Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 55

Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Einleikari Pekka Kuusisto fiðluleikari Flutt verða verk eftir Bach, Reich og Adams Miðasala hefst laugardaginn 29. mars kl. 12:00 Í fyrsta sinn á Íslandi Mahler Chamber Orchestra 15. júní, kl. 20:00 í Eldborg www.harpa.is/mahler Reykjavik Midsummer Music Sagan af Nóa og örkinni hanser líklega ein af þeim þekkt-ari úr Biblíunni, enda einn aflykilþáttum Gamla testa- mentisins. Syndaflóðið hefur orðið mörgum listamönnum viðfangsefni, enda mikið af dramatískum og eft- irminnilegum þáttum sem tengjast því. Má þar nefna útrýmingu hins synduga mannkyns með flóði, bygg- ingu hinnar stórfenglegu arkar og kannski ekki síst ímyndina af dýr- unum sem koma, tvö og tvö saman, og setjast að í örkinni. Með myndinni Noah hefur hinn hæfileikaríki leikstjóri Darren Aron- ofsky (Pi, The Wrestler, Requiem for a Dream, Black Swan) gert tilraun til þess að búa til nokkurs konar epíska biblíumynd af gamla skólanum, sem jafnframt reynir að nálgast viðfangs- efni sitt með vissu raunsæi. Þessi til- raun misheppnast af ýmsum ástæð- um. Handrit myndarinnar er hennar stærsti akkilesarhæll. Nói (Russell Crowe) og fjölskylda hans eru síðustu afkomendur Sets, þriðja barns Adams og Evu. Allt annað mannkyn er þá afkomendur Kains, fyrsta morðingjans. Morðingjakynið borðar kjöt, ólíkt góðu fjölskyldunni hans Nóa, sem borðar aðallega ber. Þau er samt erfitt að finna, enda ekki mikið um berjalyng í hrjóstrugu landslag- inu. Nói fær draumsýn um að hann eigi að byggja örk, því að flóð muni eyða mannkyninu. En það eru engin tré tiltæk, og ekki endilega á færi fá- mennrar fjölskyldu að ráðast í slíkt þrekvirki. Vonda mannkynið, sem Guð hefur ákveðið að eigi skilið að deyja, stendur líka í veginum. Tubal- Kain (Ray Winstone) er leiðtogi þessa fólks, sem hefur eyðilagt jörð- ina með iðnaði sínum og stanslausu kjötáti. Nói og fjölskylda fær hins vegar óvænta aðstoð úr tveimur átt- um, frá Metúsala, afa Nóa (Anthony Hopkins), og frá föllnum verndar- englum Guðs, sem nú eru fastir á jörðinni. Eitt fyrsta merki þess að myndin ráði ekki alveg við viðfangsefni sitt eru „verndarenglarnir“, sem Aron- ofsky byggir á frásögnum Biblíunnar af risum sem hér gengu um jarðir. Útkoman hér verður einhvers konar sexfætt kvikindi úr bergi, sem hreyfa sig með „stop motion“-hreyfingum eins og King Kong á fjórða áratugn- um. Tæknibrellurnar ná aldrei að láta risana líta sannfærandi út, og áhrif þeirra eru því einna helst þau að rjúfa áhorfandann úr ímyndunarheimi myndarinnar og minna hann á að hann sé að horfa á tilbúning. Aðrar tæknibrellur myndarinnar, eins og þegar dýrin koma til Nóa og taka sér sess í örkinni, ganga í mörgum til- vikum ekki fyllilega upp, og þau at- riði, sem hefðu getað orðið hið mesta sjónarspil, valda því vonbrigðum. Að öðru leyti er myndataka og tækni- vinnsla myndarinnar nær því sem við eigum að venjast frá Aronofsky. Þar stendur fremst landslag Íslands, en eins og kunnugt er var myndin tekin upp að miklu leyti hérlendis. Landið er fagurt og frítt og ber af í myndinni, þó að tilgangurinn sé að sýna jörð sem mannkynið hafi eyðilagt með of- nýtingu. Það er erfitt að leggja mat á það hvernig leikararnir standa sig þegar efniviðurinn sem þau fá til að vinna með er svo rýr. Kvenpersónur mynd- arinnar eru flestallar fórnarlömb, Ray Winstone leikur sinn dæmigerða vonda-kall sem borðar kjöt og Ant- hony Hopkins virðist aðallega vera þarna til að vekja hlátur, sem tekst illa. Að svo miklu leyti sem myndin virkar er það vegna þess krafts sem Russell Crowe setur í aðalhlutverkið. Hann er þó á stundum aðeins of sann- færandi, því að í handritinu er Nói nánast látinn missa vitið þegar um borð í örkina er komið. Nói verður sannfærður um að mannkynið eigi að deyja út með sér. Næstu mínútur myndarinnar verða því nokkuð pín- legar, þar sem Nói skjögrar um örk- ina og starir morðaugum á fjöl- skyldumeðlimi sína. Það var viðbúið að mynd sem byggist á einni af grundvallarsögum Biblíunnar myndi verða umdeild. Fyrir þá áhorfendur sem trúa á bók- staf ritningarinnar er ansi margt sem getur móðgað þá, þar á meðal lang- besta atriði myndarinnar, þegar Nói útskýrir sköpunarsöguna. Á meðan sýnir Aronofsky okkur stóra hvell og það hvernig jörðin er talin hafa myndast fyrir fjórum milljónum ára, og tengir nútímavísindin við frásögn 1. Mósebókar. Fyrir hina sem trúa ekki er það þó líkast til verri synd að myndin er langdregin og handritið gengur illa upp. Fyrir vikið er ekki hægt að setja Noah í sama flokk og aðrar myndir Aronofskys, því miður. Nói sekkur í syndaflóðinu Hlaupið undan flóðinu Russell Crowe (fyrir miðri mynd) ber myndina á herðum sér sem Nói. Hér er hann að reyna að komast í örkina sína á undan hinu synduga mannkyni. Rýnir segir íslenskt landslag bera af í kvikmyndinni. Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Noah bbnnn Leikstjóri: Darren Aronofsky. Handrit: Darren Aronofsky og Ari Handel. Aðal- hlutverk: Russell Crowe, Jennifer Conn- olly, Emma Watson, Ray Winstone, Log- an Lerman og Anthony Hopkins. Bandaríkin, 2014. 139 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.