölt- unum. Ég man þó eftir því einu sinni, þegar ég var kominn af stað fyrir allar aldir, að amma sneri mér við enda var þá úti svo niðdimm þoka að ekki sást á milli húsa. Að loknum mjöltum þegar búið var að ganga frá var farið inn til að borða morgun- mat. Mér er það mjög minnisstætt að amma stoppaði alltaf fyrst og gaf köttunum í hlöðunni mjólk að drekka. Það sýndi hvað amma var mikill dýravinur að hún var sennilega eina manneskjan sem fjósakettirnir hleyptu nálægt sér. Við viss tækifæri fékk ég að fylgja Guðmundi þegar hann fór sjálfur með mjólkina í mjólk- urbúið. Þá var ég bundinn með baggabandi í farþegasætið á Zetor-dráttarvélinni. Það voru mikil ævintýri sem lítill stubbur upplifði í skjóli fjallanna fyrir vestan. Amma Guðbjörg tilheyrði kynslóð sem er nú óðum horfin á vit feðranna. Þetta var kynslóð sem sennilega hefur upplifað hvað örastar breytingar á þjóð- félaginu og vissi hvað lífsbarátta er. Það voru því mikil forréttindi að hafa fengið að dveljast hjá ömmu í kringum það sem hún unni hvað mest. Þó að amma hafi verið hætt að búa og flutt á Hlíf þegar börnin mín fæddust finnst mér það engu að síður afar dýr- mætt að þau hafi líka fengið að kynnast henni og heimsækja hana fyrir vestan. Hvíl í friði, elsku amma. Reynir Freyr. Í dag verður amma lögð til hinstu hvílu. Það er margs að minnast og fjöldi góðra minninga sem kemur upp í hugann. Amma bjó alla sína tíð „fyrir vestan“ við Djúp. Frá barnæsku og uppvexti á Galtarhrygg og í Svansvík, um tíma í Seyðisfirði og Álftafirði og svo loks í Skut- ulsfirði, lengstum á Seljalands- búinu með Guðmundi Óskari seinni manni sínum. Ég, borgarbarnið, varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að dveljast hjá ömmu og Guðmundi á Seljalandsbúinu síðustu sumrin sem þar var búskapur, eða þar til Guðmundur lést af slysförum 1986. Þar var alltaf tekið vel á móti manni og fann maður mikla hlýju frá þeim. Það var gaman og lærdómsríkt að dveljast hjá þeim hjónunum, og þar fékk ég að vera með ömmu í því um- hverfi sem henni leið best í, við bústörfin að sinna kindunum og kúnum. Fyrir vestan lærði ég ótalmargt, stórt og smátt, sem hefur verið mér til gagns um æv- ina. Ég lít til baka á þessar sam- verustundir sem mikil verðmæti, að hafa fengið að kynnast þeim hjónum vel í þessu umhverfi og því sem þau unnu við. Ömmu féll aldrei verk úr hendi. Frá mjöltum að morgni og fram yfir kvöldkaffi var hún stöðugt að við að sinna búinu og matseld. Þegar færi gafst las hún, og gerði það mikið alla tíð. Einnig er mér minnisstætt að hún hélt ávallt dagbók, þar sem daglegir viðburðir, starfsemi búsins og veðurlýsingar voru skráðar. Hin síðari ár, eftir að amma var komin á Hlíf, stundaði hún prjónaskap og útsaum og bar íbúð hennar því vitni þegar við fjölskyldan komum þangað í heimsókn. Amma ferðaðist inn- anlands með eldri borgurum og fór í langa göngutúra á Ísafirði meðan hún hafði til þess krafta. Hún var alveg ern fram undir það síðasta og hafði gott minni og frá mörgu að segja. Í dagbók sína ritaði hún fram á síðasta dag. Ég kveð ömmu með trega. Blessuð sé minning hennar. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Jochumsson) Birkir Þór Bragason. Guðbjörg Gróa Jónsdóttir Elsku Björg mín. Ég hitti þig síðast og faðmaði þann 10. mars sl. en það var við kistulagningu elskulegrar ömmu minnar og kærrar vinkonu þinnar til margra áratuga. Mun ég varðveita þessa mynd í huga mér er þú stóðst við kistuna og kysstir vinkonu þína bless í hinsta sinn. Innst inni viss- ir þú, að þinn eigin brottfarardag- ur var í nánd og þú hafðir rétt fyr- ir þér, eins og svo oft áður. Þú hafðir gott brjóstvit og minni og varðveittir margar sögur af mér þegar ég var lítil stúlka og fékk að sitja uppi á borði hjá þér og vaska upp. Þá útvegaðir þú mér visku- stykki og sleifar til að þerra. Á meðan malaði ég heil ósköp og skapaði