Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 25

Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ Hulda Sig-urbjörnsdóttir Knudsen fæddist í Reykjavík 30. júní 1932. Hún lést á Droplaugarstöðum 25. apríl 2014. Hulda var dóttir hjónanna Val- gerðar Þórmunds- dóttur frá Bæ í Borgarfirði, f. 21. september 1905, d. 25. október 1989, og Sigurbjörns Lárussonar Knudsen úr Stykkishólmi, f. 12. maí 1908, d. 2. maí 1972. Sig- urbjörn starfaði sem iðnverka- maður en Valgerður var hús- freyja og saumakona. Systkini Huldu eru Unnur Knudsen, f. 1939, og Gylfi Knudsen, f. 1944. Hinn 19. apríl 1952 giftist Hulda Ásgeiri Daníel Einarssyni sölumanni, f. 14. ágúst 1929, d. 23. mars 1973. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Málfríður Bjarnadóttir og Einar Stef- ánsson múrarameistari. Börn Huldu og Ásgeirs eru: 1) Ómar, f. 1951. Börn Ómars eru a) Ólöf Huld, f. 1973, móðir hennar er María Stefánsdóttir, f. 1951. b) Arnar Hlynur, f. 1974, móðir Þór, f. 1981, og c) Helga Rún, f. 1991. Síðar hóf Hulda sambúð með Jakobi Þór Óskarssyni leigubílstjóra, f. 22. júlí 1924, d. 23. október 2013. Foreldrar hans voru Óskar Tryggvi Þor- leifsson og Elín Jóhanna Guð- mundsdóttir. Dóttir Huldu og Jakobs er: 5) Ásgerður Ósk, f. 1976, eiginmaður hennar er Stefán Kjærnested, f. 1971, börn þeirra eru a) Viktoría Ósk, f. 2003, b) Kristófer Ingi, f. 2004, c) Arndís Ósk, f. 2008, og d) Hrafnhildur Ósk, f. 2012. Hulda ólst upp í Verka- mannabústöðunum við Hring- braut og síðar í Mávahlíð 3 þeg- ar fjölskylda hennar fluttist þangað. Hulda og Ásgeir hófu búskap í Skipasundi 29 og bjuggu þar um árabil. Síðar fluttust þau í íbúð í nýbyggðu fjölbýlishúsi í Skipholti 43 þar sem Hulda bjó lengst af eða þar til heilsu hennar hrakaði og hún fluttist á Droplaugarstaði. Á sín- um yngri árum starfaði Hulda m.a. við bókband hjá Bókfelli hf. Hún annaðist börn og heimili á meðan börnin voru að vaxa úr grasi en eftir að Ásgeir varð óvinnufær vegna veikinda starf- aði hún m.a. í verksmiðjunni Hrein. Lengst af starfaði hún í prentsmiðju Morgunblaðsins. Útför Huldu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. hans er Björg Sig- urlaug Guðmunds- dóttir, f. 1951. Fyrrverandi eig- inkona Ómars er Elísabet María Har- aldsdóttir, f. 1949, synir þeirra eru c) Ómar Sigurbjörn, f. 1989, og d) Einar Auðólfur, f. 1991. 2) Sigurbjörn f. 1952. Fyrrverandi eig- inkona Sigurbjörns er María Helga Guðmunds- dóttir, f. 1953, dóttir þeirra er a) Íris Huld, f. 1972. Núverandi eiginkona Sigurbjörns er Sigríð- ur Þorvarðardóttir, f. 1953, börn þeirra eru b) Þorvarður, f. 1976, og c) Hulda, f. 1981. 3) Málfríður, f. 1955, eiginmaður hennar er Bragi Sigurður Bald- ursson, f. 1952, börn þeirra eru a) Baldur Geir, f. 1976, b) Hulda Guðrún, f. 1978, og c) Svanhild- ur Anna, f. 1981. Dóttir Braga frá fyrra sambandi er Berglind, f. 1974, móðir hennar er Guð- björg Gunnarsdóttir. 4) Val- gerður, f. 1958, eiginmaður hennar er Jón Rafnar Þórð- arson, f. 1956, börn þeirra eru a) Regína Björk, f. 1979, b) Ásgeir Elsku mamma. Þá er komið að hinstu kveðju, stund sem er svo raunveruleg en jafnframt svo óraunveruleg á sama tíma. Þú varst mikil fjölskyldukona og naust þín best í faðmi þinna nánustu, sem voru nú ófáir og allt- af var mikil gleði á hjalla þegar fjölskyldan hittist í Skipholtinu. Þú varst svo miklum og góðum mannkostum gædd, þú varst skemmtileg með eindæmum og mesti húmoristi sem ég þekki, þú vildir alltaf allt fyrir alla gera, varst hörkudugleg og ósérhlífin, þolinmóð, ástrík, hlý og umfram allt góð kona. Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið. (Örn Arnarson) Fyrstu æviárin ólstu upp í Vest- urbænum, þú minntist þess oft við mig að hafa verið kölluð stelpan í Verkó með mislitu augun. Þú byrj- aðir afar ung að vinna, varst sjálf- stæð og dugleg og gast því snemma létt undir með fjölskyldu þinni. Ég veit að lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þig mamma mín en þú tókst á við erfiðleikana af þrautseigju og styrk. Það þarf ekkert að orðlengja um hlutina, þú varst einfaldlega besta mamma í öllum heiminum. Og fyrir það hef ég alltaf upplifað mig svo óendanlega lánsama. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, en á sama tíma finn ég að nú eftir að þú kvaddir verður aldr- ei neitt aftur eins og það var. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér hinum megin, af pabba, Ásgeiri, ömmu Völu og afa Bjössa. Ég sé þig í anda um- kringda fólkinu þínu sem kvaddi á undan þér, þú ert í essinu þínu og reytir af þér brandarana eins og þér einni er lagið. Mér finnst loka- lína Davíðs Stefánssonar í Kvæð- inu um fuglana eiga svo vel við: Nú fagna englar Guðs í Paradís. Þín elskandi dóttir, Ásgerður Ósk. Elsku Hulda. Þú hefur reynst mér ljúf tengdamamma og öll okk- ar samskipti verið góð frá fyrstu kynnum. Ekki grunaði mig að þín síðasta heimsókn til okkar á Sól- vallagötuna hefði verið á föstudag- inn langa. Þú naust þess að vera umkringd fjölskyldunni og fylgj- ast með afkomendum þínum. Þú varst alltaf svo ljúf og góð við okk- ur öll. Þú hafðir frábæra svarta kímnigáfu og hefðir getað séð fyrir þér sem uppistandari ef þú hefðir kosið það. Ég þakka þér kærlega fyrir að hafa alltaf verið svo góð við barnabörnin og ég veit að þau sakna ömmu sinnar mikið. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur, Stefán. Elsku amma, með mislitu aug- un og einstakt skopskynið. Ég kveð þig með miklum söknuði. Ég veit að þú vissir hvað mér þótti vænt um þig og ég vona að þú hafir einnig vitað hvað þú varst mér mikil fyrirmynd. Þú varst eldklár, dugleg og fórst þínar eigin leiðir. Það var töggur í þér. Þú varst svo skemmtileg og fyndin, svo hlý og góð. Þegar við hittumst hjá mömmu annan í páskum vorum við að spjalla um hvað þú ættir orðið marga afkomendur og þér fannst það svo ótrúlegt, við höfð- um ekki einu sinni almennilega tölu á því. Enda mynda börnin þín, barnabörnin, barnabarnabörnin og barnabarnabarnabarnið stóran hóp sem gaman er að tilheyra. Ég er svo stolt af því að vera komin af kjarnakonu eins og þér og vona að ég búi yfir þó ekki væri nema broti af þínum kostum. