Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 25
Á þeim tólf árum sem ÍSÍ hefur
staðið fyrir átakinu Hjólað í vinn-
una hafa orðið til margar
skemmtilegar sögur af þátttak-
endum og til eru dæmi um að
þátttaka geti haft áhrif á fasteigna-
kaup og búferlaflutninga. „Ég
kann mjög góða sögu af einum
keppanda í átakinu. Eiginkona
hans hafði lengi reynt að fá hann
til þess að skoða þann möguleika
að flytja úr einu af eldri hverfum
borgarinnar í eitt úthverfanna.
Hún sýndi honum reglulega
myndir af álitlegum húsum í út-
hverfinu en hann hafði ekki
áhuga. Þá kom að því að hann tók
þátt í Hjólað í vinnuna í fyrsta
skipti eftir að konan gaf honum
hjól. Honum fannst erfitt að hjóla
til að byrja með en hafði strax
gaman af því að taka þátt og fyllt-
ist fljótt keppnisanda. Þegar hann
fór að stúdera keppnina tók hann
eftir því að margir vinnufélagarnir
náðu að hjóla miklu lengri vega-
lengdir þar sem þeir bjuggu
lengra frá vinnustaðnum. Líkaði
honum sú staðreynd illa. Þá sendi
hann konunni tölvupóst um það
hvort þau ættu ekki að skoða eitt
af þessum húsum sem hún hefði
sýnt honum myndir af. Úr varð
að þau fluttu í úthverfið,“ segir
Kristín Lilja og hlær.
Fjölmargir kjósa að hjóla í vinnuna
allan ársins hring en leggja bílnum.
Morgunblaðið/Kristinn
Þátttakan hafði áhrif á
fasteignakaup
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
S
veinn Arnar Davíðsson, körfuknattleiksmaður í
Snæfelli, er vígalegur á velli með mikið skegg og
fjölmörg húðflúr. Sveinn Arnar og félagar eru
komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað fyrir KR í
átta liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos-deildar karla.
Hversu oft æfir þú á viku? Sex körfuboltaæfingar í viku
og aukaskotæfingar og lyftingaæfingar. Reyni að fara
þrisvar í viku, tvisvar á dag, að skjóta aukalega og lyfta
en næ því ekki alltaf vegna vinnu.
Hvernig æfir þú? Ég er á 6-7 körfuboltaæfingum í viku
þar sem ég er með öllu liðinu, svo eru það skotæfingar
þar sem við í Snæfelli erum svo heppnir að hafa skotvél í
íþróttahúsinu, með henni nær maður 500-700 skotum á
engum tíma. Algjör snilld. Svo lyfti ég og notast við æf-
ingar sem ég var í hjá einkaþjálfara í sumar.
Henta slíkar æfingar fyrir alla? Ég myndi segja
að svona æfingar hentuðu öllum og bara betra
að byrja að æfa sem mest sem fyrst. Ég
byrjaði ekki nægilega ungur að
æfa svona mikið en
ég er að reyna að
vinna það upp
núna.
Hver er lyk-
illinn að
góðum ár-
angri? Lykill-
inn að góðum ár-
angri er að vinna
eins vel í sjálfum sér og maður getur
og bæta sinn leik til þess að hjálpa lið-
inu. Það er ekki bara vinnan í íþrótta-
salnum sem skilar sér, maður verður líka
að hafa hausinn í lagi.
Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega
útrás fyrir hreyfiþörfina? Ég verð að hreyfa
mig reglulega og halda því í vissri rútínu
hreinlega bara til þess að halda geðheilsunni á
réttum stað. Ég hef verið það mikið í íþróttum í
gegnum tíðina að ég þekki ekkert annað en að
æfa nánast á hverjum degi. Maður slappar mun
betur af ef maður fer fyrst aðeins í ræktina og
rífur í lóðin.
Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli
æfinga hjá þér? Ég man það nú ekki alveg,
ætli það sé ekki síðasta sumar þegar ég
skrapp til útlanda í tíu daga. Það var mjög
kærkomið frí þar sem ég var búinn að æfa
tvisvar á dag flesta dagana fyrir ferðina.
Ertu almennt meðvitaður um
mataræðið? Þegar kemur að
mataræði er ég ekki besta fyr-
irmyndin; ég borða nákvæmlega
það sem mig langar í og ég borða
mikið, en ég er samt alveg meðvit-
aður um mataræðið og borða hollan
mat með öllu góðgætinu sem ég
borða.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða allt-
af hafragraut á í vinnunni og prótein eftir æfingar. Ég
læt mér nægja Hleðslu – ég er ekkert að hrista mér ein-
hver búst og svona.
Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Ég er rosalega mik-
ill hlaupkall. Félagar mínir segja allir að ég sé með
skelfilegan smekk á nammi.
Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig?
Bara einfaldlega hjálpar mér að halda mínu striki í líf-
inu; ekki vera að fara út á einhverja
braut sem ég svo ræð ekki við.
Hjálpar mér líka að sjá fram á
veginn og vita hvað bíður mín
næst.
Hvað eru algeng mistök hjá
fólki við æfingar? Bara að
gera æfingar vitlaust, fá
ekki einhvern sem veit
út á hvað þetta geng-
ur til að kenna
manni að gera hlut-
ina rétt. Það getur
skipt sköpum, þá
sérstaklega í rækt-
inni, til þess að
koma í veg fyrir
meiðsli.
Hver er erfiðasti
mótherjinn á ferl-
inum? Justin Shouse,
hann er ótrúlega
lunkinn og skemmti-
legur leikmaður sem þorir
að taka af skarið þegar mikið ligg-
ur við.
Hver er besti samherjinn? Ég get
eiginlega ekki gert upp á milli Íslend-
inganna, við erum allir svo góðir vinir,
búnir að spila saman svo lengi. Snæ-
fellsliðið í heild myndi ég segja.
Hver er fyrirmynd þín? Fyrirmyndin
mín er Hlynur Bæringsson, mágur minn.
Mér finnst gott að hafa hann sem fyrirmynd
þar sem ég get fylgst vel með honum og leitað
ráða hjá honum.
Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Ég held
að ég verði að segja Jordan, hann var svo svaka-
lega mikill íþróttamaður. En Lebron James er á
hraðri leið að stela þeim titli að mínu mati.
Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum?
Það var þegar ég var að keppa með Skallagrími á móti
KR og heyrði í stúkunni 4 … 3 … 2 … 1 Ég man að ég
leit á klukkuna um leið og ég heyrði fjóra og svo skaut ég
boltanum yfir allan völlinn og það sprakk allt úr hlátri
svo ég leit aftur á klukkuna og þá var 41 sekúnda eftir af
hálfleiknum. En auðvitað hló maður bara að þessu.
Skilaboð að lokum?
Æfðu meira en þú nennir, þá nærðu árangri.
KEMPA VIKUNNAR SVEINN ARNAR DAVÍÐSSON
Æfa sem mest sem fyrst
M
or
gu
nb
lað
ið
/Ó
m
ar
Nú þegar hjól, hlaupahjól, hjólaskautar og fleira til er tekið fram er
mikilvægt að fara yfir öryggisatriði og athuga hvort allir hjálmar og
hlífar eru í lagi. Hjálmur getur komið í veg fyrir 79% alvarlegra höf-
uðáverka. Fara þarf yfir hvort hjálmar barna eru heilir og passi.
Öryggisatriði fyrir vorið*Peningar skipta mig engumáli. Við vitum öll að góðheilsa er miklu mikilvægari.
Keanu Reeves
einstakt
eitthvað alveg
STOFNAÐ1987
| S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
VA
XTALAUS
M
ál
ve
rk
:
A
u
ð
u
r
Ó
la
fs
d
ó
tt
ir
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n
breytingar á ýmsum umferð-
aræðum borgarinnar þar sem
gert er ráð fyrir hjólreiðafólki.
Þær Sigríður og Kristín eru
sannfærðar um að ÍSÍ eigi sinn
þátt í þessari þróun.
Þrýstingur skapast á
valkosti í samgöngum
„Á þessum tólf árum hefur
hjólamenningin breyst til muna
og mun fleiri farnir að hjóla
reglulega og allt árið um kring.
Í fyrra var örlítil fækkun þátt-
takenda í átakinu sjálfu vegna
slæmra veðurskilyrða en maður
sá engu að síður mikinn fjölda
fólks nota hjólið sem farartæki.
Átakið Hjólað í vinnuna hefur
klárlega haft áhrif á þessa þró-
un,“ segir Sigríður og Kristín
bætir við að eftir þátttöku í
átakinu komist það upp í vana
hjá fólki að nota hjólið meira en
áður. „Fyrstu samgöngu-
samningarnir, á milli vinnuveit-
enda og starfsfólks, komu 2009
eða 2010 ef ég man rétt. Síðan
þá hafa fjölmörg fyrirtæki fylgt
í kjölfarið og gert slíka samn-
inga. Reykjavíkurborg setti auk
þess fram tíu ára áætlun um
hvernig hægt væri að breyta
hjólreiðakerfinu í Reykjavík sem
kallast Hjólreiðaátak Reykjavík-
urborgar. „Nú síðast sáum við
breytingar í Borgartúninu og
brúin á Geirsnefi er nýleg.
Skapast hefur þrýstingur á að í
boði sé að nota annan sam-
göngumáta en einkabílinn,“ út-
skýrir Kristín.