Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú nýtur þess að ræða við vini þína í
dag, ekki síst vinkonur. Settu tónlistina á fullt
á leiðinni í og úr vinnu eða kenndu börnunum
leik sem þú kunnir í gamla daga.
20. apríl - 20. maí
Naut Einlæg manneskja leikur lykilhlutverk í
því að hjálpa þér við að klára tiltekið verkefni.
Annars ætti þér að ganga allt í haginn í dag,
haltu bara ró þinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú slakar vel á og ert í góðu jafn-
vægi. Því ertu í stakk búin/n til að sýna hvað í
þér býr. Klappaðu þér á bakið fyrir að þora að
færa út kvíarnar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Forðastu rifrildi um peninga og eignir
við vini eða félaga. Veltu þér ekki upp úr því
þótt eitthvað fari úr skorðum, þetta mjakast
allt í rétta átt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú veist nú þegar allt sem þú þarft að
vita. Skjótt skipast veður í lofti og það sem
þú taldir öruggt, er allt í einu ótryggt og snúið
mál.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert eins og suðupottur og þarft að
fá útrás fyrir reiði þína. Talaðu við vini þína.
Lífið þarf ekki að vera afdrifaríkt til að vera
eftirminnilegt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fróðleiksfýsnin hefur náð tökum á þér
svo láttu einskis ófreistað til að svala henni
þótt nú sé sumar og sól. Láttu ekkert verða
til að trufla það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur tilhneiginu til að halda í
hlutina af því að þú færð ekki af þér að losa
þig við þá. Mikið er hægt að gera með litlum
tilkostnaði og pottþéttri áætlun.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hittir fólk sem hefur ekki alltaf
verið í góðu sambandi við sannleikann. Nú
ertu að verða sú eftirtektarverða manneskja
sem þú vildir verða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur sterkt innsæi – þú skilur
hvað hreyfir við fólki. Láttu þér ekki til hugar
koma að framkvæma hluti, sem þú ert innst
inni alfarið á móti.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver þér eldri getur gefið þér
góð ráð í dag. Hann lumar á hugmynd, sem
þegar hefur verið mótuð og pakkað fallega
inn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er göfugt að halda sig við áætlun
– nema þegar hún er hreint og beint
heimskuleg. Til þess þarf góðan málstað og
umfram allt kurteisi og lempni.
Höskuldur Jónsson lét þess getiðá Leirnum, að hann hefði tek-
ið þátt í hinu litla hagyrðingamóti
kvæðamannafélagsins Iðunnar og
ort þessar:
Fuglar
Hanar gala, glæðist allt,
grænka dalir fjalla.
Lækir hjala fjórtánfalt,
fuglar tala’og kalla.
Flugur
Frjó í stuði fylla loft,
flugur suða mikið,
svo má tuða ansi oft
upp er fuðrast rykið.
Heiðmörk
Fögur heiðin fagnar mest
við fuglahljóðin spöku
og upp í Heiðmörk einhver sest
að yrkja góða stöku.
Helgi Zimsen lét þess getið, að
venjan væri sú að fá þrjá hagyrð-
inga á pall á litla hagyrðinga-
mótinu, sem væri fastur liður á
fundum Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar.
Það virtist eilítið tvísýnt hversu
góð mæting yrði á mótið svo ég leir-
aði vísur til að hafa í bakhöndinni ef
þannig færi að Höskuldur mætti
einn.
Ekki þurfti að grípa til þeirra á
mótinu en fundargestir voru svo
uppteknir við dagskrána, að hlýða
á söngvísur Sigurðar Þórarins-
sonar og einnig samkveðskap, að
lítið var ort í skipið Skáldu er safn-
ar vísum ortum á fundinum, þannig
að þær fengu að fylgja þar sem
meðafli. En svona voru sum sagt
bakhandarvísurnar.
Fuglar
Lóa, spói og einnig ugla
ofar brosið draga.
Best er þó ef furðufugla
finn um mína daga
Fluga
Falleg blómin frjóvga má
flugan puðandi.
Suð í eyrum sýnist þá
sumum stuðandi.
Heiðmörk
Nonni sem að Nissan ók
náði að skora í breið mörk,
og dóttir gellu er gaurnum tók
– getin var í Heiðmörk.
