Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 52
Úttekt 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Öld frávikanna PERSÓNULEIKARASKANIR NJÓTA Æ MEIRI VINSÆLDA Í SJÓNVARPI OG HLUTUR LEIK- INNA KARAKTERA MEÐ FRÁVIK VERÐUR SÍFELLT STÆRRI Í VINSÆLUM ÞÁTTUM, AUST- AN SEM VESTAN ATLANTSÁLA. FRÁVIKIÐ GETUR VERIÐ AF ÝMSUM TOGA, SVO SEM ASPERGER-HEILKENNIÐ, TOURETTE-HEILKENNIÐ, GEÐHVÖRF OG SIÐBLINDA. ÆTLI ÞESSI TÍSKA SÉ TIL ÞESS FALLIN AÐ AUKA SKILNING ALMENNINGS Á ÞESSUM KVILLUM? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is doktorar þessir búa að, við einhverfu og Asperger en staðreyndin er sú að slíkt er afar sjaldgæft hjá fólki á því rófi. Mögulega villir Raymond gamli Babbitt um fyrir fólki. Sjálfur Regnmaðurinn sem gat talið tannstöngla um leið og ílátið undan þeim skall á gólf- inu. Þriðji doktorinn sem sýnir ítrekað aspergerslega hegðun er réttarlæknirinn Temperence Brennan í bandarísku glæpaþáttunum Bones. „Bones“, eins og hún er gjarnan kölluð, er afburðasnjöll í sínu starfi, eins og Saga Norén, en á erfitt uppdráttar í mann- legum samskiptum. Félagslegur áhugi hennar er af skornum skammti og kaldhæðni er henni framandi. Þá brýst hlýja hennar í garð sinna nánustu oft fram með óvenjulegum hætti. Dæmigerður Asperger. Blóðfælinn skurðlæknir Annar læknir, Martin Ellingham, í breska gam- andramanu Doc Martin á líka erfitt uppdráttar í mannlegum samskiptum og kemur ósjaldan við kaun- in á íbúum í fásinninu í Portwenn á Cornwallskaga. Enn eitt Asperger-dæmið myndu margir segja. Nema maðurinn sé bara svona mikill dóni að upplagi. Þess utan er alltaf gaman að skurðlæknum með blóð- fælni. Annar geðvondur karakter í sjónvarpi er auðvitað Georg Bjarnfreðarson, sem allir Íslendingar þekkja úr Vakta-seríunum vinsælu. Ekki er ólíklegt að sá ágæti og hámenntaði maður hafi verið á Asperger- rófi. Þess má til fróðleiks geta að Asperger-heilkennið mun vera fimm til tíu sinnum algengara meðal karla en kvenna. Öfugt við Sögu og doktorana var lögmaðurinn eit- ursnjalli Jerry Espenson í Boston sáluga Legal greindur með Asperger-heilkennið. Óborganlegum þáttum sem runnu sitt skeið fyrir nokkrum árum. Ýmsum, sem til þekkja, þótti sú birtingarmynd þó býsna ýkt og murrið og hoppið sem Espenson greip gjarnan til ætti meira skylt við Tourette-heilkennið. Er leið á Boston Legal fékk Espenson meira að segja þau tíðindi að hann væri með Tourette. Asper- gerinn var þó klárlega til staðar, eins og óöryggi og þráhyggja Espensons vitnuðu um. Um tíma vann hann bug á því öllu með þeim einfalda hætti að stinga upp í sig sígarettu úr tré. Þá óð kappinn á súðum, eins og ýtt hefði verið á takka. Espenson var rómantískur að eðlisfari en þar sem fötlun hans gerði honum svo að segja ómögulegt að nálgast hitt kynið brá hann á það ráð að kaupa sér uppblásna dúkku, í fullri stærð. Fór um tíma ekki út úr húsi án hennar. Þegar einhver „pervert“ spurði okkar mann út í kynlífið með þeirri uppblásnu brást hann vondur við. Hann bæri alltof mikla virðingu fyr- ir henni til að stunda slíkt athæfi. Og hananú! Lækningarmáttur Poughkeepsie Framleiðandi Boston Legal, David E. Kelley, virðist raunar hafa sérstakt dálæti á Tourette en í öðru lagadrama sem hann lét gera, Ally McBeal, kom við sögu karakter, Melanie West, sem var með heil- kennið á háu stigi. Hljóðaði í tíma og ótíma upp yfir sig, ástmanni sínum, John „Kexinu“ Cage, til hrell- ingar. Hann var viðkvæmur maður og taugaveikl- aður, Kexið. Mögulega var hann þó frekar úr hófi fram sérvitur en með Asperger. Ógleymanlegt hvern- ig hann læknaði eigið stam, þegar það tróð sér fram, með einu orði – „Poughkeepsie“. Frávikin voru fleiri í Boston Legal. Þannig glímdi aðalsöguhetjan, hinn ósigrandi lögmaður Denny Crane, augljóslega við Alzheimers-sjúkdóminn. Hann var þó aldrei nefndur á nafn, Crane var þvert á móti sannfærður um að hann væri sýktur af kúariðu. Stór- kostleg persóna Denny