Morgunblaðið - 30.04.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 30.04.2014, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Málið komst upp á Facebook 2. Byrjaðir að taka niður … 3. 12 ára drengur kveikti eldinn … 4. Þvoðu þvott um miðja nótt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Útilistaverk eftir Sigurð Guð- mundsson, gjöf fyrirtækisins CCP til Reykjavíkurborgar, verður afhjúpað í dag kl. 17 á hafnarkantinum við Rast- argötu í Vesturbugt, utan við höfuð- stöðvar fyrirtækisins. Á myndinni sést tölvuteikning af verki Sigurðar sem ber titilinn Worlds Within a World, eða Heimar í heimi. Verk Sigurðar fyrir CCP afhjúpað í dag  Meistaranemar í listkennsludeild LHÍ taka þátt í Barnamenning- arhátíð í Reykja- vík, vinna með nemendum í 6. bekk Laugarnes- skóla að mynd- listar- og tónlist- arverkefnum í Grasagarðinum í Laugardal og leiða trúða-, grímu- og söngleikjanámskeið í skólum og Æv- intýrahöllinni í Iðnó. Þá stýra meist- aranemarnir danssmiðju fyrir stráka í samstarfi við JBS. Í dag verður opnuð sýning á verkum grunnskólanema í Grasagarðinum kl. 8.30 og 2. maí verður sýndur afrakstur strákadans- smiðjunnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Listkennslunemar leiðbeina á hátíð  Í október næstkomandi verður opnuð í samtímalistasafninu í Lyon í Frakklandi viðamikil yf- irlitssýning á verkum Errós, sú fyrsta þar í landi. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran og koma verkin víða að, fjölmörg frá Listasafni Reykja- víkur. Yfirlitssýning Errós í Frakklandi í haust Á fimmtudag Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en suðaustan 5-10 á SV-horninu og skýjað með köflum. Hiti 3 til 10 stig, en allvíða næturfrost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-15 með S-ströndinni og á annesjum nyrst. Skýjað að mestu og þurrt að kalla, en bjartviðri NV-til og einnig fyrir vestan. Hiti allt að 10 stig. VEÐUR Haukar jöfnuðu metin í rimmu sinni við erkifjend- urna í FH í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í hand- knattleik í gærkvöldi. Haukar unnu FH-inga með þriggja marka mun á heimavelli FH. Hvort lið hefur unnið tvo leiki. Þar af leiðandi verður viðureign þeirra á heimavelli Hauka á morgun hreinn úr- slitaleikur um það hvort leikur til úrslita um Ís- landsmeistaratitilinn. »2 Hreinn úrslita- leikur á morgun Real Madríd leikur til úrslita um Evr- ópumeistaratitilinn í knattspyrnu í þrettánda skipti eftir að hafa farið illa með ríkjandi meist- ara, Bayern München, á þeirra eigin heimavelli í gærkvöld, 4:0. Spán- verjarnir mæta annaðhvort ná- grönnum sínum í Atlético Madríd eða enska liðinu Chelsea í úr- slitaleiknum í Lissabon 24. maí, en þar verður Cris- tiano Ronaldo á heimavelli. »1 Real Madríd á leið í þrettánda úrslitaleikinn Körfuboltamaðurinn Ragnar Nathan- aelsson er genginn til liðs við sænska félagið Sundsvall Dragons og segir að Hlynur Bæringsson, leikmaður liðsins, eigi mestan þátt í því en Ragnar skrifaði undir samning aðeins sólarhring eftir að sænska félagið hafði samband. „Hlynur virðist hafa haft mikinn sannfæringarkraft,“ seg- ir Ragnar. »4 Þakkar Hlyni samning- inn við Sundsvall ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er skemmtileg sýning með sýn á ólík lönd og menningarheima,“ segir Erlendur Pálsson á Sólheimum í Grímsnesi. Hinn 6. maí verða Leik- félag Sólheima og leikhópurinn