Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 39
1988 mætti Bubbi Morthens með myndbands-
upptökuvél á tónleika Síðan skein sól. Vakti það
gríðarlega athygli tónleikagesta enda voru mynd-
bandsupptökuvélar ekki á hverju strái í þá daga.
Tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins skrifaði:
„Á þessu stigi er ekki vitað hvort Bubbi vill geta
stúderað samkeppnina heima í stofu eða hvort
hann er að safna saman sagnfræðiheimildum fyrir
komandi kynslóðir, en svör óskast.“
Myndbandsupptökuvélin var mikil munaðar-
vara enda var hún mjög dýr. Vélin fór að vera vin-
sæl á heimilum landsmanna í kringum tíunda ára-
tuginn. JVC, Sony og Hitachi þóttu gera góðar
vélar sem gerðu frí og aðra mannfagnaði ódauð-
lega. Eftir að litla spólan kom minnkuðu vélarnar
til muna. Þá var hægt að taka upp á litla VHS-
spólu, setja hana í þartilgerða stóra VHS-spólu
og spila upptökuna fyrir vini og vandamenn
heima í stofu.
Handheldar myndbandsupptökuvélar hafa
haldið ágætum vinsældum þótt flestir nýti sér
snjallsímana í dag til að taka upp eftirminnileg
augnablik.
GAMLA GRÆJAN
Myndbands-
upptökuvélin
JVC GR-D23 kom
með MiniDV spólu
árið 2004.
Sony hi8 kom á markað
1991 og tók upp á litlar
hliðrænar (analogue) spól-
ur sem hægt var að setja í
stærri VHS spólur og það-
an í myndbandstæki.
Hitachi FP-10r kom
árið 1981 og gat tekið
upp í lit. Hún var tvö
kíló að þyngd.
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
* Ef svo heldur fram sem horfir munmannkynið visna, nema kannski fing-urinn sem ýtir á skjáinn.
Frank Lloyd Wright arkitekt
Pixar-fyrirtækið var stofnað fyrir
28 árum og hefur rakað til sín 27
Óskarsverðlaunum og grætt meira
en átta milljarða dollara fyrir mynd-
ir sínar á þeim tíma. Kvikmynda-
mógúllinn George Lucas stofnaði
Pixar-fyrirtækið en það var Steve
Jobs sem kom því til bjargar þegar
Lucas vildi selja það til Microsoft.
En Pixar byrjaði ekki sem kvik-
myndafyrirtæki. Fyrirtækið byrjaði
á að selja tölvubúnað. Til að sýna
hvað tölvubúnaður þeirra gerði bjó
John Lasseter, tölvuséní Pixar, til
stuttmynd sem var tölvugerð og
boltinn fór að rúlla. Stórfyrirtækin
Listerine, Trident og Lifesavers
fengu Pixar í lið með sér og bjuggu
til tölvugerðar auglýsingar.
Leikfangasaga var fyrsta kvik-
myndin frá Pixar og var mikil pressa
frá Disney um að hafa myndina
með meiri tónlist. Viddi og Bósi
ljósár sungu ekki nóg fyrir smekk
Disney. Konungur ljónanna, Fríða
og dýrið og Aladdín voru öll með
tónlistarþema en Pixar sagði ein-
faldlega nei.
Skömmu eftir að Leikfangasaga
var frumsýnd hittust hugmynda-
smiðir myndarinnar, þeir Lasseter,
Peter Docter, Joe Ranft og Andrew
Stanton, í hádegisverði. Félagarnir
hittust til að skála fyrir góðum
árangri. Þegar hádegisverðurinn
var búinn höfðu fjórar hugmyndir
að nýjum myndum fæðst: Pöddulíf,
Skrímsli hf., Nemó og Wall-e.
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Sagan á bak við Pixar
Pítsubíllinn hefur komið fyrir í öllum
myndum Pixar – meira að segja Brave.
iPad
hvarsemer,hvenærsemer
Smáralind | Sími 512 1330
Opið Sunnudaga 13-18
MacBookAir
Öflug, léttog
ótrúleg rafhlaða
Verð frá:169.990.-
Verð frá:49.990.-
TÆKNI ÁN LANDAMÆRA
Mótið var haldið í níunda
sinn í Teheran. Mörg glæsileg
tilþrif sáust þetta árið.
Vélmennafótbolti í Íran
Hvít vélmenni frá Van Amsterdam-
háskólanum unnu úrslitaleikinn 2:1.
Vélmenni frá Parand Azad-háskólanum undirbýr sig
að taka miðju í leik gegn háskólanum í Qazvin.
AFP
Íranskar skólastúlkur fylgjast með viðureign háskólanna í Teher-
an og Qasvin Azad sem sá síðarnefndi vann 3:1.
Þýska liðið Nao-Team HTWK frá Leipzig í
Þýskalandi tapaði Van Amsterdam-háskólanum.