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér á næsta áfangastað. Þín nafna, Hulda Guðrún. Jæja, elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustund. Stund sem maður trúir vart að sé runnin upp. „En svona er víst lífið,“ eitthvað sem þú hefðir og hefur sagt við mann í gegnum tíðina. Fyrir mér varst þú algjör nagli og eiginlega bara algjör hetja, hvernig þú barst þig að í lífinu og fórst að hlutunum. Í seinni tíð, eftir að ég varð eldri og þroskaðri og fór oftar í heimsókn bæði í Skipholtið góða og á Drop- laugarstaði, þá lærði ég ýmislegt um þig; hvernig það var hérna í gamla daga, hvað þú varst ótrú- lega dugleg kona, þegar stríðið stóð sem hæst og langafi var í heimavarnarliðinu og þurfti að skipa fólkinu inn er flugvélarnar flugu yfir, þetta fannst mér allt svo ómetanlegt að heyra og fræðast um með þér og afa. Þú varst svo ótrúlega fyndin manneskja, amma mín, ég get ekki lagt meiri áherslu á það, með svo fágaðan og kaldhæðinn húmor að þú náðir alltaf að láta mann veltast um af hlátri í hverri heimsókn. Það eru svo margir góðir gullmolarnir sem þú hefur sagt í gegnum tíðina. Þegar ég var yngri spurðu vinir mínir hvort ég væri að fara til Andrésar Andar vídeó-ömmu, af því að þú áttir endalaust til af Andrésar Andar-blöðum og ennþá meira af vídeóspólum, í seinni tíð spurðu þeir hvort ég væri að fara í heimsókn til ömmu fyndnu, af því að þú varst svo skemmtileg og góð og ég hafði svo gaman af þér og að segja sögur af þér. Svo risastór karakter! Ég gleymi aldrei þeim stundum þegar maður var hjá þér í pössun eða heimsókn, ég hlakkaði alltaf svo mikið til. Það var bara alltaf svo gott að koma, alltaf varst þú búin að vippa í pönnukökur, ef við systkinin vorum hjá þér þá var öllu skipt jafnt og bróðurlega milli okk- ar, popp fyrir popp, þú leyfðir manni líka stundum að horfa á bannaðar myndir. Horfði á Ókind- ina með þér þegar ég var ungur, ásamt fullt af fleiri myndum, en aldrei varð maður samt hræddur hjá þér. Maður var bara öruggur í mjúkum faðmi þínum. Í minni seinustu heimsókn til þín áður en þú veiktist, sem var nokkrum dögum áður en það skall á, heimsókn sem ég er svo ánægð- ur með. Það lá svo vel á þér, eins og alltaf bara og það var svo gam- an hjá okkur, spjölluðum um ým- islegt, hlógum, horfðum á einn Simpson-þátt saman. Ég spurði þig hvort þér liði ekki ágætlega bara hérna á Droplaugarstöðum, hvort það væri eitthvað sem þig vantaði, jú sagðir þú, þér leið bara vel, en þú saknaðir afa og fannst skrítið stundum að vita af öðrum í herberginu hans, en sagðir líka að þú vissir alveg af honum í þessu herbergi og að hann væri að fylgj- ast með þér. Elsku amma mín, nú ert þú hjá körlunum þínum sem þú elskaðir og ert að fylgjast með okkur. Öll- um okkar sem þótti svo vænt um þig, og það var ekkert smá mikið af fólki sem elskaði þig og dáði. Enda mikill meistari. Mun sakna þín mikið, amma mín, þú verður alltaf ein af mínum uppáhaldsmanneskjum í þessu lífi. Ásgeir Þór Jónsson. Ég mun alltaf sakna ömmu Huldu mjög mikið og það er sárt að hún er farin. Ég tel alla heppna sem kynntust henni og ég er svo heppin að hún er amma mín. Margar af mínum æskuminning- um gerast í Skipholtinu hjá ömmu og afa því þar var svo spennandi að vera. Það var alltaf jafn gaman hjá ömmu og afa, það var alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í Skipholtinu við að annaðhvort horfa aftur og aftur á sömu VHS- spólurnar, teikna á stóru Morgun- blaðsblöðin, skoða Andrésar and- ar-blöð eða hlaupa í hringi eftir munstrinu á teppinu þeirra svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég er úti í búð eru margir hlutir eins og ilmir og sætindi sem minna mig á ömmu og Skipholtið. Mér leið alltaf svo vel þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa að ég sofnaði í næstum hvert einasta sinn þó ætlunin væri bara að kíkja í smá kaffi með mömmu minni. Amma var svo góð að manni hlýnaði í kringum hana. Amma Hulda var fyndnasta og skemmti- legasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst og ég kom alltaf heim með harðsperrur í maganum og kinnunum af hlátri þegar ég var búin að hitta hana. Það var fátt skemmtilegra en að sitja með henni í matarboði og hún var að gretta sig yfir sögum. Ég hef alltaf sagt að amma bjó til húmorinn og ég var alltaf jafn spennt að hitta hana og hlæja með henni. Ég hef oft hugsað út í það að ef við hefðum verið jafnaldrar hefðum við verið bestu vinkonur því hún var svo skemmtileg, þá hefði ég líka verið svo heppin að fá að þekkja hana lengur en ég er þakklát fyrir hverja mínútu sem ég eyddi með henni. Minningar um hana munu gleðja mig alla ævi. Sakna þín og elska þig af öllu mínu hjarta, Helga Rún Jónsdóttir. Elsku góða og mjúka amma mín. Ég kveð þig með sorg í hjarta en umfram allt með virðingu og þakklæti. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, takk fyrir ferðalögin, takk fyrir matarboðin, takk fyrir spjallið okkar og takk fyrir að hlusta og vera til staðar. Ég vil líka þakka þér fyrir allan hláturinn og gleðina, ég á svo sannarlega eftir að sakna svarta húmorsins þíns, hann var alveg einstakur. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, ég gæti skrifað endalaust um þig og allar góðu minningarnar sem þér tengjast en ég veit að þú vissir hvað mér þótti vænt um þig og ég veit hvað þér þótti vænt um mig. Ég kveð því að sinni með þökk fyrir allt. Þitt ömmubarn, Svanhildur Anna. Amma Hulda var ein skemmti- legasta, fyndnasta og kaldhæð- nasta amma sem fyrirfannst þótt víða væri leitað. Húmoristi og snillingur eru orð sem oft voru sögð í sömu setningu og amma Hulda. Amma sá vel um sína með pönnsum, kandís og ballerínukexi og ekkert toppaði að fá að gista hjá ömmu þar sem maður fékk að horfa á myndir sem maður fékk ekki að horfa á heima hjá mömmu og pabba og til að tryggja frið á milli okkar systkina og frænd- systkina taldi hún hvert poppkorn ofan í skálarnar okkar svo ekki væri hægt að metast um hver hefði nú fengið mest eða minnst. Já, amma passaði sko upp á sína og hafði ríka réttlætiskennd, það eru ekki allar ömmur sem keyra niður gamla kærasta manns í Hagkaup með kerrunni sinni sem hefnd fyr- ir að hafa valdið barnabarninu sínu ástarsorg. Amma hafði einstaka mann- eskju að geyma og ég er svo glöð í hjarta mínu að börnin mín hafi líka fengið að kynnast þessari stór- merkilegu konu og fá að leika á stofugólfinu í Skipholtinu með dót- ið sem ég fékk að leika mér með þegar ég var lítil og fá kandís og kex og sitja í eldhúskróknum og spjalla um hitt og þetta. Allar stundirnar í eldhúskróknum hjá ömmu eru frábærar og yndislegar minningar sem ég mun varðveita að eilífu. Ekki má svo gleyma „Andrésar Andar-kompunni“ sem var reyndar bara fatahengi sem innangengt var í en fyrir okkur barnabörnunum hafði þetta að geyma einn mesta fjársjóð ömmu, nefnilega nokkra metra af Andr- ésblöðum. Stundum tók ég ekki einu sinni blöðin með mér fram heldur sökkti mér í lesturinn bara inni í fatahenginu, enda var þar líka hiti í gólfinu og einkar notalegt að vera og stökkva inn í