Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Í ár eru 400 ár frá því Hall- grímur Pétursson fæddist og af því tilefni er kominn út bæklingur og bók eftir Karl Sigurbjörnsson biskup um mesta sálmaskáld þjóðarinnar. „Hallgrímskirkja bað mig um að taka sæti í undirbúningsnefnd um viðburði minningarársins og þegar við uppgötvuðum að það vantaði bækling um Hallgrím á íslensku og öðrum tungumálum var ég beðinn um að skrifa hann sem ég gerði,“ segir Karl. „Þessi bæklingur er yf- irlit yfir sögu og ævi Hallgríms og áhrif hans í samtímanum og kemur út á íslensku, ensku, þýsku og dönsku. Jakob F. Ásgeirsson gaf svo íslenska textann út í bókaformi og bókin er ríkulega myndskreytt eins og bæklingurinn.“ Fyrirheit og hrun Þú hlýtur sem prestur og biskup að hafa kynnst því vel hvað skáld- skapur Hallgríms er þjóðinni kær. „Hallgrímur Pétursson skipar einstakan sess í trúarlífi okkar og ég held að enginn einstaklingur hafa haft jafn mikil áhrif á heila þjóð og hann. Hann er risi í ís- lenskri bókmenntasögu, og skáld- skapur hans hefur haft gríðarlega mikil áhrif. Svo hefur saga hans og persóna verið þjóðinni afar nákom- in og áleitin. Ég naut þeirrar gæfu að vera prestur í Hallgrímskirkju um langt árabil og var stöðugt að hitta fólk sem lýsti fyrir mér þeim áhrifum sem það hefði orðið fyrir af Hallgrími, ekki bara skáldskap hans heldur líka sögu hans. Hann var vel ættaður, gáfaður og efnileg- ur ungur maður, var á blússandi framabraut þegar hann féll með Guðríði og síðan hokra þau suður með sjó í niðurlægingu og fátækt- arbasli. Svo fær hann Saurbæ og lifir sín bestu æviár þar og þar semur hann þetta stórkostlega verk sem eru Passíusálmarnir, verður holdsveikur og lifir seinustu árin í þeirri kröm og þjáningu. Ég held að þjóðin sjái sjálfan sig að einhverju leyti í þessum örlögum. Hin glæstu fyrirheit og hið mikla hrun, það er saga íslensku þjóð- arinnar.“ Unglingurinn og sam- hengið Eldri kynslóðir lærðu ljóð utan að í skóla og fyrir fermingu og þar á meðal einhver brot úr Passíusálm- unum. Þetta hlýtur að hafa verið þín reynsla. „Ég ólst upp við Passíusálmana og fékk þá í tannfé og í ferming- argjöf. Ég lærði snemma að hlusta á þá með andakt, án þess að skilja það sem í þeim stóð, en skynjaði þá lotningu sem var borin fyrir þeim. Eins og aðrir af minni kynslóð lærði ég frá blautu barnsbeini alls konar vísur, kvæði og sálma og píndist undir því í skólanum að læra skáldskap utan að eins og manni var gert. Það var þvílíkur fjársjóður sem manni var gefinn með því að vera látinn læra ljóð ut- an að. Aldrei hefði maður til dæmis kynnst Grími Thomsen nema af því að maður varð að læra Skúlaskeið í skólanum. Þegar ég var ungur prestur voru áberandi kenningar um að ekki ætti að stunda ítroðslu, eins og það var kallað að láta börn og unglinga læra utan að texta, ljóð og sálma. Ég varð móttækilegur fyrir þessu og lagði þess vegna ekki áherslu á að láta ferming- arbörn læra kveðskap utan að. Ég skammast mín fyrir að hafa kok- gleypt þessa firru. En af því að við minnumst á fermingar þá er merkilegt að hugsa til þess að þrátt fyrir allt sem sagt er og tuðað um kirkjuna þá er ennþá verið að ferma þús- undir unglinga og á myndum af fermingarbörnum sést að þau eru með Sálmabókina í hendinni. Sálmabókin veitir innsýn í andlega menningu Vesturlanda, elsti sálm- urinn þar er frá fjórðu öld og er eftir Ambrósíus og elsta kvæðið á norrænni tungu sem sungið er enn í dag er „Heyr himna smiður“ frá byrjun 13. aldar og síðan eru þarna sálmar frá öllum tímum bókmennta og trúarsögunnar allt til okkar dags. Þarna er að finna samhengi sem nær yfir langt tímabil og teng- ir saman kynslóðirnar. Ungling- urinn fær þetta samhengi í hend- urnar og það er ekki svo lítið. Mér finnst það stórkostlegt. Við verðum að gæta þess vel að þessi siður haldist.“ Passíusálmunum smyglað til Ungverjalands Það er fallegur siður að lesa Pass- íusálmana í Hallgrímskirkju og víð- ar á föstudaginn langa. Þetta er merki um gríðarlegar vinsældir sem eiga sér varla fordæmi. „Þegar ég var ungur voru Pass- íusálmarnir lesnir í Hallgríms- kirkju alla daga föstunnar en svo Kristin trú er alltaf í fleirtölu KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP RÆÐIR UM PASSÍUSÁLM- ANA OG HALLGRÍM PÉTURSSON, PÁSKANA OG KRISTNA TRÚ SEM HANN SEGIR VERA SAMFÉLAGSLEGT FYRIRBÆRI. HANN VARAR VIÐ ÞVÍ AÐ HIÐ TRÚARLEGA SÉ ÞVINGAÐ UNDIR YFIRBORÐIÐ EÐA ÞAGGAÐ NIÐUR. Kolbrún Bergþórsdóttir kolla@mbl.is Svipmynd AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.