Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 4
maður Sjálfstæðisflokksins, sem kjörinn var 1932. Jón hafði áður verið forsætisráðherra, einn fimm manna til að gegna báðum emb- ættum. Hann er á hinn bóginn eini maðurinn sem var forsætisráð- herra á undan. Hinir fjórir, Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson og Davíð Odds- son, voru allir borgarstjórar áður en þeir settust í stól forsætisráð- herra. Tögl og hagldir Allt eru þetta sjálfstæðismenn enda hafði flokkurinn áratugum saman bæði tögl og hagldir í borg- arstjórn og átti borgarstjórann í 46 ár samfellt, frá 1932 til 1978. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn í kosningunum 1978 var myndaður nýr meirihluti Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks. Hann réð utanaðkomandi mann í starf borgarstjóra, Egil Skúla Ingibergsson verkfræðing. Sjálfstæðisflokkurinn, undir for- ystu Davíðs Oddssonar, endur- heimti borgina 1982 og hélt henni næstu tólf árin. Davíð var borgar- E f marka má skoðana- kannanir að undan- förnu nýtur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, mests trausts borgar- búa til að gegna embætti borgar- stjóra á komandi kjörtímabili. Setj- ist Dagur í stól borgarstjóra eftir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi verður hann fyrsti maðurinn í sögunni til að gegna embættinu í tvígang. Dagur var borgarstjóri á árunum 2007-08. Í bæjarstjórnarlögum fyrir Reykjavík sem sett voru árið 1907 var í fyrsta sinn kveðið á um emb- ætti borgarstjóra. Embættið var auglýst árið 1908 og sóttu tveir um stöðuna, þeir Páll Einarsson og Knud Zimsen. Páll var ráðinn til sex ára af bæjarstjórn Reykjavík- ur en að þeim tíma loknum ákvað hann að hætta störfum og Knud Zimsen tók við embættinu. Hann hélt því til ársins 1932. Knud var í tvígang á þriðja áratugnum kjör- inn borgarstjóri í almennri at- kvæðagreiðslu meðal bæjarbúa. Fyrsti pólitíski borgarstjórinn í Reykjavík var Jón Þorláksson, for- stjóri í níu ár en þegar hann varð forsætisráðherra tók Markús Örn Antonsson við af honum. Fyrir kosningarnar 1994 leysti Árni Sig- fússon Markús Örn af hólmi. Vinstrimenn náðu borginni aftur á sitt vald í þeim kosningum og rann þá upp lengsta samfellda valdaskeið þeirra í borginni, tólf ár. Fyrir kosningarnar gerðu flokkarnir með sér kosninga- bandalag og buðu fram undir merkjum Reykjavíkurlistans. Kvennalistakonan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri. Þegar Ingibjörg Sólrún hætti sem borgarstjóri snemma árs 2003 var sóttur maður út fyrir borgar- stjórnarflokk Reykjavíkurlistans, Þórólfur Árnason. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var svo þriðji og síð- asti borgarstjóri listans. Reykjavíkurlistinn bauð ekki fram í kosningunum 2006 og þá endurheimtu sjálfstæðismenn borg- arstjórastólinn. Kjörtímabilið sem fór í hönd var um margt óvenju- legt enda var í tvígang skipt um meirihluta í borginni. Borgarstjór- arnir á kjörtímabilinu urðu alls fjórir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, Dagur B. Egg- ertsson, Samfylkingu, Ólafur F. Magnússon, F-listanum, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðis- flokki. Áratuga stöðugleiki í borg- arstjórnarmálum, fyrst í tíð Sjálf- stæðisflokks og síðan Reykjavíkur- listans, breyttist í mikla óvissu. Ævintýri Besta flokksins Á téðu kjörtímabili gerðist það líka í fyrsta skipti að stjórnmálamaður, sem ekki er sjálfstæðismaður, varð borgarstjóri í krafti eigin flokks, Dagur B. Eggertsson. Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri af hálfu Reykjavíkurlistans en ekki Kvennalistans. Hvorki Alþýðuflokkur né Al- þýðubandalag eignuðust borgar- stjóra meðan þeir voru og hétu og Framsóknarflokkurinn hefur aldrei hreppt embættið. Ekki heldur Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð. Það sætti svo miklum tíðindum þegar nýtt stjórnmálaafl, Besti flokkurinn, kom sínum manni, Jóni Gnarr, í stól borgarstjóra fyrir fjórum árum. Hann dregur sig nú í hlé – sem og flokkurinn. Ó borg, mín borg ALLT ÚTLIT ER FYRIR SPENNANDI KOSNINGAR TIL BORGARSTJÓRNAR 31. MAÍ NÆSTKOMANDI. VERÐUR DAGUR B. EGGERTSSON, ODDVITI SAMFYLK- INGARINNAR, FYRSTI MAÐURINN Í SÖGUNNI TIL AÐ VERÐA BORGARSTJÓRI Í ANNAÐ SINN EÐA ENDURHEIMTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EMBÆTTIÐ SEM HANN HEFUR HAFT Á SÍNU VALDI Í 61 ÁR FRÁ ÞVÍ AÐ FLOKKSPÓLITÍSKUR BORGARSTJÓRI VAR FYRST KJÖRINN FYRIR 82 ÁRUM? Þórólfur Árnason 2003-04. Ólafur F. Magnússon 2008. Davíð Oddsson 1982-91. Árni Sigfússon 1994. Jón Gnarr 2010-14. Hanna Birna Krist- jánsdóttir 2008-10. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson 2006-07. Dagur B. Eggertsson 2007-08. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir 2004-06. Markús Örn Ant- onsson 1991-94. Páll Einarsson 1908-14. Knud Zimsen 1914-32. Jón Þorláksson 1932-35. Pétur Halldórsson 1935-40. Bjarni Benediktsson 1940-47. Gunnar Thorodd- sen 1947-59. Auður Auðuns 1959-60. Geir Hallgrímsson 1959-72. Birgir Ísleifur Gunn- arsson 1972-78. Egill Skúli Ingibergs- son 1978-82. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir 1994-2003. Morgunblaðið/Ómar 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Knud Zimsen hefur lengst allra verið borgarstjóri í Reykjavík, átján ár. Geir Hallgrímsson gegndi emb- ættinu í þrettán ár og Gunn- ar Thoroddsen í tólf. Davíð Oddsson var borgarstjóri í níu ár, eins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skemmst hefur Árni Sig- fússon setið á stóli borgar- stjóra, þrjá mánuði. Auður Auðuns varð fyrst kvenna borgarstjóri í Reykja- vík, 1959. Hún gegndi emb- ættinu ásamt Geir Hall- grímssyni. Alls eru borgar- stjórar Reykjavíkur 21, þar af fjórar konur. Yngstur til að taka við embættinu var Bjarni Bene- diktsson, 32 ára. Davíð Oddsson var 34 ára. Elstur var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, 60 ára. Ólafur F. Magn- ússon og Jón Þorláksson voru 55 ára. KNUD ZIMSEN SAT LENGST *Hann var snemma ódæll og til vandræða.Úr ferilskrá núverandi borgarstjóra, Jóns Gnarrs, á heimasíðu Reykjavíkurborgar.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.