Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 ættismönnum og borgarfulltrúum ef mér finnst eitthvað að og hringi eins og hver annar borgari og kvarta ef er ekki búið að moka göngustíg. Ég er eiginlega orðinn óþolandi borgari í dag, martröð borgar- starfsmannsins,“ segir hann og hlær. Vill borgarfulltrúa sem þykir vænna um borgina en flokkinn Gleðin er aldrei langt undan hjá Gísla Mar- teini. Hann virðist hreinlega alltaf vera í góðu skapi og það smitar út frá sér. Á vett- vangi stjórnmálanna reyndi hann að leggja sig fram um að starfa með öllum flokkum og átti í mörgum málum náið samstarf við núverandi meirihluta, til dæmis við gerð nýs aðalskipulags fyrir Reykjavík sem Gísli kall- ar „besta aðalskipulag Reykjavíkur“. Gísli var sá eini úr upphaflega aðalskipu- lagshópnum sem skipaður var árið 2006 sem enn sat þar þegar skipulagið var afgreitt í lok síðasta árs. Borgarmálin eru um margt frábrugðin landsmálunum og Gísli Marteinn bendir á að samþykktir borgarinnar undirstriki þetta. „Í samþykktunum er ekkert til sem heitir meirihluti eða minnihluti. Þetta er einfald- lega þannig að Reykvíkingar velja sér 15 manns til að fara með sín mál í fjögur ár. Þessir 15 fulltrúar eiga eingöngu að fara eftir sannfæringu sinni og eru að mínu mati að svíkja borgarbúa ef þeir fara eftir ein- hverju öðru. Í stjórnarskránni segir að þing- menn eigi eingöngu að fara eftir eigin sam- visku, og það er sérstaklega tekið fram að þeir séu ekki bundnir af neinum sam- þykktum flokka eða kjósenda sinna. Ég leit alltaf þannig á að Reykvíkingar hefðu valið mig sem einn af 15 fulltrúum sínum og reyndi að gera í hverju máli það sem ég taldi koma Reykvíkingum best, burtséð frá flokkapólitík,“ og hann bætir við, óvenju al- varlegur í bragði: „Reykjavík þarf stjórn- málamenn sem þykir vænna um Reykjavík en flokkinn sinn.“ Hefði boðið upp á öðruvísi valkost Áður en Gísli tók ákvörðun um að skipta um vettvang stefndi hugur hans á efsta sæt- ið á lista Sjálfstæðisflokksins, en þar með hefði hann orðið borgarstjóraefni flokksins. „Mig langaði að fara í efsta sætið en þá var alveg ljóst að ég hefði verið að bjóða upp á kost sem væri svolítið mikið öðruvísi en það sem flokkurinn er núna að bjóða upp á. Ég hefði farið fram með þá útgáfu af Sjálfstæðisflokknum í borginni sem ég vil sjá. Það hefði verið afgerandi frjálslynd, um- burðarlynd stefna sem hefði lagt kapp á menntamál og fjármál heimilana, en líka á heilsu borgarbúa, til dæmis út frá heilnæmi lofts og vatns í Reykjavík sem nú er stefnt í tvísýnu vegna rangra ákvarðana í skipulags- málum. Mín framtíðarsýn er líka sú að fleiri fái tækifæri til að búa nálægt helstu atvinnu- og menningarkjörnum borgarinnar og að þau hverfi sem þegar eru byggð fái aukna þjónustu, minni umferð og verði sjálfbærari. Þetta gerum við með því að hætta að þenja út byggðina og byggja Reykjavík inn á við. Þannig styrkjum við það góða líf sem fyrir er í borginni.“ Leiðinlegt að standa í illdeilum Gísli segist ekki hafa óttast slakt gengi í prófkjörinu, þvert á móti fann hann fyrir miklum stuðningi við sínar hugmyndir, þótt ekki kæmi sá stuðningur frá hverfafélögum flokksins. Þegar hann tilkynnti að hann væri að hætta sagði hann meðal annars í færslu á vefsíðu sinni: „Það er heilmikið álag að vera í stjórnmálum. Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveldara ef ég vissi fyrir hvað ég stæði og hefði trú á mínum hug- myndum. Þá þyrfti ég ekki að vakna á hverjum morgni og gá til veðurs, í pólitísk- um skilningi. En staðreyndin er að sú harða sannfæring sem ég hef fyrir því hvað er rétt að gera í Reykjavík getur verið til bölv- aðs trafala. Það er leiðinlegt að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini sem mér þykir vænt um. Það var því ekki erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðr- um að eiga sviðið, í bili að minnsta kosti.“ Ljóst er að áherslur Gísla á bættar almennings- samgöngur, þéttari byggð, betri útivist- arsvæði og nútíma- legri borg eru ekki endilega í takt við áherslur Sjálfstæð- isflokksins, að minnsta kosti virð- ast afar skiptar skoðanir innan flokksins um hvert borgin skuli stefna. „Ég held reyndar að ég hefði átt mjög góðan séns í þessu prófkjöri og ég held að það sé eftirspurn eftir þeim sjónarmiðum sem ég hef haldið á lofti. Ég er ekki í nein- um vafa um það að borgarbúar og sjálfstæð- ismenn vilja allt aðra línu en harðasta flokksfólkið vill. Það þarf ekki annað en að horfa til þess að framan af þessu kjör- tímabili, þegar flokkurinn fylgdi stefnuskrá sinni um byggð í Vatnsmýrinni, þéttari byggð, betri almenningssamgöngur og betri borg fyrir fótgangandi og hjólandi, var flokkurinn með um og yfir 40% í könnunum. Eftir að þessari stefnu var snúið við, óvæntri andstöðu var lýst við byggð í Vatns- mýri og íhaldssamari bílaborgarstefna tekin upp hefur fylgið hrunið og er nú í kringum 25%. Auðvitað hafði almennt fylgistap Sjálf- stæðisflokksins mikið að segja, en það er stefnan og yfirbragð flokksins í borginni sem ræður því að hann hefur ekki náð upp í 30% í meira en hálft ár.“ En kom einhvern tímann til greina hjá Gísla Marteini að skipta um flokk? „Nei. Það kom aldrei til greina. Ég hef unnið vel með öllum flokkum því mér finnst það skylda mín sem borgarfulltrúa. En ég er ósammála mörgu sem þessi meirihluti hefur gert og hefði til dæmis aldrei getað stutt skattahækkanirnar sem hafa dunið á borgarbúum á tímabilinu.“ Fylgi flokkanna nú í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga hefur sveiflast nokkuð en samkvæmt þeim könnunum sem bæði Gallup og Félagsvísindastofnun hafa gert á liðnum vikum hefur Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 24-25% fylgi og fjóra borgarfulltrúa. Fylgi flokksins var 34% í síðustu sveit- arstjórnarkosningum og borgarfulltrúar flokksins eru nú fimm. Undanfarnar vikur hafa hræringar á hægri væng stjórnmálanna verið í fréttum og talað er um stofnun nýs flokks. Gísli Marteinn segir þessa togstreitu hafa fyrirfundist lengi, en hún virðist koma upp á yfirborðið nú með skýrari hætti en áður. Í borgarmálunum má segja að skilin hafi kom- ið fram til að mynda í flug- vallarmálinu og á landsvísu í gegnum aðildar- málið að ESB. Gísli Mar- teinn segist hafa setið ótal fundi um borgarmál í Valhöll og hann telur að nokkra víðsýni vanti í hópinn sem þar heldur um stjórnartauma. „Þarna mæta mikið til sömu andlitin aftur og aftur. Ég hef staðið þarna og reynt að sannfæra hópinn um nauðsyn þess að taka upp nútímalegri stefnu í borginni; hætta út- þenslustefnu, styðja við almennings- samgöngur, styðja við mannlíf, gangandi vegfarendur og falleg almenningsrými og láta af gamaldags verktakapólitík. En þessir ágætu fundarmenn, sem margir hafa orðið vinir mínir og kunningjar, vilja þvert á móti fleiri mislæg gatnamót, hraðari umferð, fleiri úthverfi, færri göngugötur, færri hjóla- stíga og minni stuðning við almennings- samgöngur. Þarna tala menn eins og þeir séu í allt öðrum flokki en ég – eða ég í öðr- um flokki en þeir.