Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 11
Bíllinn Súpubíllinn var keyptur í Þýskalandi en allt annað í rekstrinum er ræktað og alið á Íslandi. Hráefnið sem
Jónína og synir hennar nota í súpurnar er hágæða hráefni beint frá bónda.
hennar hafa fengið góðar viðtökur.
Jónína segir uppskriftina vera
komna frá langömmu sinni. „Þetta
er fjölskylduuppskrift frá Háeyri í
Vestmannaeyjum en ég er ættuð
þaðan.“ Langamma Jónínu var
þekkt fyrir að elda einstaka kjötsúpu
sem hún gaf þreyttum og svöngum
útigangsmönnum að sögn Jónínu
sem heldur á lofti orðstír langömmu
sinnar með gómsætri kjötsúpu sem
svangir Íslendingar og útlendingar
gæða sér á á Skólavörðuholtinu.
Synirnir og tengdadóttir
hjálpa við reksturinn
Jónína stendur ekki ein í rekstri
Súpubílsins sem nefnist Farmers
Soup eða bændasúpan á íslensku.
Synir hennar, þeir Óskar Steinn
Ómarsson og Ómar Örn Ómarsson,
reka bílinn með mömmu sinni og
auðvitað stendur tengdadóttirin Sig-
ríður Mogensen vaktina við pottana.
„Ég fór út í þetta með strákunum
mínum en þeir eru báðir að vinna
annars staðar en hjálpa til þegar
þeir geta.“ Fjölskyldan hjálpast því
að og má því segja að Súpubílinn sé
fjölskyldubíll.
Umhverfið verður ekki útundan
hjá Súpubílnum því þeir sem koma
með eigin ílát að heiman fá 10% af-
slátt á súpunum hjá Jónínu en hún
segir þetta vera gert til þess að
spara umbúðanotkun og þannig geti
fólk stuðlað að bættu umhverfi.
Bíllinn var opnaður 10. maí og
hefur gengið vonum framar að sögn
Jónínu. „Salan er misjöfn milli daga
en viðbrögðin hafa verið betri en ég
bjóst við. Bæði eru að koma til mín
svangir útlendingar sem langar að
prófa íslensku kjötsúpuna en líka Ís-
lendingar sem langar í eitthvað gott
og nærandi.“
Súpubíll Jónínu og sona hennar
stendur við bílastæðið á Skólavörðu-
holti og er opinn frá kl. 11.30 til 19.00
á kvöldin. Jónína segir þó stundum
opið lengur ef mikið sé að gera.
„Þetta er rétt að byrja og ég er að
fikra mig áfram með afgreiðslutím-
ann.“
Stofnandinn Jónína Gunnarsdóttir stendur vaktina við pottana í Súpu-
bílnum á Skólavörðuholti en hún selur þar súpur frá hádegi fram á kvöld.
„Ég er búin að semja
við bónda um að fá að
kaupa af honum, beint
frá býli, bæði grænmeti
og kjöt. Þá nota ég bara
lærið í kjötsúpuna og
hágæða hráefni.“
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Á fimmta þúsund leik- og grunnskóla-
barna í Kópavogi taka þátt í barna-
menningarhátíð Kópavogs, Orma-
dögum, sem hófst síðast liðinn
mánudag. Á Ormadögum mæta börn í
Kópavogi á ýmsa menningarviðburði í
menningarhúsum Kópavogs á skóla-
tíma, sækja tónleika, listasmiðjur og
fræðslu. Dagskránni lýkur svo með
glæsilegri hátíð á Borgarholtinu í
Kópavogi helgina 24. til 25. maí þar
sem öll börn eru velkomin
Á laugardeginum verður margt á
seyði í og við menningarstofnanir í
Kópavogi. Í boði verða Sirkus, lista-
og menningarsmiðjur, tónleikar og
hoppkastalar. Oramadögum lýkur svo
á sunnudaginn með barnamenningar-
messu og tónleikum í Kópavogs-
kirkju. Síðan verður auðvitað farið í
sundlaugarpartí í Sundlaug Kópa-
vogs.
Markmið Ormadaga er að börn í
Kópavoginum fái tækifæri til að kynn-
ast menningarstofnunum bæjarins
eins og tónlistarsafninu, bókasafn-
inu, Salnum, Gerðarsafni, Náttúru-
fræðistofu Kópavogs, Tónlistar-
skólanum og Molanum. Hægt er að
nálgast upplýsingar um hátíðina á
heimasíðu hennar, www.ormadagar.is.
Börnin fá tækifæri til að kynnast menningarstofnunum Kópavogs
List og sund-
laugarpartí í
Kópavogi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kópavogur Barnahátíðin Ormadagar fara fram í Kópavogi núna um helgina.
Diplómanám og skýjaforritun
Til að mæta mikilli eftirspurn eftir forriturum sem
hafa kunnáttu í fram- og bakendaforritun fyrir
skýjalausnir höfum við þróað nýja námsbraut
sem byrjar í haust.
Námið býr nemendur undir alþjóðleg próf.
Hægt er að taka námsbrautina með vinnu þar
sem um kvöld- og helgarnám er að ræða.
Helstu námsgreinar
Fyrri önn:
Kynning á forritun - 36 stundir
Viðmótshönnun - 12 stundir
Gagnagrunnsfræði - 36 stundir
Forritun með C# - 66 stundir
Gluggaforritun / APP-forritun - 60 stundir
Gagnagrunnsforritun - 36 stundir
Lokaverkefni - 36 stundir
Seinni önn:
Bakendaforritun skýjalausna - 44 stundir
Framendaforritun skýjalausna - 60 stundir
Lokaverkefni - 20 stundir
Lengd námskeiðs:
2 annir - 406 kennslustundir - kennt þrisvar í viku
Verð:
599.000 kr. (allt innif.) - hægt er að dreifa greiðslum
Næsta námskeið:
Kvöldnámskeið hefst 1. sept. og lýkur 28. maí 2015
FORRITUNAR-
BRAUT NTV