Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er sérstaklega gagnrýni vert að grundvallarbreytingar skuli gerðar á lögum um stjórn fiskveiða á sama tíma og heildarendurskoðun á þeim stendur yfir,“ segir Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssam- bands smábáta- eigenda, um breytingar sem samþykktar voru á Alþingi á föstu- dagskvöld. Hann segir það sérstök vinnubrögð að flestar þessara breytinga hafi verið gerðar í skjóli umræðna um aflamark í úthafsrækju. „Þessar breytingar eru gerðar án nokkurs samráðs við hagsmunaaðila og enginn möguleiki var að komast að málinu á lokasprettinum síðasta sól- arhringinn. Þegar ég frétti hvað væri á ferðinni óskaði ég eftir því að fá að koma athugasemdum á framfæri á fundi með atvinnuveganefnd þings- ins, en því erindi var ekki svarað,“ segir Örn. Vald til ráðherra Hann nefnir nokkur atriði eins og fastsetningu á síldarafla í lagnet og hækkun leiguverðs á síld, afnám skötuelsákvæðisins sem heimilaði leigu á skötusel og aukinn aðgang stærri skipa með tiltekið vélarafl að veiðum nær landi en áður. Hann bendir á að engar tölur um afla er lengur að finna í ákvæðum um línu- ívilnun og strandveiðar og því í valdi ráðherra hverju sinni hversu mikið fer í hvern þátt. Alls eiga 5,3% heimilda að fara í potta og byggðatengdar aðgerðir og er það hækkun frá því sem ráðherra nýtti áður. Engin meiri háttar breyt- ing er fyrirhuguð um nýtingu á svo- nefndum pottum á komandi fiskveiði- ári, en stefnt er að því að áætlun um nýtingu þeirra til lengri tíma verði fyrst lögð fram á löggjafarþingi 2014- 2015, segir í nefndaráliti. Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda segir að í nýjum lögum sé rýmkað til fyrir togveiðum á grunnslóð. Í raun hafi frumvarpið snúið að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða en umrædd grein fjalli hins vegar um veiðar í fiskveiði- landhelgi Íslands. Með breytingunni eru sjö skip með aflvísa (vélarstærð) lægri en 1.200, en lengri en 29 metrar, færð á milli flokka, sem veitir þeim rétt til aukinna veiða nær landi á sér- staklega tilgreindum svæðum. Atvinnuveganefnd telur að rök standi til þess að miða fremur við afl- vísa en lengd skipa. Á heimasíðu LS kemur fram að umrædd skip eru Valdimar GK, Tjaldanes GK, Gríms- nes GK, Fjóla KE, Kristbjörg VE, Glófaxi VE og Grundfirðingur SH. Á heimasíðunni segir að ekki verði annað séð en að breytingartillagan hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti. LS telur inngripið vera einsdæmi og mun óska skýringa hjá sjávarútvegsráðherra um hvað hafi legið á bakvið ákvörðun nefndarinn- ar. Umdeilt skötuselsákvæði ekki lengur í lögunum Fyrir nokkrum árum var hluti af skötuselsafla tekinn út úr aflamarks- kerfinu og boðinn til leigu. Í kjölfarið fylgdu hatrammar deilur, en slíkt ákvæði er ekki lengur í lögunum. Í ár eru um 1.200 tonn af skötusel til leigu og verðið er 176 krónur á kíló og segir Örn að þessi breyting geti haft erfið- leika í för með sér. „Ef skötuselur fæst sem meðafli þurfa menn algerlega að reiða sig á að geta leigt skötusel á markaði. Lengst af hefur slíkt tæpast verið mögulegt og verðið þá svimandi hátt.“ Naumt skammtað og ekki í samræmi við markmið laga Nú er fest í lög að 800 tonn af síld verði leigð til útgerða smábáta og skal nú greiða 16 krónur í stað 13 króna áður. „Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvers vegna verðið hækkar um 23% frá síðasta ári því þá lækkaði verð fyrir síld frekar en hitt,“ segir Örn. „Í fyrra hefðum við getað veitt mun meira en þau 800 tonn sem við feng- um úthlutuð. Þessi 800 tonn, sem eru svipað eins og skip eins og Álsey VE landar úr einni veiðiferð, eru veidd af um 30 bátum og skapa vinnu fyrir um 40 manns á sjó. Í landi starfar svip- aður fjöldi við vinnslu síldarinnar sem er einstök að gæðum og seld inn á kröfuharða markaði erlendis. Mér finnst það ekki í samræmi við mark- mið laganna um að efla atvinnu og byggð í landinu að skammta þetta svona naumt til þeirra sem veiða síld í lagnet.