heim Andabæjar svo tímum skipti. Amma Hulda og afi Jakob voru líka einstakt sett. Þau voru mjög samheldin og gerðu allt saman, ferðuðust til að mynda mikið inn- anlands og þá þótti þeim skemmti- legast að keyra norður og eyða smátíma þar á sumrin. Amma var einstaklega bílhrædd allt sitt líf en einum ökumanni treysti hún vel og það var hann afi, enda leigubíl- stjóri til margra ára og þótti þeim skemmtilegt taka styttri og lengri bíltúra saman. Bílhrædda konan hafði samt alla tíð mikinn áhuga á bílum svoleiðis að hún fylgdist mikið með hvaða tegundir voru á veginum og spurði oft um tegundir á bílum og velti fyrir sér hvort þetta væri ný tegund. Eins sam- heldin og þau voru þótti henni ömmu nú oft gaman að gera grín að afa og skjóta á hann góðlátlega enda eins og áður sagði mikill húmoristi. Eitt sinn bað hún afa að fjarlægja göngugrindina sína þeg- ar við Hekla Björk dóttir mín vor- um í heimsókn hjá þeim svo hann myndi nú ekki hræða barnið og svo hló hún. Fyrir nokkrum árum fóru for- eldrar mínir norður eitt sumarið með gamla settið í afturstætinu. Afi sofnaði nú reyndar þegar kom- ið var ekki lengra en upp á Kjal- arnes en amma fylgdist með sveit- inni og bílunum og spjallaði á meðan. Þegar foreldrar mínir spurðu þau svo hvort þau myndu ekki vilja koma með þeim í dags- ferð út í Hrísey leist afa strax vel á það en amma tók ekki eins vel í það og sagði að afi hefði nú ekkert að gera við það, hann hefði farið þangað áður, á síldarárunum um 1960! Þetta var alveg klassísk amma. Já, allt fram á það síðasta var amma hnyttin og nú síðast á páskadag stakk hún upp á því við hann pabba minn að þau þættust vera sofandi í sófanum þegar mamma væri loks tilbúin að skutla henni heim, og það gerðu þau. Síðustu dagarnir þínir amma eru mér ómetanlegir þótt erfiðir hafi verið. Að fá að halda í hönd þína, nudda á þér fæturna, strjúka þér um ennið og segja þér að ég elska þig og heyra það til baka mun ég geyma í hjarta mínu að ei- lífu. Regína Björk Jónsdóttir. Jæja, þá er komið að kveðju- stund, elsku amma mín. Það kem- ur upp fullt af skemmtilegum minningum frá því ég var yngri og kom í heimsókn til ykkar Jakobs afa í Skipholtið. Mér er minnis- stæður bunkinn af Andrés-blöðun- um sem voru inni í skápnum hjá ykkur sem ég skoðaði alltaf þegar ég kom í heimsókn, borðaði fíkju- kex og drakk mjólkurglas á með- an. Þú hefur alla tíð verið hress, já- kvæð og með skemmtilegan húm- or sem þú hélst til seinasta dags. Eins lengi og ég man eftir þá eydd- ir þú áramótunum heima hjá pabba, mömmu og okkur fjöl- skyldunni, tókst þátt í áramóta- gleðinni með áramótahattinn á höfðinu og bros á vör. Elsku Hulda amma, minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Kveðja, Hulda. Þá er komið að kveðjustund við þig, elsku Hulda amma. Það hefði verið óskandi að samverustundirn- ar við þig hefðu getað verið fleiri nú síðustu ár en vegalengdin okk- ar á milli hamlaði því. Þó reyndum við alltaf að líta í heimsókn til þín í Skipholtið og nú síðustu árin á Droplaugarstaði, ef við vorum á ferðinni í Reykjavík. Þrátt fyrir fáar samverustundir undanfarin ár á ég fullt af hlýjum og góðum minningum um þig, elsku amma mín. Heimsóknirnar til ykkar Jakobs afa í Skipholtið skilja eftir sig svo margar hlýjar og góðar minningar. Það sem kem- ur