Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Qupperneq 4
maður Sjálfstæðisflokksins, sem kjörinn var 1932. Jón hafði áður verið forsætisráðherra, einn fimm manna til að gegna báðum emb- ættum. Hann er á hinn bóginn eini maðurinn sem var forsætisráð- herra á undan. Hinir fjórir, Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson og Davíð Odds- son, voru allir borgarstjórar áður en þeir settust í stól forsætisráð- herra. Tögl og hagldir Allt eru þetta sjálfstæðismenn enda hafði flokkurinn áratugum saman bæði tögl og hagldir í borg- arstjórn og átti borgarstjórann í 46 ár samfellt, frá 1932 til 1978. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn í kosningunum 1978 var myndaður nýr meirihluti Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks. Hann réð utanaðkomandi mann í starf borgarstjóra, Egil Skúla Ingibergsson verkfræðing. Sjálfstæðisflokkurinn, undir for- ystu Davíðs Oddssonar, endur- heimti borgina 1982 og hélt henni næstu tólf árin. Davíð var borgar- E f marka má skoðana- kannanir að undan- förnu nýtur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, mests trausts borgar- búa til að gegna embætti borgar- stjóra á komandi kjörtímabili. Setj- ist Dagur í stól borgarstjóra eftir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi verður hann fyrsti maðurinn í sögunni til að gegna embættinu í tvígang. Dagur var borgarstjóri á árunum 2007-08. Í bæjarstjórnarlögum fyrir Reykjavík sem sett voru árið 1907 var í fyrsta sinn kveðið á um emb- ætti borgarstjóra. Embættið var auglýst árið 1908 og sóttu tveir um stöðuna, þeir Páll Einarsson og Knud Zimsen. Páll var ráðinn til sex ára af bæjarstjórn Reykjavík- ur en að þeim tíma loknum ákvað hann að hætta störfum og Knud Zimsen tók við embættinu. Hann hélt því til ársins 1932. Knud var í tvígang á þriðja áratugnum kjör- inn borgarstjóri í almennri at- kvæðagreiðslu meðal bæjarbúa. Fyrsti pólitíski borgarstjórinn í Reykjavík var Jón Þorláksson, for- stjóri í níu ár en þegar hann varð forsætisráðherra tók Markús Örn Antonsson við af honum. Fyrir kosningarnar 1994 leysti Árni Sig- fússon Markús Örn af hólmi. Vinstrimenn náðu borginni aftur á sitt vald í þeim kosningum og rann þá upp lengsta samfellda valdaskeið þeirra í borginni, tólf ár. Fyrir kosningarnar gerðu flokkarnir með sér kosninga- bandalag og buðu fram undir merkjum Reykjavíkurlistans. Kvennalistakonan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri. Þegar Ingibjörg Sólrún hætti sem borgarstjóri snemma árs 2003 var sóttur maður út fyrir borgar- stjórnarflokk Reykjavíkurlistans, Þórólfur Árnason. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var svo þriðji og síð- asti borgarstjóri listans. Reykjavíkurlistinn bauð ekki fram í kosningunum 2006 og þá endurheimtu sjálfstæðismenn borg- arstjórastólinn. Kjörtímabilið sem fór í hönd var um margt óvenju- legt enda var í tvígang skipt um meirihluta í borginni. Borgarstjór- arnir á kjörtímabilinu urðu alls fjórir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, Dagur B. Egg- ertsson, Samfylkingu, Ólafur F. Magnússon, F-listanum, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðis- flokki. Áratuga stöðugleiki í borg- arstjórnarmálum, fyrst í tíð Sjálf- stæðisflokks og síðan Reykjavíkur- listans, breyttist í mikla óvissu. Ævintýri Besta flokksins Á téðu kjörtímabili gerðist það líka í fyrsta skipti að stjórnmálamaður, sem ekki er sjálfstæðismaður, varð borgarstjóri í krafti eigin flokks, Dagur B. Eggertsson. Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri af hálfu Reykjavíkurlistans en ekki Kvennalistans. Hvorki Alþýðuflokkur né Al- þýðubandalag eignuðust borgar- stjóra meðan þeir voru og hétu og Framsóknarflokkurinn hefur aldrei hreppt embættið. Ekki heldur Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð. Það sætti svo miklum tíðindum þegar nýtt stjórnmálaafl, Besti flokkurinn, kom sínum manni, Jóni Gnarr, í stól borgarstjóra fyrir fjórum árum. Hann dregur sig nú í hlé – sem og flokkurinn. Ó borg, mín borg ALLT ÚTLIT ER FYRIR SPENNANDI KOSNINGAR TIL BORGARSTJÓRNAR 31. MAÍ NÆSTKOMANDI. VERÐUR DAGUR B. EGGERTSSON, ODDVITI SAMFYLK- INGARINNAR, FYRSTI MAÐURINN Í SÖGUNNI TIL AÐ VERÐA BORGARSTJÓRI Í ANNAÐ SINN EÐA ENDURHEIMTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EMBÆTTIÐ SEM HANN HEFUR HAFT Á SÍNU VALDI Í 61 ÁR FRÁ ÞVÍ AÐ FLOKKSPÓLITÍSKUR BORGARSTJÓRI VAR FYRST KJÖRINN FYRIR 82 ÁRUM? Þórólfur Árnason 2003-04. Ólafur F. Magnússon 2008. Davíð Oddsson 1982-91. Árni Sigfússon 1994. Jón Gnarr 2010-14. Hanna Birna Krist- jánsdóttir 2008-10. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson 2006-07. Dagur B. Eggertsson 2007-08. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir 2004-06. Markús Örn Ant- onsson 1991-94. Páll Einarsson 1908-14. Knud Zimsen 1914-32. Jón Þorláksson 1932-35. Pétur Halldórsson 1935-40. Bjarni Benediktsson 1940-47. Gunnar Thorodd- sen 1947-59. Auður Auðuns 1959-60. Geir Hallgrímsson 1959-72. Birgir Ísleifur Gunn- arsson 1972-78. Egill Skúli Ingibergs- son 1978-82. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir 1994-2003. Morgunblaðið/Ómar 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Knud Zimsen hefur lengst allra verið borgarstjóri í Reykjavík, átján ár. Geir Hallgrímsson gegndi emb- ættinu í þrettán ár og Gunn- ar Thoroddsen í tólf. Davíð Oddsson var borgarstjóri í níu ár, eins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skemmst hefur Árni Sig- fússon setið á stóli borgar- stjóra, þrjá mánuði. Auður Auðuns varð fyrst kvenna borgarstjóri í Reykja- vík, 1959. Hún gegndi emb- ættinu ásamt Geir Hall- grímssyni. Alls eru borgar- stjórar Reykjavíkur 21, þar af fjórar konur. Yngstur til að taka við embættinu var Bjarni Bene- diktsson, 32 ára. Davíð Oddsson var 34 ára. Elstur var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, 60 ára. Ólafur F. Magn- ússon og Jón Þorláksson voru 55 ára. KNUD ZIMSEN SAT LENGST *Hann var snemma ódæll og til vandræða.Úr ferilskrá núverandi borgarstjóra, Jóns Gnarrs, á heimasíðu Reykjavíkurborgar.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.