heilan ævintýraheim við eldhúsvaskinn hjá elsku „Labbý“ en það var víst nafnið sem ég gaf þér þegar ég var lítil skottrófa, varla meira en fjögurra ára. Já, það var alltaf forvitnilegt að fara upp á loft til Labbýjar og læra sjó- mannalög eða nema einhver viskukorn úr sveitinni þinni, Bala- skarði. Já, viskukorn þín voru ótalmörg, þrátt fyrir örstutta skólagöngu, eins og þú sagðir svo oft og heyrði ég ósjaldan á mæli þínu, að innst inni ríkti djúp löng- un til að hafa gengið menntaveg- inn. Tíðarandinn var víst öðruvísi í þá daga þegar þú varst ung stúlka og þá fengu konur ekki sömu tækifæri til mennta og í dag. En þú gekkst þinn eigin menntaveg, Björg mín – veg bókmenntanna. Var það algeng sjón að sjá þig með bók í hönd og þótti mér gam- an að heyra þig segja frá bókinni sem þú varst að lesa þá og þá stundina eða annarri bók sem þú Björg Ingvarsdóttir ✝ Björg Ingv-arsdóttir fædd- ist 31. maí 1926. Hún lést 15. mars sl. Útför Bjargar fór fram 25. mars 2014. varst nýbúin að klára. Við áttum það sameiginlegt að hafa óspart gaman af persónulýsingum Laxness, bæði per- sónum úr Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki. Fannst mér líka afar gaman að sýna þér eitt og ann- að sem ég hafði verið að yrkja, því þú hafðir svo mikla innsýn í heim ljóðanna sem margur hafði ekki og þú meira að segja hvattir mig til að gera meira af því að yrkja; semja ljóð og smásögur. Það fannst mér sannkallað hrós, því allt sem þú sagðir meintir þú af heilum hug. Og þótt við fluttum úr Lyngholtinu, þá áttum við áfram fastan samastað hjá þér og Guð- mundi á efri hæðinni. Já, vinátta þín hélst óhögguð til dánardags enda stóðstu ætíð undir nafni: Björg – björgin sjálf sem ávallt var til staðar og aldrei langt und- an. Síðustu ævisporin fylgdust þið amma að og átti amma dásamleg- an tíma á Nesvöllum með þig, æskuvinkonuna sína sér við hlið, eins og í gamla daga þegar þið bjugguð saman í tvíbýli, nema núna báðar orðnar ekkjur og börnin löngu flogin úr hreiðri. Nú er komið að kveðjustund og með lotningu í hjarta sendi ég þér einlægt þakklæti fyrir samfylgd- ina í gegnum árin og áratugina – þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Á þessum tímamót- um sé þig í Sumarlandinu, alheil- brigða á meðal hinna lærðu að stúdera allt sem þig langaði alla tíð að læra; allt frá grasafræði til heimspeki og áfram fylgist þið að vinkonurnar, nema nú á nýjum stað sem bíður okkar hinna. Falleg minning um trausta viskubrunninn hana elsku Labbý mína mun ávallt lifa. Þín „Labbý stelpa“ á neðri hæðinni, Magnea. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson ✝ Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR SVAVA RUNÓLFSDÓTTIR frá Keflavík, síðast Hörgshlíð 4, Reykjavík, lést miðvikudaginn 26. mars. Runólfur, Þórunn, Inga, Gunnhildur, Friðfinnur, Einar og Páll Skaftabörn og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL ÞORGEIRSSON, Fannborg 8, Kópavogi, áður til heimilis á Laufásvegi 10, Stykkishólmi, lést fimmtudaginn 27. mars. Guðríður Þórðardóttir, Þórður Viðar Njálsson, Auður Stefnisdóttir, Jóhanna Sigríður Njálsdóttir, Ellert Vigfússon, Þorgeir Ingi Njálsson, Kristjana Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, ömmu og systur, SESSELJU GUNNARSDÓTTUR, Steinási 9, Garðabæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og á 11E, einnig heimahlynningu Karítas fyrir frábæra umönnun. Einnig viljum við þakka öllu því góða fólki sem studdi hana í veikindum hennar. Eggert Kristinsson, Hildur Eggertsdóttir og börn, Ástríður Gunnarsdóttir, Trausti Gunnarsson, Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir. ✝ BENEDIKT ÖRN ÁRNASON leikari og leikstjóri er látinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 8. apríl klukkan 15.00. Erna Geirdal, Einar Örn Benediktsson, Árni Benediktsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.