Dagbjartur Dagbjartsson komst
ekki af „tæknilegum ástæðum“ á
„Málþing og ljóðalestur“ Óðfræði-
félagsins Boðnar. – „Útskýring
kemur hér með einni af mínum
uppáhaldsvísum, sem er eftir Onna
(Georg Jón Jónsson) á Kjörseyri:
Okkar leið er vörðuð von um
að víkja burt frá syndunum.
Menn frelsast helst í fjárhúsunum.
Friður sé með kindunum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur af Litla hagyrðingamótinu
Í klípu
MAMMA VILDI AÐ ÉG FLYTTI AÐ HEIMAN.
SAMT KOM HÚN Á HVERJU KVÖLDI TIL
AÐ BREIÐA YFIR MIG OG SEGJA MÉR
SÖGU. EÐA, HÚN SAGÐI AÐ ÞAÐ VÆRI
ÞAÐ SEM HÚN VAR AÐ GERA.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FLUGFÉLAGIÐ TÝNDI FARANGRINUM
MÍNUM AFTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga mynd af
honum frá því hann
var lítill.
ÞÚ HEFUR EKKI FARIÐ Í
RÁNSFERÐ SVO VIKUM SKIPTIR!
HVAÐ ER Í
GANGI?
ÉG GAF MÉR TÍMA TIL AÐ
NEMA STAÐAR TIL AÐ LYKTA
AF BLÓMUNUM OG FÉKK SVO
ROSALEG OFNÆMISVIÐBRÖGÐ!
EKKERT
MAGAKLÓR!
TIL HVERS
ERTU ÞÁ?
Orð geta verið tvíræð og fyrirkemur að sama orðið er notað
um gerólíka hluti. Stundum breytist
líka merking orða. Eitt sinn var sómi
að því að vera sæmilegur, en nú er
það ekkert sérlega eftirsóknarvert
þótt það gangi.
x x x
Þegar Víkverji var lítill var ekkisérlega eftirsóknarvert að vera
slakur, en nú er það hið besta mál.
Ef „KR-ingar slakir“ stóð í fyrirsögn
þurfti ekki að lesa lengra til að sjá að
þeir hefðu tapað. Nú mætti alveg
eins túlka slíka fyrirsögn sem svo að
KR-ingar hefðu verið afslappaðir.
„Ertu slakur?“ heyrði Víkverji ný-
lega einn mann ávarpa annan við
kaffivélina. Víkverja brá og átti von
á því að brjótast myndu út slagsmál,
eða í það minnsta rifrildi. En sá sem
var borinn þessum sökum brosti
bara og vissi greinilega upp á sig
skömmina: „Já, ég er slakur.“ Þegar
Víkverji áttaði sig á að þessi árás
myndi ekki valda neinu uppnámi
varð hann líka slakur.
x x x
Þetta þus Víkverja um marghátt-aða merkingu orðsins slakur má
ekki skilja sem svo að hin nýja
merking orðsins sé honum á móti
skapi. Síður en svo. Slakur í merk-
ingunni afslappaður eða áhyggju-
laus er fullkomlega rökrétt. Talað er
um að menn slaki á eftir erfiðan
vinnudag, eða slaki á taumi í stað
þess að toga í hann.Víkverji er því
fullkomlega slakur gagnvart þessari
notkun orðsins slakur.
x x x
Víkverji er hins vegar ekki slakurgagnvart þeirri beygingarfælni,
sem virðist vera að breiða úr sér
þessa dagana. Hann vill segja Útilífi,
Blómavali, Bónusi, Hagkaupi (eða
-kaupum) og skilur ekki að máltil-
finning manna skuli vera svo dofin
að þeir leyfi sér að nota nöfn á fyrir-
tækjum óbeygð í auglýsingum og til-
kynningum. Útlend heiti á innlend-
um fyrirtækjum eru síðan kapítuli út
af fyrir sig. Víkverja finnst einu
gilda hversu alþjóðleg fyrirtæki
kunni að vera, það eigi að vera þeim
kappsmál að halda í sín íslensku
nöfn heima í héraði. víkverji@mbl.is
Víkverji
Því að Drottinn er góður, miskunn
hans varir að eilífu og trúfesti hans frá
kyni til kyns.
(Sálmarnir 100:5)