Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 siminn.is/listahatid Bein útsend Listahátíðar það hvort hægt verði að reisa það í samræmi við núgildandi deiliskipu- lag. Annars vegar hefur Minjastofn- un lagt til að hús við Austurvöll, Vall- arstræti og Ingólfstorg, eða á svokölluðum Landssímareit, verði friðlýst. Húsafriðunarnefnd hafði áð- ur lagt til friðun húsanna og eru þau friðuð samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi. Stigsmunur er á frið- un og friðlýsingu. Í stuttu máli er friðlýsing meira afgerandi úrræði, og þarf t.a.m. að vera ákveðið bil í næsta hús sem reisa má við hliðina á hinu friðlýsta húsi. Til samanburðar ná lög um friðun eingöngu til rösk- unar á mannvirkinu sjálfu. Mann- virkjastofnun leggur til friðlýsingu mannvirkja en endanlegt úrskurðar- vald er hjá forsætisráðherra. Fulltrúar allra flokka nema Vinstri grænna mótmæltu friðlýsingartil- lögunni. Niðurstöðu ráðuneytisins er að vænta á næstu dögum. Gæti þurft að breyta skipulagi Þá hefur Alþingi kært deiliskipu- lagið til úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála. Ætlunin er að stækka Landssímahúsið með við- byggingu við viðbygginguna á suð- urhlið hússins alveg að Kirkjustræti. Það þykir Alþingi þrengja um of að starfsemi sinni. „Nú hafa fulltrúar meirihlutans sagt að þeir vilji ekki fleiri hótel í miðborginni […] Ef kæra Alþingis hefur þau áhrif að ekki verður byggt í Kirkjustræti, þá þarf að breyta deiliskipulaginu aft- ur,“ segir Halla Bogadóttir, eigandi Kraums og ein þeirra sem eru í BIN- hópnum. Átján þúsund manns rituðu á undirskriftalista þar sem deili- skipulaginu á Landssímareit var mótmælt. „Maður spyr sig, hvað er íbúalýðræði. Undirskriftalistinn var lagður fram áður en skrifað var und- ir deiliskipulagið,“ segir Halla og bætir við. „Ég held að það sé skoðun mjög margra borgarbúa að það sé betra að halda hótelum frá miðborg- inni.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, svaraði ekki fyrirspurn- um, sem hann óskaði eftir að fá í tölvupósti, um málið. Berjast enn gegn hóteli á reitnum  Óvissa um hótelbyggingu á Landssímareit vegna kæru Alþingis og tillagna Minjastofnunar  BIN- hópurinn enn vongóður um að hægt verði að koma í veg fyrir hótelbyggingu  2 ár frá lokun NASA Morgunblaðið/Jim Smart Landssímareitur BIN-hópurinn hefur ekki gefið upp vonina um að koma megi í veg fyrir að hótel rísi. „Hvers vegna er ekki reist þarna listamiðstöð, skrifstofur Alþing- is, verslanir, kaffihús eða eitt- hvað annað sem þjónar aðeins ríkulegar hagsmunum almenn- ings sem býr í borginni og starf- semi sem gæti verið að dansa saman við NASA,“ segir Páll Ósk- ar. Hann bendir á að tónleikasal- urinn NASA hafi ekki verið opinn í tvö ár. ,,Húseigandinn hefur ekki fengið leigutekjur í tvö ár. Hvað ætli það séu margar millj- ónir,“ segir Páll Óskar sem vill að staðurinn verði opnaður þar til afdrif hússins verða ákveðin. NASA verið lokað í tvö ár EITTHVAÐ ANNAÐ SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við erum ekki búin að gefast upp,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, skemmtikraftur og einn þeirra sem er í BIN-hópnum (Björgum Ingólfs- torgi og Nasa) sem mótmælt hefur fyrirhugaðri hótelbyggingu á Lands- símareitnum. Í bréfi frá hópnum er gerð athugasemd við það hvernig staðið var að vali á verðlaunatillögu að skipulagi Landssímareits og Ing- ólfstorgs sem síðar fór inn í deili- skipulag. Í valnefndinni sat lóðareig- andi Landssímareitsins og greiddi hann kostnað við keppnina til hálfs á móti Reykjavíkurborg. Segja for- svarsmenn hópsins það „fordæma- laust að menn fái þannig í krafti eigna sinna beinan aðgang að skipu- lagi almenningsrýma eins og Ing- ólfstorgs og að helmingur launa þeirra sem velja eiga tillögurnar sé kominn frá hagsmunaaðilanum,“ segir í bréfinu. „Svo virðist sem einu hugmynd- irnar sem voru gjaldgengar í þessari verðlaunaefnd hafi verið hugmyndir um hótel. Ég held að flestir séu sam- mála um að það þurfi að gera eitt- hvað fyrir þennan reit. En hótelhug- myndin er versta hugmyndin,“ segir Páll Óskar. Óvissa um bygginguna Þrátt fyrir að hótelið sé inni á deiliskipulagi er nokkur óvissa um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.