Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Qupperneq 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 BÓK VIKUNNAR Hallgrímur Pétursson eftir Karl Sigur- björnsson er fallega myndskreytt bók um sögu og ævi sálma- skáldsins ástsæla og áhrif þess í samtímanum. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Skáldskapur getur vaxið með okk-ur. Í byrjun veitum við honumkannski ekki svo mikla athygli en með árunum fer hann að dafna innra með okkur. Einn daginn uppgötvum við svo að þessi skáldskapur hefur fylgt okkur svo að segja alla ævi. Þetta á einmitt við um Passíusálma Hall- gríms Péturs- sonar. Passíusálm- unum kynnumst við á æsku- og unglingsárum. Á þeim árum er maður ekki ýkja gefinn fyrir langan skáld- skap og því rata Passíusálmarnir ekki á vinsælda- lista. Sumt heillar þó. „Upp upp mín sál og allt mitt geð“ er til dæmis stemningsfull hvatning sem hittir í mark – og skiptir þá engu hversu gamall maður er. Á hverju ári, um páska, eiga Passíu- sálmarnir fastan sess í hug og hjarta landsmanna. Skáld vinnur vart meiri sigra en það. Fjöldi fólks tekur bók með Passíusálm- unum úr hillunni og les, hvort sem um er að ræða einfalda útgáfu (ein slík er nýkomin út og er mjög smekkleg) eða stærri útgáfu ríkulega mynd- skreytta. Ein fallegasta útgáfa Passíusálmanna er einmitt myndskreytt af Barböru Árnason með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Bókin er nýlega endurútgefin og ekki er hægt að fletta henni án þess að fyllast vissri lotningu. Myndirnar eru sterkar og ögrandi og sumar fullar af óhugn- aði, eins og nokkrar myndir af mann- fjölda og múgæsingu. Þetta eru mynd- ir sem vekja tilfinningar, eins og sálmarnir. Þeir sem safna bókum vilja einmitt eiga öndvegisverk eins og Passíusálmana í útgáfu eins og þessari. Passíusálmarnir eiga vissulega enn erindi og ýmsu böli hefði mátt forða hefðu menn gætt þess að hafa boðskap þeirra í heiðri. Öll hefðum við til dæm- is á uppsveiflutímunum fyrir hrun átt að leggja á minnið þessi áminningarorð sálmaskáldsins: Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er. Frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarnir, sem freklega elska féð, auði með okri safna, andlegri blessun hafna, en setja sál í veð. Orðanna hljóðan SIGUR SKÁLDS- INS Passíusálmar með teikningum Barböru. Passíusálmarnir eiga sér sess í hjörtum landsmanna. L jóðasafn Gerðar Kristnýjar er komið út en það geymir allar fimm ljóðabækur hennar, Ísfrétt, Launkofa, Höggstað, Blóðhófni og Strandir. „Það er mjög fullorðins,“ segir Gerður Kristný þegar hún er beðin um viðbrögð við útgáfunni. „Það var ákveðið að gefa þetta ljóðasafn út fyrir tveimur árum. Sumar ljóða- bókanna minna voru uppseldar svo það þótti tímabært að koma út safni. Bókahönnuðurinn Alexandra Buhl, sem gerði kápuna á Blóð- hófni, var fengin til að hanna kápuna á safn- inu og teikna skreytingarnar í það og Guðrún Nordal skrifaði formálann.“ Gerður Kristný er spurð hvað hún sé ánægðust með í sambandi við útkomu ljóða- safnsins. „Ég er ánægðust með að hafa loks fengið að bæta orðinu „og“ inn í ljóðið Ljóð um bækur sem birtist í Ísfrétt árið 1994. Í staðinn fyrir að standa „eins og“ stóð þar bara „eins“. Þetta er eina prentvillan sem ég hef orðið vör við í ljóðabókunum mínum og það var gott að geta loksins leiðrétt hana. Síð- an þykir mér ekkert verra að hægt er að sjá þróunina í ljóðagerð minni þegar öll ljóðin eru komin saman í eina bók,“ segir Gerður Kristný. Eru einhver yrkisefni sem eru þér hug- leiknari en önnur? „Ljóðunum mínum hættir oft til að vera snævi þakin. Ískaldar náttúrustemningar hafa lengi verið mér hugleiknar. Ég hef samt líka ort talsvert af borgarljóðum og um konur, til dæmis Hallgerði langbrók, Sylviu Plath, sjálfa fjallkonuna, Marie Antoinette og hana ömmu mína. Þegar ég er beðin um að lesa upp finnst mér oft gaman að lesa kvenna- ljóðin.