Af- anias frá Madrid á Spáni með sameig- inlega sýningu í Þjóðleikhúsinu, sem er afrakstur samstarfs sem hófst sl. haust. Afrakstur Evrópusamstarfs Tildrög þessa eru að Sólheimar taka þátt í Evrópusamstarfi ýmissa þeirra sem sinna þjónustu við fatlað fólk, svo sem stofnana og heimila í Portúgal, Ítalíu og á Spáni. Aðilar í þessum lönd- um geta sótt um stuðning í þróun- arsjóði EFTA – rétt eins og Sól- heimafólk gerði. Og útkoman er fantafínt stykki. Sólheimaleikhúsið hefur starfað í 84 ár og á heimsvísu á ekkert sambæri- legt leikfélag jafnlanga sögu að baki. Hefð er fyrir því að leikarar á Sól- heimum frumsýni afrakstur vetrar- starfs síns á sumardaginn fyrsta. Nú er fólk ögn seinna á ferð. Þar kemur Madridarsamstarfið til sögunnar, en uppleggið í því er að Sólheimafólk túlkar spænska menningu. Er þar byggt á gamanleik eftir Federico Garcia Lorca sem Edda Björgvins- dóttir vann leikgerð úr og leikstýrir. Unnið með Eddu Það var listakonan Guðrún Erla Geirsdóttir sem vann leikmyndina, þar sem myndverk Sólheimafólks eru áberandi. „Þetta er allt með þeim svip sem er áberandi hér á staðnum,“ út- skýrir Erlendur. „Samstarfið við Eddu hefur verið mjög skemmtilegt en hún hefur ein- mitt starfað mikið með okkur í áranna rás. Í þessu verki nýtir hún persónu spænska höfundarins til að leiða verk- ið áfram og dregur fram Sesselju Sig- mundsdóttur, stofnanda Sólheima, þar sem þau skiptast á skoðunum á kóm- ískan hátt um verkið og skrif Lorca,“ segir Erlendur Pálsson um uppfærslu síns fólks, sem verður á sviðinu fyrir hlé. Eftir hlé stíga svo Spánverjarnir á svið og túlka þá sitt sjónarhorn á ís- lenska menningu. Uppfærsla hvors hóps tekur um hálftíma. Ímyndun og raunveruleiki „Madridarfólkið kemur með dans- verk sem túlkar sköpun íslenskrar náttúru þar sem ímyndun og raun- veruleiki eru á sviðinu. Í náttúru landsins myndast átök en með tím- anum mildast afl og mótast. Átök breytast í bandalög, kraft og upp- sprettur,“ segir Erlendur um sýn- inguna sem verður á fjölunum á Sól- heimum 1., 2. og 4. maí. Áðurnefnd hátíðarsýning verður í Þjóðleikhúsinu 6. maí. Í lok júní endurgeldur Sól- heimafólk svo heimsókn Spánverja og fer til Madridar í júní þar sem verkin verða sýnd í leikhúsi þar í borg. Ísland leikur og Spánn dansar  Ólík lönd og menning á leik- sviði fatlaðs fólks Ljósmynd/Pétur Thomsen Leikur Spænsk menning er þema sýningar Sólheimaleikhússins og er nálgunin í verkinu mjög forvitnileg. „Hingað að Sólheimum koma þúsundir gesta á hverju sumri. Staðurinn sem slíkur hefur mikið að- dráttarafl en ekki síður er fjölbreytt dagskráin hér,“ segir Erlendur Pálsson um Menningarveislu Sólheima sem verður í allt sumar. Í Sesseljuhúsi verður sýning tengd rafbílamenningu og víðar á staðnum eru minni sýningar um ýmis efni. Á laug- ardögum verða fyrirlestrar um náttúru- eða sam- félagsmál, svo sem um sjálfbært húsnæði, sveppa- tínslu og fleira sem aftur tengist lífrænni ræktun sem jafnan hefur verið meginstef alls starfs á Sól- heimum. Í Sólheimakirkju verða tónleikar líka alla laugardaga í sumar. Þar koma ýmsir fram, s.s. Sólheimakórinn, Svavar Knútur, Valgeir Guð- jónsson, Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Lay Low og svo mætti lengi áfram telja. Sveppatínsla og tónleikar MARGT Á BORÐUM Í MENNINGARVEISLU SÓLHEIMA Í SUMAR Erlendur Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.