“ Án samráðs á lokasprettinum  Grundvallarbreytingar gerðar á lögum um stjórn fiskveiða á sama tíma og heildarendurskoðun stendur yfir  Rýmkað til fyrir togveiðum á grunnslóð  LS vill skýringar frá sjávarútvegsráðherra Morgunblaðið/Alfons Á Kolgrafafirði Leyft verður að veiða 800 tonn af síld í lagnet og finnst framkvæmdastjóra LS það naumt skammtað. Örn Pálsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn@heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Pantaðu tíma í heyrnargreiningu og fáðu heyrnartæki til reynslu ReSound LiNXTM eru fyrstu heyrn- artækin sem tengjast þráðlaust beint við snjalltæki s.s. síma, spjaldtölvur og spilara. Auk þess að vera mjög fullkomin heyrnartæki eru þau heyrnartól fyrir snjalltæki. Með þeim opnast endalausir möguleikar að streyma samtölum úr síma og tónlist eða öðrum tegundum hágæðahljóða beint í heyrnartækin úr snjalltækjunum. Ný hönnun gerir þér kleift að fela ReSound LiNXTM ef þú vilt, eða monta þig af þeim ef þú vilt það frekar. Þau eru fíngerð, þunn og fást í 10 mismunandi litum og tveimur gæðaflokkum. Fyrstu snjallheyrnartækin Tímapantanir 534-9600 Heimasíða www.heyrn.is Með nýjum lögum verður leyfilegt að færa heimildir í tilteknum teg- undum á milli krókaaflamarks- kerfis og aflamarkskerfis enda séu skiptin jöfn í þorskígildum talið. Örn segir að þetta geti verið til mikilla bóta og kom fram í grein- argerð með frumvarpinu að síð- ustu ár hafi að meðaltali um 1.300 tonn af aflaheimildum í ufsa í krókaaflamarkskerfinu fall- ið niður ónýtt. Það verði þó að fara varlega varðandi slíkar kerf- isbreytingar og gæta þess að út- færslan miðist ávallt að því að styrkja krókaaflamarkskerfið. Þá hafi að jafnaði síðustu ár um 2.600 tonn af aflamarki í ýsu verið leigð frá aflamarkskerfinu til krókaaflamarkskerfisins þar sem langvarandi skortur á ýsu- heimildum hefur verið til staðar. Jöfn skipti milli krókaaflamarks- kerfis og aflamarkskerfis á grundvelli þorskígilda eru talin geta auðveldað flutning á ýsu frá aflamarkskerfi til krókaafla- markskerfis. Nýja heimildin í lögunum getur átt við um aðrar tegundir en ufsa og ýsu. Betri nýting á ufsaheimildum LEYFILEGT AÐ FLYTJA Á MILLI KERFA Fyrir rúmri viku auglýsti Reykjavík- urborg eftir fleiri en 40 grunnskóla- kennurum en samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu skóla- og frístundasviðs hefur ekki borið á kennaraskorti í borginni. „Það er ekkert sem bendir til annars en að við náum að manna grunnskólana,“ segir Valgerður Janusdóttir mann- auðsstjóri. Hún segir að vel hafi gengið að manna kennarastöður undanfarin ár og að fjöldi leiðbein- enda hafi verið í lágmarki. „Kennarar eru ráðnir frá fyrsta ágúst ár hvert. Þannig að núna eru stjórnendur að sjá hver nemenda- fjöldinn verður, hvaða hreyfing verð- ur á starfsfólki, og þá létum við þá vita að við myndum auglýsa, ef þeir vildu vera með í sameiginlegri aug- lýsingu,“ segir Valgerður. Hún segir að þegar hafi nokkur fjöldi umsókna borist en umsóknarfresturinn er tvær vikur. Bjartsýn á að aðsókn aukist Aðeins 20 útskrifast með grunn- skólakennararéttindi frá Háskóla Ís- lands í vor en það er umtalsverð fækkun frá því sem var. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem skólinn brautskráir nemendur eftir að ný lög um lengingu námsins í fimm ára meistaranám tóku gildi og eru menn bjartsýnir á að aðsókn muni aukast. „Við erum alveg einhuga í því að þetta hafi verið rétt ákvörðun að lengja námið,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, forseti Kennaradeild- ar. „Þetta var vitað fyrirfram, að það myndi engin útskrifast í fyrra og að það yrðu aldrei eins stórir árgang- arnir fyrst eftir svona mikla breyt- ingu á náminu,“ segir Sigríður Pét- ursdóttir deildarstjóri. Sigríður segir að sama hafi gerst þegar kennaranámið var flutt af framhaldsskólastigi upp á háskóla- stig en bendir á að til að mæta breyttum aðstæðum hafi námsleið- um verið fjölgað. Nú geti fólk með BA- eða BS-próf bætt við sig meist- aranámi „hvort sem það vill verða leikskóla-, grunnskóla- eða háskóla- kennari“. holmfridur@mbl.is Enginn kennara- skortur í borginni Morgunblaðið/Eggert Skólafjör Vonir eru bundnar við að aðsókn í kennaranámið aukist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.