strax upp í huga mér er bunk- inn af Andrésar Andar-blöðum sem við gengum alltaf í þegar við komum í heimsókn þegar við vor- um börn. Hin síðari ár þegar ég og Eva komum í heimsókn með stelp- urnar okkar voru þær svo spennt- ar yfir því að koma í heimsókn til ykkar í Skipholtið og fá að leika sér með skólahúsið og skóhúsið sem þið hélduð eftir af leikföng- unum hennar Ásgerðar þegar hún óx úr grasi. Einnig þótti okkur gríðarlega vænt um þegar þið komuð í heimsókn til okkar Evu þegar við vorum nýflutt á Reyð- arfjörð. Það að þið skylduð leggja leið ykkar til okkar var okkur mjög dýrmætt. Andrúmsloftið heima hjá ykkur var alltaf svo afslappað og gott að við gátum setið og spjallað við ykk- ur og stelpurnar dundað sér án þess að liggja á að fara sem er sjaldgæft nú til dags. Elsku Hulda amma, nú hefur þú fengið ró og vænti ég þess að end- urfundir þínir og Jakobs afa hafi verið góðir. Kveðja, Þorvarður. Þegar kæra Hulda mágkona er kvödd er margs að minnast um góða og hlýja konu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Minnisstætt er þegar ég kom í mína fyrstu heimsókn til hennar og Ásgeirs eiginmanns hennar, ég litaðist um á fallegu og smekklegu heimili þeirra hjóna, en mér varð samt starsýnt á mynd af síðskeggjuðum manni með mikið keilulaga höfuð- djásn og spurði í einfeldni minni hvort þau væru með mynd af jóla- sveini uppi á vegg. Mikið skamm- aðist ég mín þegar þau sögðu mér að þetta væri Baháúlláh, spámað- ur Bahaja. Þá varð mér ljóst að ég ætti aldeilis eftir að kynnast þessu fólki betur. Hulda tók þessu vand- ræðalega atviki með miklum gáska og fjöri sem fylgdi henni alla tíð. Nú kom í ljós að á þessu heimili voru höfuðstöðvar Bahaja-trúar- bragðanna og var Ásgeir forstöðu- maður safnaðarins hér á landi, sá um ýmsar athafnir þeirra og gifti meira að segja skólasystur mína og Sikileying í Árbæjarkirkju hinni gömlu, sem olli töluverðu fjaðrafoki og taugatitringi hér- lendis. Hulda var með eindæmum gestrisin, hafði góða nærveru og tók manni alltaf fagnandi, þess vegna var alltaf gott að koma við hjá henni í Skipholtinu. Börnin fjögur og heimilið voru í forgangi en mikinn skugga bar á þegar veikindi Ásgeirs urðu þeim mikill fjötur um fót og enduðu með and- láti hans langt um aldur fram. Hulda gafst ekki upp þrátt fyrir þessa erfiðleika og nú kom aldeilis í ljós þessi ótrúlegi kraftur og seigla sem fylgdi henni allt frá barnæsku, en mamma hennar tal- aði svo oft um hve Hulda hafi verið sterk í leikjunum við strákana í verkó og meira að segja Guðmund- ur Jaki hafi orðið að láta í minni pokann fyrir henni. Hulda átti góð ár í vændum eftir andlát Ásgeirs, hún kynntist góð- um manni, Jakobi Þór Óskarssyni, og eignaðist með honum eina dótt- ur. Þau ferðuðust mikið saman og voru mjög nánir vinir, en Jakob lést fyrir um hálfu ári. Ég vil þakka samfylgdina og votta öllum börnunum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Guðrún Kristjónsdóttir. Hulda Sigurbjörns- dóttir Knudsen HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Þú varst svo góð og skemmtileg og við hefðum ekki getað fengið betri ömmu. Þú varst besta amma í öllum heiminum. Nú ertu komin til afa og Nóa voffa. Við söknum þín, Viktoría, Kristófer, Arndís og Hrafnhildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.