“ Sérðu sjálf einhverja þróun í ljóðagerð þinni? „Já, í fyrstu ljóðabókunum var landamæra- gæslan í ljóðheimi mínum mjög ströng. Ljóðin voru því mun lokaðri og styttri en þau sem ég yrki núna. Síðan datt ég niður á ljóðabálkana og er einmitt að vinna að einum slíkum sem ég býst við að komi út í haust.“ Hvaða ljóðskáld lest þú helst? „Ég teygi mig yfirleitt í sömu bækurnar og les aftur og aftur. Þeirra á meðal eru Ljóða- safn Hannesar Sigfússonar, Minningabók Vigdísar Grímsdóttur og Hugástir Stein- unnar Sigurðardóttur. Síðan les ég reglulega ljóðið For Jane eftir Charles Bukowski og Septemberbæn eftir Sigfús Daðason.“ Gerður Kristný er mjög fjölhæft skáld en hún hefur auk þess að yrkja ljóð skrifað skáldsögur, barnabækur, leikrit og viðtalsbók. Spurð að því hvort ljóðagerðin hafi sérstöðu í huga hennar svarar hún: „Ég hóf ferilinn sem skáld. Ljóðformið liggur vel fyrir mér og mér finnst nokkur galdur felast í því að koma flók- inni sögu eða tilfinningum í fáeinar línur.“ Gerður Kristný hefur á undanförnum árum farið vítt og breitt um heiminn í upplestr- arferðir og í maílok les hún upp úr Blóðhófni í British Museum en þar stendur nú yfir mik- il víkingasýning. Í sumar kemur Blóðhófnir síðan út í Noregi í þýðingu Knut Ödegård en bókin hefur þegar komið út á ensku, dönsku, finnsku og sænsku. SKÁLDKONAN MUN LESA UPP Í BRITISH MUSEUM Í MAÍLOK Galdur Gerðar Kristnýjar „Síðan þykir mér ekkert verra að hægt er að sjá þróunina í ljóðagerð minni þegar öll ljóðin eru komin saman í eina bók,“ segir Gerður Kristný. Morgunblaðið/Árni Sæberg FIMM LJÓÐABÆKUR GERÐAR KRISTNÝJAR ERU KOMNAR Í EINA BÓK. NÝ LJÓÐABÓK ER VÆNTAN- LEG Í HAUST. Það sem fyrst kemur í hugann, og er enn í uppáhaldi, eru bækur sem ég las í æsku. Nefni ég fyrst bækur eins og Kim, Bob Moran og Ævintýrabækurnar, Fimm bækurnar og Dularfullu bæk- urnar eftir Enid Blyton. Í sveitinni austur í Álftafirði var ég svo heppinn að eiga svefnstað uppi undir rjáfri, en þar var einmitt hýst bókasafn sveitarinnar. Þar kynnist ég Basil fursta og las hann allan – sumar oft, þar fann ég líka bækur um ævintýraferðir landkönnuða eins og til dæmis Amundsen, Freuchen og fleiri. Þessar og ýmsar fleiri voru lesnar á hverju kvöldi þar til slökkt var á ljósavélinni, en henni var ég háður með ljós, þrátt fyrir sumarbirtuna úti því enginn gluggi var þar sem ég svaf. Um tíma las ég ekki mikið, nánast ekki neitt á unglingsárum, en þegar ró færðist yfir aftur las ég þó nokkuð er tengist stangveiði og heillaðist af Birni J. Blöndal og nánast öllu því sem hann skrifaði. Hér vil ég nefna sérstaklega Vatnanið. Þýðingu Björns Th. Björnssonar á Harmaminningu Leonóru Kristínar í Bláturni hafði ég mikla ánægju af að lesa. Lestur þessarar bókar varð til þess að ég las nánast allt sem Björn Th. skrifaði, og sé ekki eftir því. Í UPPÁHALDI BENEDIKT KRISTJÁNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Basil fursti. Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, heldur enn mikið upp á bækur sem hann las í æsku. Morgunblaðið/Ómar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.