Crane og líklega sú merkasta í gjörvallri sjónvarpssögunni. Hann og Kunta Kinte. F áar persónur hafa heillað þessa þjóð jafn rækilega í sjónvarpi á síðustu árum og Saga Norén, rannsóknarlögreglukona í Málmey, en af afrekum hennar er hermt í hinum vinsælu spennuþáttum Brúnni. Saga er sannkölluð hetja og töffari af Guðs náð. Fátt bítur á henni enda ásetningurinn einlægur: Að koma brotamönnum bak við lás og slá. Gildir þá einu hvort hún er tengd þeim tilfinningalegum böndum eður ei. Enginn vafi leikur á því að Saga er fær í sínu fagi, séní myndu einhverjir segja. Hitt greinir hana þó frá hetjum sem framfylgt hafa lögum og reglum á skján- um gegnum árin, svo sem Derrick, Kojak og Hunter, að þegar kemur að mannlegum samskiptum er Saga gjörsamlega úti á túni. Það er ekki hennar svið. Ýmsum þótti Frank gamli Columbo sérlundaður á sinni tíð en hann kemst ekki með tærnar þar sem Saga hefur hælana. Í þáttunum hefur ekki verið rætt um greiningu á fráviki Sögu í samfélagi okkar mann- anna, alltént ekki til þessa, en margir hafa gert því skóna að hún sé með Asperger-heilkennið. Leik- konan, Sofia Helin, hefur til að mynda viðurkennt að hún hafi stúderað heilkennið vel og vandlega meðan hún bjó sig undir hlutverkið. Höfuðeinkenni Asperger-heilkennis er skortur á hæfni til gagnkvæmra félagslegra samskipta. Ein- staklingana virðist skorta það sem kalla mætti fé- lagslegt innsæi. Þeir eiga erfitt með að skilja sam- skipti sem ekki felast í orðum heldur svipbrigðum, augnaráði, bendingum og líkamsstöðu. Það vefst einnig fyrir þeim að setja sig í spor annarra og að gefa öðrum hlutdeild í eigin tilfinningum. Þeim geng- ur illa að eignast vini og sérstaða þeirra getur meðal annars valdið því að þeir verði frekar en aðrir fyrir stríðni, einelti og öðru neikvæðu viðmóti, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þröng og afmörkuð áhugasvið Asperger-heilkennið er tengt einhverfu, sumir segja vægari birtingarmynd hennar. Þeir sem greinast með Asperger-heilkenni hafa eðlilega greind og eðlilega tjáningargetu og það aðgreinir þá frá þeim sem greinast með einhverfu. Þeir geta þó átt í erfiðleikum með að mynda félagsleg tengsl og sýnt áráttukennda hegðun, haft þröng og afmörkuð áhugasvið og haft mikla þörf fyrir stöðugleika, líkt og einhverfir. Saga Norén er ekki ein á báti í sjónvarpi þessi misserin, ýmsir karakterar eru henni andlega skyld- ir. Má þar nefna eðlisfræðinginn dr. Sheldon Cooper í bandarísku gamanþáttunum Big Bang Theory. Þar er á ferðinni kostulegt eintak af manni, belgfullt af sérvisku sem rímar um margt við Asperger. Auk skorts á félagslegu innsæi er dr. Cooper illa haldinn af oflæti, skrúðmælgi og sýklafóbíu. Fer allur í keng neyðist hann til að snerta aðra manneskju. Handrits- höfundar Big Bang Theory hafa farið sömu leið og handritshöfundar Brúarinnar, það er að segja ekki í svo mörgum orðum að dr. Cooper sé með Asperger. Þvert á móti hefur komið fram að hann hafi aldrei fengið þá greiningu. Leikarinn, Jim Parsons, hefur líka lýst því yfir í ýmsum viðtölum að hann hafi sökkt sér á kaf í heilkennið meðan hann bjó sig undir hlutverkið. Dr. Cooper á sér jafnoka í öðrum doktor, Spencer Reid, í bandarísku glæpaþáttunum Criminal Minds sem lengi hafa verið sýndir hér á landi. Báðir eru þeir með greindarvístölu upp á 187 (meðalmaðurinn er með 100). Dr. Reid er líka undrabarn með hvorki fleiri né færri en þrjár doktorsgráður og getur lesið 20.000 orð á mínútu. Maðurinn er í raun gangandi uppflettirit. Dr. Reid er ekki eins kómískur karakter og dr. Cooper, enda þættirnir af alvarlegri toga, og skömminni flinkari í mannlegum samskiptum. Margt bendir þó til þess að hann sé hið minnsta með að- kenningu að Asperger. Fólk tengir gjarnan snilligáfu, af því tagi sem Jerry Espenson, lögmaðurinn knái í Boston Legal, er með sérkennilegri mönnum í sögu sjónvarps. ABC

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.