Morgunblaðið - 21.05.2014, Page 39

Morgunblaðið - 21.05.2014, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kortlagning lands er heiti sýningar sem Hildur Bjarnadóttir myndlist- arkona opnar í Hverfisgalleríi, Hverfisgötu 4, klukkan 18 á morgun, fimmtudag. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. „Ég er að kortleggja land sem ég keypti nýverið austur í Flóa,“ segir Hildur þegar spurt er út í verkin þar sem hún hefur litað þræði og ofið úr þeim og strengt upp á blindramma. „Þetta er tveggja hektara spilda, ósnortin, þarna hefur ekkert verið ræktað og náttúruöflin hafa mótað landið. Nú ætla ég að byggja tilvist á þessu landi sem er minn efnis- brunnur fyrir þessa sýningu.“ Hildur hefur kortlagt þetta land gegnum plönturnar. Í fyrrasumar taldi hún plönturnar sem á því eru og reyndust þær vera yfir 90 talsins. „Ég vann úr þeim plöntuliti og litaði bæði ull og silki sem ég nota hér á sýningunni,“ segir Hildur og kveðst vinna mjög malerískt, eins og megi sjá. „Ég stilli plöntulitunum upp með akrýllitum, vísa beint í málara- listina með því að nota hörþráð, sem er hinn hefðbundni málarastigi, húða hann með akrýlmálningu og vef hann saman við þræði úr jurtalit- aðri ull. Þar mætast tveir gerólíkir heimar, tilbúinn akrýlliturinn, sem er í raun dauður og tengist engum stað, og jurtalitirnir af landinu mínu. Jurtaliturinn er plantan og landið.“ Hún segir að þessir ólíku litir ögri hver öðrum en um leið vinna þeir vel saman í verkunum. „Þeir skerpa á einkennum hver annars. Í akrýl eru allir litir til í manngerðu kerfi lita, en plöntulitirnir tilheyra kerfi plantn- anna og líffræðinni. Ég er farin að byggja upp mitt kerfi þar.“ Verk Hildar eru hrífandi í áferð og litum, og tala til áhorfandans á ýmiss kon- ar hátt; sem úrvinnsla íslenskrar náttúru og úr listasögunni um leið. „Ég geri engar skissur áður en ég vef verkin,“ segir hún. „Ég vel plönt- urnar ekki út frá litnum heldur frek- ar heiti plantanna eða einkennum þeirra. Það er tilfinningalegt val og ekki útpælt,“ segir hún og brosir. „Litir plantnanna eru í þessum gula tónaskala og ég vinn með hann. Það hljómar til dæmis vel að stilla kræki- berjalyngi saman með hvönn.“ Hild- ur bendir á stórt gult verk og segir að þó að það virðist úr fjarska vera einlitt, þá sé litur úr gulmöðru í uppistöðunni og ívafið úr vallelft- ingu. „Þarna blandast tvær plöntur, og sinn liturinn, sín ættkvíslin af hvorri plöntu. Ég dreg plöntuþemað fram í titlunum,“ segir hún. „Jurtaliturinn er plantan og landið“  Hildur Bjarnadóttir opnar sýninguna Kortlagning lands Morgunblaðið/Einar Falur Jurtalitir „Ég vísa beint í málaralistina með því að nota hörþráð, sem er hinn hefðbundni málarastrigi, húða hann með akrýlmálningu og vef hann saman við þræði úr jurtalitaðri ull,“ segir Hildur um verkin í Hverfisgalleríi. Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SVANIR SKILJA EKKI –„Bráðfyndin og skemmtileg sýning...“ Fréttablaðið SPAMALOT (Stóra sviðið) Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Fös 30/5 kl. 19:30 36.sýn Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Lau 31/5 kl. 19:30 lokas. Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Sýningum lýkur í vor. Eldraunin (Stóra sviðið) Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Sun 1/6 kl. 19:30 12.sýn Fös 13/6 kl. 19:30 14.sýn Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fim 5/6 kl. 19:30 13.sýn Lau 14/6 kl. 19:30 15.sýn Mið 28/5 kl. 19:30 11.sýn Fös 6/6 kl. 19:30 aukas. Fimm stjörnus ýning sem enginn ætti að missa af. Sýningum lýkur í vor. Svanir skilja ekki (Kassinn) Sun 25/5 kl. 19:30 Lokas. Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Litli prinsinn (Kúlan) Lau 24/5 kl. 14:00 Lau 31/5 kl. 14:00 Lau 7/6 kl. 14:00 Lau 24/5 kl. 16:00 Lau 31/5 kl. 16:00 Lau 7/6 kl. 16:00 Sun 25/5 kl. 14:00 Sun 1/6 kl. 14:00 Sun 8/6 kl. 14:00 Sun 25/5 kl. 16:00 Sun 1/6 kl. 16:00 Sun 8/6 kl. 16:00 Fimm stjörnu sýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára. Stund milli stríða (Stóra sviðið) Lau 7/6 kl. 19:30 Sýningin var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin leikárið 2013 - 2014. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fim 22/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Fös 23/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fös 13/6 kl. 20:00 Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson Dagbók Jazzsöngvarans – Síðustu sýningar ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Arty Hour (Kaffihús) Þri 27/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.