“ Frjálslyndari hluta flokksins finnst hann ekki nógu nútímalegur Hann bendir á að ólík öfl hafi raunar alltaf togast á í flokknum. „Það togast á í þessum flokki frjálslynd öfl og íhaldsöfl. Sjálfstæð- isflokkurinn er stofnaður upp úr flokkum íhaldssamra og frjálslyndra og togstreitan milli þessara hópa hefur alltaf verið fyrir hendi. Meðan Davíð Oddsson var formaður var hann með svo sterka leiðsögn að það bar minna á þessari togstreitu. Auk þess var hann frekar frjálslyndismegin þannig að frjálslyndur hluti flokksins var yfirleitt sátt- ur. Núna held ég að frjálslynda hlutanum finnist flokkurinn ekki nógu nútímalegur í ýmsum málum, til dæmis hinum mikilvægu tolla- og landbúnaðarmálum og að hann sé að einangra sig í alþjóðamálum. Þá á ég ekki endilega við að allir vilji ganga í ESB þótt margir vilji ljúka viðræðum. Þessi tog- streita kemur víðar fram. Til dæmis í af- stöðunni til byggingar mosku, sem mér fannst sjálfsagt mál að leyfa, afstöðunni til ríkisstyrktrar stóriðju og sjálfsagðra frjáls- lyndismála eins og að kaupmaðurinn á horn- inu megi selja léttvín. Einnig í viðhorfi til kynjanna þar sem ég tel að Sjálfstæðis- flokkurinn þurfi að gera mun betur í að sýna kjósendum að hann meini það sem hann segir.“ En telurðu þá að íhaldsöfl séu að taka yf- ir í flokknum? „Ég held að forysta flokksins í dag, Bjarni Ben., Hanna Birna og Illugi, svo ég nefni þau þrjú sérstaklega, vilji alls ekki draga flokkinn í íhaldsátt. Þvert á móti hafa þau látið í það skína að of langt hafi verið gengið í þá átt. En þessi togstreita er að minnsta kosti meira áberandi en verið hefur. Sem ætti svo sem ekki að koma mikið á óvart. Víða í Evrópu, t.d. í Danmörku, eru tveir hægriflokkar. Annars vegar er nútíma- legur og frjálslyndur hægriflokkur sem er umburðarlyndur í málefnum innflytjenda, mannréttindamálum og fleiru. Svo er íhalds- flokkurinn miklu minni flokkur.“ Mislæg gatnamót eru ekki hægristefna Borgarmálin hafa að mörgu leyti sérstöðu miðað við landsmálin. Þar er oft rætt um að skilin liggi ekki endilega eftir flokkslínum eða vinstri-hægri-kvarða sem gjarnan er settur á pólitíska umræðu. Gísli Marteinn hefur fengið að kynnast því að flokkssystkin hans hafa sakað hann um að vera vinstra megin línunnar. „Það er eins og það sé viðbragð sumra í Sjálfstæðisflokknum við skoðunum mínum, *Það þarf ekki annað enað horfa til þess aðframan af þessu kjörtímabili, þegar flokkurinn fylgdi stefnu- skrá sinni um byggð í Vatns- mýrinni, þéttari byggð, betri almenningssamgöngur og betri borg fyrir fótgangandi og hjól- andi, var flokkurinn með um og yfir 40% í könnunum. Eftir að þessari stefnu var snúið við, óvæntri andstöðu var lýst við byggð í Vatnsmýri og íhaldssamari bílaborgarstefna tekin upp, hefur fylgið hrunið og er nú í kringum 25%. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 4 1 0 0 5 Taktu Merida gæðahjólin til kostanna á komandi sumri og hjólreiðar verða ný upplifun fyrir þig og þína. Í Ellingsen færðu einstakt úrval reiðhjóla fyrir konur og karla, stelpur og stráka … á götuna, öræfin og fjöllin, fyrir keppnina, sumarfríið og fjölskyldu- stundirnar. ÞÝSK HÁGÆÐA- HÖNNUN, mest seldu hjólin í Noregi MERIDA JULIET JR FJALLAHJÓL 64.990 KR. Léttgreiðslur 10.832 KR. í 6 mánuði Stærð: 24“ Bremsur: V-BRAKE Gírskipting: Shimano Búðu þig undir SUMARDAGINN FYRSTA áMerida gæðingum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.